Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1972, Page 19

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1972, Page 19
LJÖSMÆÐRABLAÐIÐ 91 1500.00, þetta skerðir ekki rétt til dvalar um aðalorlofs- tímann. Þar sem B.S.R.B. hefur umsjón með bústöðunum, yfir veturinn, ber að snúa sér til þeirra. Leigjendur fá allan rúmfatnað, en verzlunin og veitingahús er ekki starfandi. Frá stjórninni: Að gefnu tilefni vill stjórnin vekja athygli á launatöflu ríkisstarfsmanna, sem gildir frá 1/6 1972 og þá sérstak- lega vísa til mánaðarlauna og tímakaups í 14. launaflokki, sem ljósmæður fá greitt eftir. Mánaðarlaun Byrjunarlaun Eftir 1 ár Eftir 6 ár 26.770,00 28.408,00 30.046,00 Tímakaup Dagvinna Yfirvinna Vaktaálag 161,27 267,70 52,65 Kaupgreiðsluvísitala er 117,00. Launin eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og kjararáðs BSRB frá 19/12. 1970. og dómi kjaradóms frá 8/3. 1972. Dagvinnutímakaupið er ákveðið af f jármálaráðuneytinu, en ekki um það samið í kjarasamningi. Af dagvinnukaupi skal greiða 8,33% í orlofsfé. Alþjóðlegt Ijósmœðraþing I tilefni af fimmtíu ára afmæli Alþjóðsambands ljós- mæðra var haldið þing samtakanna í Washington nú fyrir skömmu. Þing þetta sóttu rúmlega 2000 fulltrúar frá 49 þjóðlöndum þar af þrír frá Islandi, þær Hulda Jensdóttir og Steinunn Finnbogadóttir frá Ljósmæðrafélagi Islands og Helga Níelsdóttir frá Ljósmæðrafélagi Reykjavíkur. Mun verða nánar skýrt frá för þessari í næsta blaði. J. J.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.