Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1972, Qupperneq 9

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1972, Qupperneq 9
LJÖSMÆÐRABLAÐIÐ 81 gagnfræðapróf, eða landspróf miðskóla sem undirbún- ingsnám, ættu að geta lokið hjúkrunarnámi á um tveim árum og tveim mánuðum. Sérstaka námsskrá yrði að leggja til grundvallar því námi, þar sem felldar væru úr þær námsgreinar, er þær höfðu numið og lögð meiri áherzla á hinar. Athugaðir voru möguleikar á, hvort hjúkrunarskólinn gæti tekið einn hóp ljósmæðra, sem átti þá að vera auka- hópur, og veitt honum slíkt nám. Það var rætt á fundi stjórnar skólans, en reyndist ókleift vegna skorts á hjúkr- unarkennurum. Það varð úr, að heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið tæki að sér að undirbúa og veita forstöðu hjúkrunarnámi ljósmæðra og fékk til þess fjárveitingu úr ríkissjóði. Nám- skeið var auglýst og um það sóttu 23 ljósmæður. Flestar þeirra voru með tveggja ára ljósmæðranám að baki og gagnfræðapróf eða hliðstæða menntun. Allmargir nemend- ur ljósmæðraskólans, sem áttu eftir nokkra mánuði í námi þar, sóttu einnig um þátttöku. Vegna þeirra fáu umsækj- enda, sem ekki uppfylltu æskileg inntökuskilyrði, var ákveðið að hafa 6—7 vikna undirbúningsnámskeið fyrir þá, sem þess óskuðu og inntökupróf fyrir alla inn í sjálft hjúkrunarnámið. María Pétursdóttir, hjúkrunarkennari, var ráðin til að veita báðum þessum námskeiðum forstöðu. Undirbúnings- námskeiðið hófst þann 20. ágúst s.l. og fór kennslan fram í húsakynnum ljósmæðraskólans. Kenndar voru tvær greinar, líffæra- og lífeðlisfræði og barnasjúkdómafræði. Kennslu önnuðust læknarnir Gunnlaugur Snædal, Jón Hannesson og Björn Júlíusson og auk þeirra Alda Hall- dórsdóttir, hjúkrunarkona, Ljósmæðurnar stóðust allar próf. Hjúkrunarnám þeirra hófst þann 9. okt. og í fyrstu fór það fram í húsakynnum hjúkrunarskólans og ljós- mæðraskólans, en hópurinn var stærri en upphaflega var

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.