Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1925, Blaðsíða 11

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1925, Blaðsíða 11
T í M A R 1 T V. F. í. 1925. 7 aukið starfið við eftirlitið að miklum mun, og þar af leiðandi verið mikill kostnaðarauki. Hjer verða því eigi tekin dæmi upp á vond mæli- tæki, en þess skal aðeins getið. að venjulegasti gall- inn á vogum var það að þær voru svo slitnar og ryðgaðar, að þær voru mjög ónákvæmar vegna stirð- leika. pað mátti heita, að á sumar af þessum vogum væri eigi hægt að vigta, því að jafnvægisstaða þeirra breyttist eigi nema við mikinn þyngdarmun, enda vissu eigendurmr jafnaðarlega, að þær voru vondar, en samt voru þetta eigi verstu vogirnar. Sumar vökru vogirnar voru miklu varasamari, því að þær vógu rangt eigi síður en hinar, en menn höfðu yfirleitt á þeim hina mestu tröllatrú, af því að þær voru vakrar. Sú skoðun var ótrúlega almenn, að vog hlyti að vega rjett, ef hún væri vökur, en jeg býst við að starf löggildingarstofunnar hafi borið þann árangur, að margir geri nú mun á vakurri vog og rjettri vog. Vogirnar vógu oft 1% til 3% rangt og þá ávalt á sama veg hver vog, en nokkrar vogir höfðu þó ennþá meiri skekkju, jafnvel 9% og þar yfir. Sjerstök tegund af borðvigtum (Roberval), sem var talsvert mikið notuð hjer, hafði þann galla, að þegar vogin fór að slitna, vóg hún mjög rangt, jafnvel upp í 20%, og gat sá, sem vóg, jafnan ráðið því, á hvorn veginn hún vóg rangt. Fyrir þann, sem vildi svíkja á vog, var þessi tegund voga einkar hentug, því að það mátti jafnt svíkja á henni við útvigt sem innvigt. Engin dæmi vissi jeg þess að eigendur þessara voga þektu þessa eiginleika þeirra, en þeir munu hafa keypt þær, af því að þær voru ódýrari en aðrar vogir. Löggildingarstofan bannaði notkun þessara voga. Skekkjan á metunum var einnig töluverð, og svo að segja ávalt á þann veginn, að metin voru of ljett. Sjerstaklega voru hin gömlu pundalóð og kvintalóð skökk, stundum svo að munaði nokkrum prósentum. Eftir því sem metin verða eldri, er meiri hætta á því, að þau verðii of ljett vegna slits. Jeg hefi af þeirri reynslu, sem fjekkst þrjú fyrstu árin, reiknað út hve mörg af 100 metum mætti búast við að væru nothæf eftir 1 til 11 ár og sýnir eftirfarandi tafla niðurstöðuna. Nothæf eftir ] ár 2 ár 3 ár 4 ár 5 ár (i ár 7 ár S ár 9 ár 10 ár 1) ár Af 100 járnm. 96 92 87 83 78 74 70 65 60 55 51 Af 100 kopa-r. 100 98 95 92 89 8f> 83 79 75 71 66 Koparmet endast því eins vel í 7 ár og járnmet í 4 ár. Yfirleitt var skekkjan minst á kvörðum og mæli- keröldum, nema þegar sjerstaklega stóð á. það kom fyrir, að pott-mál voru notuð í stað lítra-mála, og er á þeim rúmmálum meira en 3% munur. það er orðið alkunnugt, að síldarmál voru sumstaðar langt um of stór, mesta skekkja þar tæp 20%. Útgjöld ríkissjóðs vegna löggildingarstofunnar þessi ár, sem hún starfaði, hafa orðið: Árið 1918............ kr. 1868,95 — 1919 ............... —18684,67 — 1920 ............ — 7443,30 — 1921............. — 8191,73 — 1922 ............ — 6840,80 — 1923 ............ — 5440,00 — 1924 ........... — 5244,00 Samtals öll árin kr.53713,45 Árið 1922 endurgreiddi löggildingarstofan í ríkis- sjóð kr. 2000.00 og við nýár 1925 mátti meta eignir stofunnar kr. 25000.00. Hin raunverulegu útgjöld ríkissjóðs hafa því verið um 27 þúsund krónur á þeim 6 árum, sem hún starfaði, eða 4(4 þúsund að jafnaði á ári. Löggildingarstofan hafði auk þess, sem ríkissjóð- ur lagði til, tekjur af 1) löggildingu, 2) eftirliti og 3) sölu mælitækja og vogaráhalda. Hjer fer á eftir yfirlit yfir þessar tekjur um þessi 6 ár. Allar þess- ar tekjur eru taldar brúttó, það er að segja, skrit- stofukostnaður, mannahald, ferðakostnaður o. fl. er eigi frá dregið tekjunum. Tekjur af löggildingu eftirliti sölu alls Árið 1919 kr. 2889,35 299,60 2836,45 6025,40 — 1920 9951,20 6854,10 11646,11 28451,41 — 1921 9281,95 5376,80 9291,11 23949,86 — 1922 6784,15 6954,30 6405,55 20144,00 — 1923 — 3354,75 1909,50 5154,36 10418,61 — 1924 2330,50 2268,05 3825,51 8424,06 Alls á 6 árum 34591,90 23662,35 39159,09 97413,34 1. júní 1920 voru gjöld fyrir löggildingu og eftir- lit hækkuð, en voru aftur lækkuð 1. júní 1923. Með fram þess vegna eru tekjur bæði af löggildingu og eftirliti hærri á árunum 1920—1922 en hin árin. Ef við aðalupphæðina er bætt því, sem ríkissjóð- ur hefir lagt til löggildingarstofunnar, en eignir hennar aftur dregnar frá, hefir löggildingarstofan kostað landsmenn í 6 ár um 124 þúsund krónur, eða rúmar 20 þúsund krónur á ári. Samt þyrfti, ef rjett skyldi vera, að draga frá þessari upphæð nokk- ur þúsund krónur. í fyrsta lagi vegna þess, að lög- gildingarstofan, af því að hún hafði einkasölu á ís- landi, naut sjerstakra kjara við innkaup á mæli- tækjum og vogaráhöldum, og nokkuð af tekjum á sölu mælitækja og vogaráhalda stafa frá þessum af- slætti, og í öðru lagi af því að landsmenn greiddu nú engin löggildingargjöld til erlendra stofnana. þetta tvent met jeg, lágt reiknað, 16 þús. kr. á 6 árum.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.