Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1972, Blaðsíða 10

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1972, Blaðsíða 10
34 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ hin skipaða nefnd hefur aflað gagna og gert frumdrög að nýjum lögum, sendi hún þau til stjórnar félagsins til kynningar og umsagnar. Stjórnin telur það mikilvægt, að hún geti sent þessi væntanlegu frumdrög til landshluta- deilda L.M.F.L, sem gætu haft ýmislegt athyglisvert fram að færa, sem okkur hér í höfuðborginni er ef til vill ekki nægilega ljóst.“ Síðan hefur stjórnin ekkert heyrt frá nefndinni. Endur- skoðun laganna er brýn, af öllum ástæðum og bindur ýmis mál stéttarinnar, svo sem breytingar á lífeyrissjóði svo eitthvað sé nefnt. Það er og ástæða til að geta þess, að stjórnin var beðin af alsheriarnefnd Alþingis að gefa umsögn um þings- ályktunartillögu, um aðstoðarmenn lækna í dreifbýlinu. Fluttu hana Ingvar Gíslason og Vilhjálmur Hiálmarsson. Umsögn varðandi frumvarp þetta, sendi stjórnin í bréfi 1. marz 1972. Innihald umsagnarinnar er að fyrst og fremst beri að keppa að því að fá hjúkrunarfólk og liós- mæður til að starfa sem aðstoðarmenn lækna í byggðar- lögum landsins þar sem hvorki er læknir, ljósmóðir, eða hiúkrunarfólk, verði viðkomandi sveitarfélag hvatt til að velja sér mann til umboðs og aðstoðar lækni og verður þá að sjálfsögðu að gefa þeim manni kost á nauðsynlegum námskeiðum. Sú ósk barst frá stjórn Norðurlandsdeildar L.MF.Í. að formaður kæmi norður og ræddi hina ýmsu þætti okkar óleystu félagsmála, varð það að ráði að formaður og gjald- keri heimsæktu deildina og sæktu hiá þeim félagsfund, var hann haldinn á Akureyri 21. jan. 1972. Var fundurinn mjög vel sóttur og tókst hann í alla staði miög vel. Sama ósk barst frá formanni Suðurlandsdeildar. Þann 19. apríl s.l. fóru formaður og ritari og sátu fund deildar- innar að Hótel Selfoss. Tóku málin þar svipaða rás og nyrðra. Ung ljósmóðir þar Svandís Jónsdóttir, lýsti áhuga

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.