Ljósmæðrablaðið - 01.03.1975, Blaðsíða 27
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
59
mæðra vakti, að engin er skipuð í þessa nefnd frá Ljós-
mæðrafélagi Islands, og urðu um það nokkrar umræður.
X. Réttarstaða Ijósmœðra.
Formaður kynnti bréf dagsett 5. marz 1974, er stjórnin
sendi heilbrigðismálaráðherra fyrir hönd félagsins, sem
fjallar um réttarstöðu ljósmæðra. Bréfið er sérprentað í 1.
tbl. Liósmæðrablaðsins, 1974.
XI. Launakjör Ijósmæðra:
Formaður sagði frá því, að nú í fyrsta skipi hefði LMFl
verið samningsaðili við síðustu kjarasamninga, sem undir-
ritaðir voru 13. maí s.l. Gerði hún í stórum dráttum grein
fyrir kröfugerðinni, las síðan kröfugerðina eins og félagið
lagði hana fram til samninga við ríkisvaldið. Skýri síðan
samningana og las helztu atriði úr þeim, eins og röðun
ljósmæðra í launaflokka. Einnig greinar um hérfaðsljós-
mæður, sem nú í fyrsta sinn komu inn í samninga.
Fundarstjóri þakkaði formanni og öllum þeim sem unn-
ið höfðu að þessum samningum.
Orðið laust.
Áslaug Hauksdóttir gerði fyrirspurn um hvaða ljós-
mæður féllu undir starfsheitið deildarljósmæður, og gat
þess, að á Fæðingardeild Sjúkrahúss Akureyrar væru
engar deildarljósmæður. Formaður svaraði að aðeins væru
deildarljósmæður starfandi á fæðingargangi Fæðingar-
deildar Landspítalans, og mál hverrar stofnunar væri að
skipuleggja og meta störf þeirra og starfsheiti. Dóra Sig-
fúsdóttir sagði að á Sólvangi í Hafnarfirði væri aðeins ein
ljósmóðir á vakt í einu, og þar væru engar deildarljós-
móðurstöður.
XII. Ljósmœðrablaðið:
Formaður gat þess að frú Jóhanna Jóhannsdóttir hefði
sagt upp starfi sem ritstjóri Ljósmæðrablaðsins frá 1. jan.