Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1972, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1972, Blaðsíða 8
32 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Þó telur fundurinn að til mála gæti komið, að réttur til þessa framhaldsnáms yrði háður inntökuprófi í þýðingar- mestu undirstöðugreinum. Um leið og fundurinn fagnar þessari viðleitni til úrbóta á hjúkrunarkvennaskortinum, skorar hann á yfirstjórn heilbrigðismálanna að binda ekki aðgang að þessari fullorðinsfræðslu svo þröngum skilyrð- um, að tilraunin verði fyrirfram dæmd til að misheppn- ast.“ Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum, og send heilbrigðis- og menntamálaráðuneytinu. Þess ber vissulega að geta, að þessi sjónarmið félags- ins voru öll tekin til greina, er gengið var frá skiptan þessara mála, og eins og fram hefur komið í blöðum, og félagskonur fengu kynnnt með síðasta Ljósmæðrablaði, þá hafa þessi mál verið til lykta leidd og skólinn á að hef j- ast 1. okt. n. k. og undirbúningsnámskeið i ágúst. Þessu ber okkur vissulega að fagna. Þetta er nýtt spor ljósmæðra í heilbrigðisþjónustunni, þó þær hafi um langa tíð unnið hjúkrunarstörf með fullri ábyrgð. Þessu fögn- um við alveg sérstaklega og lýsum velþóknun okkar á skilningi og störfum heilbrigðismálaráðuneytisins. Það hefur orðið að ráði, að María Pétursdóttir formaður Hjúkrunarkvennafélags Islands veiti þessu námi forstöðu. Svo sem kunnugt er, var nefnd skipuð af heilbrigðis- málaráðuneytinu, til að endurskoða ljósmæðralögin í febrúar 1971. Stjórnin leitaði eftir fréttum af gangi mála og í fram- haldi af því barst bréf frá formanni nefndarinnar, Jóhanni Gunnari Ólafssyni, þar sem þess var óskað, að stjórn Ljós- mæðrafélagsins sendi nefndinni tillögu um æskilegar breytingar á lögunum. Svaraði stjórnin þessu bréflega og fer það hér á eftir: „Stjórninni er það mikið ánægjuefni að fá tækifæri til að hafa nokkur áhrif á þær breytingar, sem gerðar verða á löggjöfinni. Væntir hún þess og telur eðlilegt að þegar

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.