Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1925, Blaðsíða 13

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1925, Blaðsíða 13
T í M A R I T V. F. í. 1925. 9 kvæmlega aftur, en samt sem áður er það þess vert, að nákvæmar gætur sjeu á því hafðar, að mál og vog landsmanna haldist rjett. Á hinum 6 starfsárum löggildingarstofunnar 1919—1924, námu útfluttar vörur að verði 369 mil- jónum króna, og af þessari upphæð býst jeg við, að tæpar 300 milj. kr. hafi fengist fyrir vörumagn sam- kvæmt íslenskri vog. Til þess þó að vera viss vil jeg gera þessa upphæð 250 milj. kr. Vogarskekkj a sem væri 1 o/00 (1 af þúsundi), breytti þessari upphæð um 250 þús. krónur, sem er meira en helmingi hærri upphæð, en kostnaðurinn allur var við löggildingar- stofuna á þeim sama tíma. En það má búast við 4 °/oo skekkju, ef eftirlitið með vogartækjunum er ljelegt, og þá verður tapið 1 miljón króna á þessum út- fluttu vörum.Á hinn bóginn er ekki hætt við, að vjer græðum til lengdar á vondri vog, því að ef viðskifta- mennirnir erlendu yrðu varir við, að lakt væri vegið hjer, hættu þeir alveg að viðurkenna íslenska vog, og þá er hætt við að stundarhagnaðurinn hyrfi og meira til. Hjer er um að gera, að hvorki sje of eða van. Hjer er óþarfi að meta það, hvers virði það er, að mælir og vog sjeu rjett til þess að tryggja rjett viðskifti manna á meðal í landinu; jeg vil þó geta þess, að reynsla mín undanfarin ár, bendir helst á það, að rjettlátt eftirlit, sem gengur jafnt yfir háa sem lága, fáist ekki, nema eftirlitsstofnunin sje ein í landinu. Löggildingarstofan hefir orðið fyrir talsverðum aðfinslum, en jeg hefi leitt þær hjá mjer, án þess að svara þeim; að gefnu tilefni vil jeg samt geta þess, að enginn hefir getað sannað, að þau tæki hafi verið rjett, sem löggildingarstofan taldi röng. Fjelagsmál. Fundahöld: 9 3. f u n d u r V. F. I. var haldinn miðvikudaginn 1. okt. 1924 kl. 7 e. h. Fundurinn hófst með venju- legu borðhaldi og sátu það 14 fjelagsmenn. Formað- ur setti fund og stýrði. Eftir borðhald flutti Steingr. Jónsson rafmagsstjóri fróðlegt erindi um rekstur Rafmagnveitu Reykjvíkur árin 1922 og 1923. Er það birt á öðrum stað í tímaritinu. 9 4. f u n d u r V. F. í. var haldinn hjá Rosenberg í Pósthússtræti 7 miðvikudaginn 19. nóv. kl. 7. e. h. Formaður setti fund og stýrði. Venjulegt borðhald á undan og bauð þá foimaður nýkominn fjelags- mann, Árna Pálsson verkfræðing, velkominn á fund. Formaður skýrði frá að Verkfræðingafjelagið norska hefði sent hingað tilkynningu um að 50 ára afmæli þess yrði haldið hátíðlegt 7.-9. des. í ár, og jafnframt boðið fulltrúa frá oss að mæta við þau hátíðahöld. Gat formaður þess, að hann mundi sjálfur geta kom- ið því við að mæta fyrir fjelagsins hönd og að stjórn fjelagsins hefði ákveðið að senda skrautritað ávarp til afmælisbarnsins. þá gat hann þess að bókasafn fjelagsins væri í húsnæðisvandræðum og að litlum notum, og hefði því verið hreyft að sameina það bókasöfnum Iðnfræðafjelagsins og Iðnaðarmannafje- lagsins. Iðaðarmannafjelagið hafði þegar kosið 1 mann í væntanlega sameiginlega nefnd úr öllum fje- lögum. Lagði hann til að V. F. í. kysi annan mann í nefndina. Var það samþykt og Steingr. Jónsson kosinn. Að lokinni máltíð flutti þorkell þorkelsson cand. mag. fróðlegt erindi um hið forna tímatal.Var það kafli úr ritgerð, er hann hefir í smíðum og síðar mun korna á prenti. Nokkrar umræður urðu á eftir. 14 fjelagsmenn voru á fundi. 9 5. f u n d u r V. F. í. var haldinn miðvikudag- inn 3. des. 1924 kl. 7 síðdegis hjá Rosenberg. For- maður fjarverandi, en varaformaður gat ekki mætt vegna veikinda móður sinnar. Ritari setti fundinn og stakk upp á Steingr. Jónssyni sem fundarstjóra; var það samþykt. Fundarstjóri skýrði frá því að að stjórn fjelagsins hefði í huga að reyna að útvega fje til þess að láta rannsaka skilyrði fyrir teknisk- kemiskum iðnaði í sambandi við fiskiveiðar vorar. Gæti það þá ef til vill orðið til þess að einhver vildi taka þátt í verðlaunasamkepni þeirri, er fjölvirkja- skólinn í Kaupmannahöfn hefði efnt til. Voru fje- lagsmenn þeirri hugmynd fylgjandi. þá flutti Jón þorláksson fjármálaráðherra eftirtektarvert og fróð- legt erindi um lággengið og var það útdráttur úr bók, er hann hefir í smíðum, og sem var að koma út. Nokkrar umræður urðu á eftir. 14 fjelagsmenn voru á fundi. 9 6. f u n d u r V. F. I. var haldinn miðvikudaginn 21. jan. 1925 kl. 7 síðdegis hjá Rosenberg. Varafor- maður setti fund og stýrði. Skýrði hann frá því að stjórn fjelagsins hefði leitað umsagnai' Efnarann- sóknarstofu ríkisins um rannsókn á teknisk-kemisk- urn iðnaði, er getið var um á síðasta fundi, og sent þá umsögn með brjefi til útgerðarmannafjelagsins. Einnig skýrði hann frá því að þakkarávarp hefði komið frá norska verkfræðingafjelaginu fyrir þátt- töku formanns vors í hátíðahöldunum á 50 ára af-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.