Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1975, Blaðsíða 7

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1975, Blaðsíða 7
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 39 legar og villandi, svo einstaklingsbundin sem slík mál hljóta ævinlega að vera. Við viljum leggja höfuðáherzlu á það, sem reyndar kemur fram í greinargerðinni, að auk- in verði fræðsla og ráðgjöf og fyrirbyggja á þann veg ótímabæra þungun, sem leiðir til þess, að farið sé fram á fósureyðingu og teljum við fóstureyðingu. alltaf neyðar- úrræði. I greinargerðinni eru mikilvæg nýmæli varðandi þessa þætti, en framkvæmdin sker að sjálfsögðu úr um það, hvort þeir ná þeim undirtökum í málinu, sem til er ætlazt, eða verða aðeins dauður lagabókstafur. En í ljósi þess, hvað við teljum þennan þátt mikilvægan, álítum við að tilgreina þurfi nánar en gert er í frumvarpinu, á hverjum hvíli skyldan um undirbúning og framkvæmd ráðgjafar- þjónustu skv. 3. gr. Þar og einnig í 7. gr. segir, að til- tekin þjónusta og fræðsla skuli veitt, en ekki er okkur ijóst, hverjum frumkvæðið er ætlað. Staðreyndin er sú, að við erum nú og í náinni framtíð lítt undir það búin að veita þá fræðslu og ráðgjöf, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, enda beinlínis orðað svo í greinargerð frumvarpsins, að fóstureyðing skuli heimil að undangenginni félagslegri ráðgjöf, þar sem henni verður við komið, svo semjendum frumvarpsins er því greinilega ljóst, að þar muni eyður verða í. En einn þátt fræðslunnar viljum við undirstrika alveg sérstaklega, þ.e. fræðsla um ábyrgð foreldrahlut- verksins og að bætt verði félagsleg aðstoð við barnshaf- andi konur. Stjórn félagsins vill vekja athygli á, að hún telur fyllilega tímabært og sérstaka ástæðu til þess nú við gerð þessara laga, að athugað verði gildi þess og hag- kvæmni, að nckkrum fjármunum sé varið í mæðralaun fyrsta æviár barnsins í stað einhliða fyrirgreiðslu til handa mæðrum með tilkomu ýmissa opinberra stofnana. Eins og fram hefur komið, teljum við allt, er þessi mál varðar svo einstaklingsbundið, að vart sé hægt að taka svo afgerandi afgreiðslu á öllum málum sem einu, sem

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.