Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1975, Blaðsíða 6

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1975, Blaðsíða 6
38 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ við, hve margir félaganna leggja hug og hönd til félags- starfsins. Þetta skulum við allar muna, þegar við mælum og metum uppskeruna. Tökum höndum saman og styrkj- um samstöðuna innan félagsins, svo félagið megi verða traust stéttarfélag og beri auk þess gæfu til þess að halda uppi þeirri virðingu, sem ljósmæður hafa notið meðal þjóðarinnar. Umsögn LMFÍ um fóstureyðingafrumvarpið Eins og fram kemur í skýrslu stjórnar, óskaði Alþingi eftir umsögn formanns um fóstureyðingar, ófrjósemi- aðgerðir o. fl. Eðlilegt þykir að birta þetta í blaðinu, ekki síst þar sem málið enn enn í meðförum Alþingis. 21. janúar 1974. Með bréfi dags. 20. nóv. 1973, hefur heilbrigðis- og trygginganefnd n.d. Alþingis sent Ljósmæðrafélagi íslands til umsagnar frumvarp til laga um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemiaðgerðir. Stjórn félagsins og sú nefnd, er fjallaði sérstaklega um frumvarpið samkvæmt beiðni hins háa Alþingis, telur að hér sé um svo viðkvæmt og vandasamt mál að ræða, að vart sé hægt að bera fram fullyrðingar um, hvað sé rétt eða rangt og teljum við hvers konar alhæfingar hættu-

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.