Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1925, Blaðsíða 9

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1925, Blaðsíða 9
T í M A R I T V. F. í. 1925 5 þeirri skoðun, að sýslumenn hefðu löggilt mæltæki og vogaráhöld fyrir verslanir, en svo sem augljóst er af tilskipuninni frá 1784 er þessi skoðun ekki rjett. Tilskipun um verslunarvog á íslandi frá 1865 breytti tilskipuninni frá 1784 að því leyti, að tekið var upp tugamál í vog, en frumeining þess, pundið, hjelst óbreytt. Lög frá 16. nóv. 1907 um metramæli og vog breytti mælieiningunum algerlega, því að þá var lög- leitt metrakerfið nema við mælingu skipa og við vigt dýrra málma. En þessi lög gerðu enga breytingu á löggildingu og eftirliti með mæli og vog í landinu. I Danmörku hafði samt sú breyting á orðið, að staðarvaldið í Kaupmannahöfn hafði eigi lengur æðstu umisjá með Justerkammerinu, heldur varð Justervæsenet, eins og það nú nefnist, sjerstök ríkis- stofnun. þessar breytingar á löggildingunni í Dan- mörku voru aldrei löglega viðurkendar að ná til Is- lands, en í framkvæmdinni mun svo hafa verið litið á, að rjettindi staðarvaldsins til að löggilda mæli- tæki og vogaráhöld fyrir íslenskar verslanir hafa flutst til Justervæsenet danska og þau tæki, sem það hefði löggilt, mætti rjettilega nota við verslanir hjer á landi. þessi óvissa var í rauninni óþolandi, lagafyrirmæl- in hjer að lútandi þurftu að vera skýr. En úr því að átti að setja lög um þetta, þá komust menn að þeirri niðurstöðu, að rjettast væri, að löggildingin væri ís- lensk. þingsálykunartillaga í þessa átt var samþykt 1911, og átti stjórnin að undirbúa málið. En er ekkert varð úr því, var aftur á Alþingi 1915 samþykt þings- ályktun, þar sem skorað er á stjórnina að leggja fyrir næsta reglulegt Alþingi frumvarp til laga um rjetting (löggilding) á mótmerkingu (justeringu) á mæli og vog og um rannsókn og eftirlit með mæli og vog í landinu. þetta hreif. Stjórnin lagði fvrir Al- þingi 1917 frumvarp til laga um mælitæki og vogar- áhöld, sem var samþykt með litlum breytingum. í þessum lögum (Nr. 78, 14. nóv. 1917) var ákveð- ið að sett sk.vldi verða á stofn innlend löggildingar- stofa í Reykjavík, er hefði á hendi a) stimplun og löggildingu mælitækja og vogarálialda, b) einkasölu á stimpluðum og löggiltum mælitækjum og vogar- áhöldum og c) verklegt eftirlit með mælitækjum og vogaráhöldum. Lögin gengu í gildi 1. jan. 1919. Eaustið 1918 var það afráðið, að jeg tæki við for- stöðu löggildingarstofunnar. Stjórnarráðinu var auð- sjáanlega áhugamál, að stofan gæti sem fyrst til starfa tekið, þvi að þótt jeg væri því meðmæltur, að stofnun löggildingarstofunnar yrði frestað, þar til sumarið 1919, ákvað stjórnin það, að jeg skyldi koma suður þá þegar um haustið, til þess að undirbúa stofnun stofunnar. Jeg lagði af stað frá Akureyri 6. nóv. 1918 og kom til Reykjavíkur 14. nóv., einmitt á þeim tíma er spánska veikin geisaði sem mest. Tafði það tals- vert framkvæmdir mínar. Ófriðnum mikia lauk urn sama leyti, en samt sem áður voru ennþá miklar hömlur í öllum samgöngum við útlönd. Löggildingar- stofan gat því ekki tekið opinberlega til starfa fyr en í apríl'; 12. þess mánaðar fór fram fyrsta löggild- ingin. Fy>'stu og helstu skilyrðin til þess að geta vitað, hvert önnur mælitæki sjeu rjett, er að hafa til sam- anburðar tæki, sem menn vita með áreiðanlegri vissu, að eru rjett. Eitt af því fyrsta var þess vegna að leggja drög til þess að fá þessi frummælitæki. Fyrir góðfúslega milligöngu Próf. K. Prytz, sem þá var prófessor í eðlisfræði við fjöllistaskólann í Kaupmannahöfn, fjekk jeg fyrstu frummælitækin að láni í Kaupmannahöfn, sum frá Polyteknisk Lære- anstalts fysiske Laboratorium og sum frá Justervæs- enet danska. þessi próftæki voru: kílógramsmet gylt, hálfmetri úr messing og lítramælar úr messing. Tæki þessi voru prófuð nákvæmlega af Dr. J. N. Nielsen á fysisk La- boratorium áður en þau voru send. Síðar voru keypt tæki frá A. Collot, C. Longue & Cie í París í þeirra stað og var lánstækjunum skilað aftur haustið 1920. Grundvallartækin eru nú: 1) kílógramsmet úr baros og er það geymt í koparhylki; met þetta er mjög fallegt. Verksmiðjueigandinn í París ljet prófa það áður en það fór, og reyndist það 3,2 rng. of þungt í lofttómu rúmi. Jeg bar það síðan saman við met það hið gylta, er prófessor K. Prytz hafði lánað og fann nákvæmlega sömu þyngdina. 2) meti'i úr messing; jeg' prófaði hann í Kaupmannahöfn haust- ið 1920 og reyndist hann 0,05 mm. of stuttur. Kvarði þessi er ekki svo góður sem skvldi, en gert var ráð fyrir að hann væri nægilegur fyrst um sinn, meðan engar horfur eru á, að hjer verði gerðar mjög ná- kvæmar lengdarmælingar. Svo var ráð fyrir gert, að baros-metið yrði eigi notað nema svo sem 10. hvert ár eða sjaldnar, til þess að bera saman við þau met úr messing, sem einnig eru vandlega geymd og eigi til annars notuð en samanburðar við þau prófmet, sem daglega eru notuð við löggildingu og prófun á þeim metum, sem verslanir nota. Á þennan hátt fæst trygging fyrir því, að grundvallarþunginn, 1 kílogram, helst óbreytt- ur um afarlangan tíma; annars er mjög hætt við því að kílogrömmin smáljettist og öll þyngdarmæl- ing verði skökk með tímanum. þrjár vogir voru notaðar daglega við prófun á þeim metum, sem löggilda átti; ein fyrir 50 g. og ljettari met, önnur fyrir 100 g. til 2 kg. og hin þriðja fyrir 5 kg. til 20 kg. þrjár aðrar vogii' ennþá fínni voru hafðar til þess að geta borið prófmetin,

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.