Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1975, Blaðsíða 28

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1975, Blaðsíða 28
60 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 1974, eftir að hafa starfað nær tuttugu ár sem ritstjóri. Síðan hefði engin ritstjóri fengizt, og þar af leiðandi hefði orðið þessi dráttur á útkomu blaðsins 1974. Skorað var á Maríu Björnsdóttur að taka starfið að sér, en hún gaf cngan kost á sér til þess. Voru síðan málin rædd fram og aftur um stund og nokkrar tóku til máls. Að lokum var málinu frestað, og stjórninni falið að halda áfram að leita að nýjum ritstjóra. XIII. Kosningar: Úr stjórn á að ganga formaður, varaformaður og með- stjórnandi. Þar sem Steinunn Finnbogadóttir gaf kost á sér til endurkjörs, gerði stjórnin það að tillögu sinni að hún yrði kosin áfram sem formaður, til næstu þriggja ára. Var það einróma samþykkt. Stjórnin stakk upp á Stein- unni Guðmundsdóttur sem varaformanni og Sólveigu Matthíasdóttur meðstjórnanda. Engar fleiri uppástugur bárust, og voru þær einróma kosnar til næstu þriggja ára. Agnes Engilbertsdóttir lét af störfum esm gjaldkeri fé- lagsins vegna brottfarar af landinu. Stjórnin gerði tillögu um Guðrúnu L. Magnúsdóttur sem gjaldkera. Engar fleiri uppástungur komu, og var hún einróma kosin gjaldkeri til eins árs í stað Agnesar. Nefndarkosningar: Komu í 1. tbl. Ljósmæðrabl. 1974. Reikningar félagsins voru bornir undir atkvæði og sam- þykktir samhljóða. Önnur mál: Jónína Ingólfsdóttir frá Akranesi tók til máls. Flutti hún mjög athyglisverða frásögn um starfshætti ljósmæðra á Sjúkrahúsi Akraness. Formaður sagði frá gjöfum er félaginu hafa borizt: Gjöf frá Gísla Sigurbjörnssyni, forstöðumanni Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar, að upphæð kr. 50.000,00, sem hann gefur í þakklætisskyni fyrir ómetanlega að-

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.