Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1925, Blaðsíða 12

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1925, Blaðsíða 12
8 T í M A R I T V. F. í. 1925. Löggildingarstofan lagfærði nijög mörg gömul vog- arlóð og löggilti að nýju, en eigi hefi jeg til skrá yfir tölu þeirra. Áður þektist það eigi hjer á landi, að gömul met væri leiðrjett; og eigi veit jeg til þess, að þau hafi verið send til Danmerkur til leiðrjett- ingar. Meðferð á mælitækjum hefir einnig batnað töluvert fyrir áhrif löggildingarstofunnar. Áður var lítið um það skeytt, þótt jámmet ryðguðu, og yfir- leitt ekki farið betur með þau en hamra og önnur slík áhöld, en ryðhættan meiri, vegna þess að metin blotnuðu oft af saltvatni. Hjer á landi var engin smiðja eða verkstæði, þar sem vogir væru smíðaðar og gert við gamlar vogir, svo að þær mættu góðar teljast. Selstöðuverslan- irnar dönsku höfðu margar þann sið að senda vogir sínar við og við til Kaupmannahafnar til aðgerðar og sumar íslenskar stórverslanir tóku þenna sið upp eftir þeim, en er verslununum fjölgaði og þær urðu smærri, lagðist þessi venja niður, og í þess stað var farið með bilaðar vogir til járnsmiða, en þar eð járnsmiðir höfðu yfirleitt enga sjerþekkingu í viðgerð voga, var aðferð þeirra næstum eingöngu í því fólgin, að bækla eða að smíða að nýju þá hluti, sem brotnir voru, og gera vogirnar vakrar. Viðgerðir þessar voru ódýrar og eigendur voganna voru ánægðir með þær, því að vogirnar urðu vakrar-. En það vandasam- asta og kostnaðarsamasta við viðgerðina var þá eft- ir, en það var að fá vogina til að vega rjett. Fæstir munu hafa haft kunnáttu til þess, og eigendurnir gerðu heldur ekki sjerstaklega kröfu til þess. En löggildingarstofan varð að krefjast þess, að vogirnar væru rjettar, er við þær hafði verið gert. það gat ekki komið til mála að senda allar vogir, sem aðgerða þurftu við, til útlanda til viðgerðar, og með því að járnsmiðir í Reykjavík voru ófúsir til að taka að sjer viðgerð á vogum, þar eð því fylgdi nokkur aukakostnaður í byrjun og aukafyrirhöfn, en hins vegar nóg um aðra vinnu um það leyti, er löggild- ingarstofan tók til starfa, þá áleit jeg, að ekki yrði hjá því komist að setja upp viðgerðar-verkstæði í í sambandi við stofuna. Verkstæðið útheimti af mjer sjálfum mikið aukastarf, einkum framan af, meðan þeir, sem á því unnu voru óvanir; en þó að þetta starf mitt væri ókeypis, urðu viðgerðirnar samt miklu dýrari en þær höfðu áður verið, er aðeins var um það hugsað, að gera vogirnar vakrar, enda var verkið nú miklu meira og vandasamara, svo sem áður er sagt. Af því að viðgerðirnar þóttu dýrar varð verkstæðið eigi vin- sælt. Verkstæðið var lag-t niður í janúar 1928, því að þá tók Ásgeir Jónsson, er alllengi hafði unnið á verkstæðinu, að sjer að halda uppi vogarverkstæði. Fjárhagslega hafði löggildingarstofan hvorki hag nje tap af verkstæðinu, þegar litið er á allan tímann. Tekjur af verkstæðinu eru eigi taldar í yfir- litinu yfir tekjur löggildingarstofunnar hjer að framan. það var eigi við því að búast, að löggildingar- stofan yrði vel liðin af verslunarmönnum að minsta kosti fyrst í stað, þar eð þeir höfðu eigi vanist neinu eftirliti með mæli þeirra og vog áður, og sumir kunnu því illa, að þeim var sýnt fram á, að þessi tæki þeirra væru eigi í rjettu lagi. Auk þessa hafði þetta nokkur útgjöld í för með sjer fyrir verslanirnar. En mikið af þessum kostnaði var eigi nema yfirbót fyrir margra ára vanrækslu á viðhaldi mælis og vogar. þegar lag hefði verið komið á þessi tæki og með- ferð þeirra verið nærgætileg, þá hefði kostnaðurinn fyrir hverja verslun orðið tiltölulega mjög lítil. í hinu sögulega yfirliti hjer að framan er þess getið, hvernig landsmenn hafa átt í vök að verjast með að halda rjettum mæli og vog í landinu og oft borið skarðan hlut í viðskiftum sínum, af því að hið opinbera eftirlit með þessu var eigi sem skyldi. Og þó er vafalaust ótalið margt, sem vert hefði verið að minnast á. Veldur því bæði fáfræði mín í sögunni, og svo munu einnig ýmiskonar rangindi í mæli og vog vera óskráð og nú gleymd. Páll lögmaður Vídalín hefir fært rök að því, að hin forna íslenska alin hafi verið styttri en sú alin, sem um hans daga (um og eftir 1700) var kölluð íslensk alin, en í rauninni var Hamborgar alin. Eng- ar sögur fara af því mjer vitanlega, hve nær þessi breyting varð, en geta má nærri, að erlendir kaup- menn hafi eigi farið að smeygja hjer inn alinmáli sínu, nema þeir hafi sjeð sjer einhvem hag í því, og liggur nærri að setja það í samband við vaðmála- verslun landsmanna. Kaupmönnum var það hag'ur að hafa lengri alin, er þeir keyptu vaðmál lands- manna, en lengi var alt verðlag miðað við vaðmáls- alinina. Jeg hefi einnig fundið líkur til þess, að íslenska mörkin á ofanverðri 16. öld hafi verið þyngri, en hin forna mörk. Ef til vill stendur þessi breyting þá í einhverju sambandi við stóru vogarlóðin, sem Otti Stígsson sagði, að Hamborgarar notuðu hjer á landi; en hvort heldui' svo er eða ekki, þá munv kaupmenn hafa flutt inn i landið stærri vogarlóð vegna þess, að þeir hafa grætt á því, og því mun þessi breyting á þungaeiningunni hafa orðið á þeim tímum, er fisk- urinn var aðalútflutningsvara landsmanna og var t.ekinn eftir vog, en eigi eftir igildingu. það er eigi unt að giska á, hve mikið landsmenn hafa tapað á því, að lengdarmálið og þyngdarmálið hefir breytst, og það líklega án þeirra vitundar og vilja, það eina sem hægt er að fullyrða er, að þeir hafa tapað á breytngunni og það stórkostlega. það er að vísu eigi hætt við, að þetta endurtaki sig ná- ■

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.