Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1925, Blaðsíða 14

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1925, Blaðsíða 14
10 T í M A R I T V. F. í. 1925. mæli þeirra og fyrir hið ,,vakra“ ávarp er vjer hefð- um sent þeim. þá var lesið upp nefndarálit bókasafnsnefndarinn- ar og skýrði Steingr. Jónsson það. Nokkrar umræð- ur urðu, og að þeim loknum gat varafoiTnaður þess að tillögur nefndarinnar yrðu lagðar fram til endan- legrar samþyktar á aðalfundi í næsta mánuði. Síðan flutti þorkell þorkelsson fróðlegt erindi um sögu mælis og vogar og löggildingu þeirra, sjerstak- lega hjer á landi; síðan um störf löggildingarstof- unnar þau sex ár, sem hún starfaði. Nokkrar umræður urðu á eftir. Að lokum fór varaformaður lofsamlegum orðum um starf fyrirlesarans á þessu sviði og þakkaði hon- um erindið. 9 7. f u n d u r V. F. í. — Aðalfundur — var hald- inn á öskudaginn 25. febr. 1925 kl. 7 síðdegis hjá Rosenberg. Fundurinn hófst með venjulegu borð- haldi og sátu hann 10 fjelagsmenn. Formaður setti fundinn og tilnefndi Dr. Ól. Dan- íelsson fundarstjóra. þá gaf formaður skýrslu um starfsemi fjelagsins á síðastliðnu ári. 2 fjelagsmenn hafa bætst við á árinu, þeir Ól. Daníelsson dr. phil. og Árni Pálsson cand. polyt., eru þeir því alls 28, þar af 8 í Kaup- mannahöfn, 1 í þýskalandi og 1 í Brasilíu. 7 fjelags- fundir hafa verið haldnir á árinu og 6 ermdi flutt á fundum. Stjórn fjelagsins hefir haldið 9 fundi og haft til meðferðar 2 gerðardóma: Annan milli bæjarstjórn- ar og verkfræðings, varð sætt í málinu og það þar með útkljáð. Hinn milli landsímans og Ormsbræðra Voru þeir Steingr. Jónsson og Ólafur Th. Sveinsson skipaðir í dóminn með Birni þórðarsyni sem for- seta. Varð einnig sætt í málinu. Nefndir: Steingr. Jónsson var af fjelagsins hálfu kosinn í nefnd til þess að athuga og koma fram með tillögur um bókasafnið. Steingr. Jónsson og Geir G. 7,oega höfðu vei’ið skipaðir í nefnd til þess að semja frumvarp um rafmagnsvirki. Var frumvarpið falið á hendur fjár- málaráðherra til fyrirgreiðslu, en hefir ekki komið fram ennþá. Formaður, M. E. Jensen og Ólafur Th. Sveinsson vjelfr. höfðu verið skipaðir í nefnd til þess að semja frumvarp um eftirlit með vjelum á landi. Álit var ekki komið frá nefndinni enn. Orðanefnd fjelagsins hefir nú tekið verslunarmál- ið til meðferðar; sem sjerfræðing á því sviði hefir Verslunarráðið kosið Garðar Gíslason til þess að starfa með nefndinni. Út af verðlaunatilboði frá fjölvirkjaskólanum í Kaupmannahöfn hefir fjelagsstjórnin skrifað út- gerðarmannafjelaginu og alþingi um fjárframlög til þess að láta rannsaka iðnað í sambandi við fiskiveið- arnai', sjerstaklega lýsisiðnaðinn. Stjórnin hafði sent heillaóskaskeyti til verkfræð- ingafjelagsins norska á 50 ára afmæli þess; einnig mætti formaður við hátíðahöldin fyrir fjelagsins hönd. þá gaf gjaldkeri skýrslu um fjárhag fjelagsins og gat þess jafnframt, að reikmngarnir væru ekki full- gerðir af því að dráttur hafi orðið á útkomu tíma- ritsins. Var samþykt að fresta reikningunum til næsta fundar. þá var kosið í stjórn. Ritari átti að ganga úr en var endurkosinn til næstu þriggja ára. Endurskoð- endui' voru endurkosnir, þeir 0. Forberg og Sigurður Thoroddsen. þá var bókasal'nsmálið tekið fyrir. Eftir nokkrar umræður var samþykt að stofna sjálfstætt iðnbóka- safn upp úr bókasöfnum Verkfræðingafjelagsins, Tðnaðarmannfjelagsins og Iðnfræðafjelagsins og nánari reglur um skipulag og tillög til bókasafnsins. Var málinu því næst vísað til hinna fjelaganna. þá skýrði Trausti Ólafsson frá því, að sjávaraf- urða-iðnaðarmálið niundi hafa strandað hjá útgerð- armannafjelaginu. Var samþykt að fela stjórn f.je- lagsins að hrinda málinu áleiðis. þá var haldið uppboð fyrir húsnæðissjóð og komu inn 115 krónur. 9 8. f u n d u r V. F. I. var haldinn föstudaginn 27. mars 1925 kl. 7 síðd. hjá Rosenberg. Formaður setti fundinn og stýrði honum. Á eftir venjulegu borðhaldi flutti Gísli Guðmundsson gerlafræðingur fróðlegt erindi um rannsóknir á vatni í Reykjavík og í sundlaugunum. Birtist væntanlega útdráttur úr erindinu á öðrum stað í tímaritinu. 6 fjelagsmenn voru á fundi auk fyrirlesara, er var gestur fjelagsins. 9 9. f u n d u r V. F. í. var haldinn miðvikudagi- inn 29. apríl 1925 kl. 7 síðdegis hjá Rosenberg. For- maður setti fund og stýrði. Að loknu borðhaldi voru reikningar fjelagsins samþyktir ásamt tillögu endurskoðenda um að úti- standandi skuldir yrðu eftirleiðis færðar þannig á aðalreikningnum að glögt yfirlit fáist yfir það hvern- ig þeim líði frá ári til árs. Ennfremur var samþykt tillaga um það, að hafa reikninga Tímaritsins sjer- staka en ekki í aðalreikningi fjelagsins eins og hing- að til. þá var stjórninni falið að undirbúa næsta fund fjelagsins, sem yrði 100. fundurinn, eftir því sem henni þætti best við eiga. Síðan flutti Trausti Ólafs- son fróðlegt erindi um nýjustu þróun atómukenn- inganna, sjerstaklega kenningu Bohrs. Nokkrar um- ræður urðu á eftir. 12 fjelagsmenn voru á fundi.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.