Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1925, Blaðsíða 7

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1925, Blaðsíða 7
T í M A R I T V. F. I. 1925. 3 pundarann er aðeins sagt. „það er lögpundari er átta fjórðungar eru í vætt, en 20 merkur skulu í fjórð- ungi vera“. Hjer er ekkert um það talað, hvar sje þann lögþunga að finna, sem vættir, fjórðungar og merkur skuli miðast við. Líklegast er, að þeir í þessu efni hafi ætlað að byggja á útlendum þyngdarmálum, en þó hafa þeir fundið til þess, að eitthvað var þetta óvíst alt saman, því að þeir mæla svo fyrir á öðrum stað: „Gull og silfur skal vega að metum biskups, eða þeim öðrum er þar sje jöfn við“. þegar um jafn- dýrmæta hluti var að ræða sem gull og silfur, þá var ekki öðrum metum treystandi en biskupanna. Menn treystu því að biskuparnir hefðu ekki röng met, en það vantar vísbendingu um það, hvar þeir hafi átt að fá rjett met, eða hvernig þeir ættu að varðveita sín met, svo að þau breyttu eigi þunga sínum. Orðalagið „að metum biskups“ gefur átyllu til að ætla, að ákvæði þetta sje frá þeim tíma er biskupsstóll var einn á landinu; þó getur það verið yngra. þau lagaákvæði, sem hjer á undan hefir verið get- ið um, eru sögð frá því um 1200 eða fyr. Næst koma fyrir lagagreinar uni mæli og vog í Jónsbók (um 1280). Af þessum ákvæðum skal jeg aðeins nefna, að þar er sagt, að það sje fjórðungur (rúmmál), „er geri á vog 20 merkur rúgar og hrista tvisvar í keraldi og draga trje yfir“. Með þessu ákvæði er komið á sambandi milli rúmmáls og þyngd- armáls. í metramálinu er, svo sem kunnugt er, gert hið sama, munurinn samt sá, að þar er ákveðið rúm- mál af vatni (rúmdesimetri) 1 kg. að þyngd, en á ís- landi var miðað við rúmmál af rúg. Auðvitað stendur þetta í nánu sambandi við verslun með kornvöru. Rúg mátti bæði mæla og vega, er hann var seldur. í Jónsbók eru og nánari ákvæði um reislur og pund- ara, en áður voru. Ilákon konungur háleggur ljet sjer ant um, að mælir og vog væri í góðu lagi. í rjettarbót hans við Jónsbók stendur: „Einar vogir og mælikeröld ein viljum vjer að gangi um alt landið, og bjóðum vjer, að hver sýslumaður í sinni sýslu sjái þar eftir“. Og eftir rjettarbótinni frá 1314 verður það talinn þjófn- aður „ef menn verða sannprófaðir að því að stika rangt viljandi með rjettum stikum eður vega rangt með rjettum vogum eður mæla órjettilega með rjett- um mælikeröldum og verður það eyris skaði eður meiri“. þar er og þetta merkilega ákvæði: „Björg- vinar askui' mótmarkaður skal ganga til hunangs og lýsis eður sá, sem sýslumaður lætur þar eftir gera“. Mótmarkaður mun vera sama sem löggiltur, og þá er hjer í fyrsta sinn talað um löggilt mælikeröld hjer á landi. Sennilega hefir stærð asksins einnig breytst með þessu. Hjer eftir kemur langt tímabil þar sem lítið þekk- ist um brevtingar á mæli og vog. Vaðmálaiðnaðinum fer að vísu hnignandi, en samt gengur svo mikið af vaðmálum í verslun, að nauðsynlegt er að hafa rjetta alin. Hinsvegai' fer verslun með fisk vaxandi, og fer svo að fiskurinn verður aðalútflutningsvaran. Framan af var fiskur seldur eftir gildingu (og tölu) ; það er að segja aðeins þeir fiskar voru seldir, er gildir voru taldir og fiskarnir síðan taldir. Fyrst var fiskur talinn gildur, ef hann var alin í eyxarþær- um, en síðar var hann veginn, ef menn komu sjer ekki saman um gildinguna; átti vogin þá að skera úr. Venjulega voru taldir 40 fiskar í vætt en stund- um 120 fiskar = S'/ó vætt, það verða 34 fiskar í vætt. Kornmatur og fleiri nauðsynjar, sem landsmenn þurftu að kaupa voru enn sem fyr mældar í keröld- um eða tunnum. það þurfti þess vegna að gera meiri kröfur til mælis og vogar en áður. Nú fóru og aðrar þjóðir að versla hjer, bæði Englendingar og þjóð- vei'jar (Hansakaupmenn), og auðsæ hættan á því, að þeir vildu mæla með mæliáhöldum er þeir voru vanir að nota í sínu eigin landi, en eigi með íslensk- um mælitækjum. Landsmenn hafa auðvitað eigi viljað, að á sig væri hallað með röngum mæli og vog, að minsta kosti má ráða það af þeim gögnum sem nú eru til; en margt af því tæi er líklega glatað. í hinum alkunna Píningsdómi frá 1. júlí 1490 er getið „um engelska menn, að þeir skyldu mega sigla með frí í Island með rjettan kaupskap og' fals- lausan, svo og eigi síður um þýska menn þá. sem konungsins brjef hafa fyrir sjer og með rjettan kaup- skap vilja fara með svoddan tunnumál, áttunga kvartjel og' stikur, sem að fornu hefir verið hjer í landið“, o. s. frv. Iljer er eitt af aðalskilyrðunum fyrir verslunarleyfinu, að mæling sje sem að fornu, það er að segja íslenskur mælir. Aðeins tíu árum síðar varð að ítreka þetta (í dómi um sekkjagjöld 1. júlí 1500) : „Dæmdum vjer í sama dómi, að engelskir skyldu færa í landið rjett tunnu- mál og alla aðra rjetta mæling“. Bæði í þessum dómi og Píningsdómi eru það sjerstaklega tunnumálin sem menn óttast. 27 árum síðar (1527), voru samningar gerðir milli Hamborgarríkis og enskra kaupmanna af einni hálfu og Alþingis af annari hálfu, og þar játuðu kaupmenn að „hafa íslenskan pundara rjettan, og svo íslenska stiku þá sem þingmælt væri; hjer með skyldum vjer hafa rjettan mæli, þrjátigi marka áttung, tvö hundr- uð marka tunnu“. Hjer er talað um stiku þá sém þingmælt væri. Orðalag þetta er nokkuð óljóst fyrir oss nú. En það liggur næst að álykta, að annaðhvort hafi þá á þingvöllum verið einhver lögkvarði, sem landsmenn hafi átt að fara eftir við álnamál, og þá sennilega verið markaður á kirkjuvegginn eins og hinn tvítugi kvarði um ái'ið 1200, og áður hefir ver-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.