Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 08.12.1928, Blaðsíða 3

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 08.12.1928, Blaðsíða 3
Hagnýting á hveraorku. Erincli flutt á fundi V. F. í. 28. nóv. 1928 af Ben. Gröndal verkfræðingi. Þegar ræðir mn hagnýtingu á hveraorlcu, eru tvær leiðir, sem l'ara niá; önnur er sú, að nota þá gufu og lieita vatn, sem streymir upp uni yfirborð jarðar, án þess að gerðar sjeu neinar sjerstakar ráðstafanir til þess að ná því uj)p. Hin er sú, að bora djúpar liolur niður i hitalögin, og á þann hátt niynda nýja hveri. Síðari aðferðin er auðvitað kostnaðarsaniari, þar eð hún útheimtir dýrar hor- vjelar, cn er aftur á nióti í flestum tilfellum trvgg- ari, ef ræðir um meiri háttar virkjun. Hin aðferðin kemur nær eingöngu lil greina, þegar ræðir um smærri hitanir. Það eru ekki ýkjamörg ár,síðan augu mannahjer á landi o])iiuðust fyrir verðmæti allra þeirra lieitu lauga og livera, sem dreift er hjer út um allar sveit- ir hjá okkur. Það má reyndar vera, að margir liafi haft hugboð um, að þennan liita mætti nota, og talað um það, en lil framkvæmda hefir ekki kom- ;ið, svo miklu nemi. Einhver fyrsta tilraunin, sem gerð var lil þess að nota laugahitann til húsahit- unar, niun hafa verið á Reykjum í Mosfellssveit. Yar það árið 1907, að vatn var leitt frá svonefndum Amsterdam-hver og inn i húsið. Var notuð til þess 1" pípa, og lögð lítið eða ekkert einangruð í mold- ina. Hverihn er um 75° heitur, og vatniö kólnaði víst niður í ea. 00° á leiðinni, og gat aðeins hit- að neðri hæð hússins, þar eð hverinn lá ekki nægi- lega hátt lil þess, að vatnið fylti ofn á efri hæðinni. Þessi hilun liefir verið þarna óbrevtt, þangað ti) fvrir ári siðan, þá vár lögð ný 2" pípa frá hvern- um til lnissins, og liún einangruð með gjalli. Var þá seltur upp dálítill ketill í kjallara og innan í honum var miðstöðvarofn. Iiveravatnið strevmdi gegnum miðstöðvarofninn og liitaði með því móti vatnið i katlinum, sem síðan rann í hring, eins og í venjulegri niiðstöð, og hitaði ii])p efri hæð bygg- íngarinnar. Þegar vatnið var búið að hila húsið, var því veitl út i fjósið og látið hita það uj)p. - Pipa sú, sem legið hafði frá livernum lil hússins í 20 ár, var söguð i sundur, og lcom þá í ljós að hún var eins hrein að innan eins og liún hefði ver- ið sett niður deginum áður. Hvergi var vottur af hverahrúðri né kisil. Nokkrum árum siðar mun liafa verið gerð fyrsta tilraunin lil þess, að nota gufuna til hitunar og suðu, og var það á Sturlureykjum í Reykholtsdal i Borg- arfirði. Var hvgt yfir hverinn og gufan leidd heim í hæinn, sem er rétt hjá, eftir steinsteyptum stokk, og síðan inn í ofna og suðuhólf. Næsta hitunin mun vísl hafa verið að Álafossi, og var það stærsta hit- unin, sem gcrð Iiafði verið. Var hún og eftitektar- verð að því levti, að vatnið var þar leitt alllanga vegalengd, ea. 1100 metra, og kólnar það ekki nema 5—0° á þcirri vegalengd, enda þólt einangrun píp- unnar sé fremur ófullkomin. Utan um pípuna er ca. 15—20 mm. þykt mólag, og vafið um það pappa- lagi, og siðan gerður garður um leiðsluna. Á síðari árum hefir farið nokkuð i vöxt þessi notkun á hver- unum til hitunar, en ennþá er þó fljótgert að telja upp j)á bæi, sem nota sjer þessi hlunnindi. 1 Borgarfirði eru aðeins finmi hæir með hverahit- un: Sturlurevkir, Ivleppjárnsrevkir, Deildtartunga, Kjalvararstaðir og Revkholt. Á Kleppárnsreykjum, sem er læknisbústaður, er vatni frá hvernum veitt inn i kjallarann og hitar þar miðstöðvarvatn á sama Iiátt og gert er á Reykjum i Mosfellssveit. Aftur á móti er kjallarinn hitaður með því, að láta sjálft hveravatnið renna gegnuin ofnana. Áður hafði ver- ið reynt að hita efri hæð hússins með gufu, en sú lögn hafði mistekisl og ])ípurnar fyltusl brenni- steinssora. Yl'ir liöfuð mun það mjög varhugavert, að ætla sér að hleypa hveragufu inn í pípukerfi. í Deildartungu er einn af stærstu hverum á land- inu og nefndur Tunguhver. Hann liggur ca. 600 metra frá bænum, og miklu neðar. llefir bóndinn i Deildartungu sýnt mikla elju og þolinmæði við að beisla hver þennan og komá liita úr honum lil húsa. Bvgði hann fyrst vfir liann mikla steinkassa, — og var það alls ekki hættulaust verk, — reyndi síðan að leiða gufu til húss i 4" pípum. En frá- gangur var ekki nógu vandaður. Pipurnar voru úr pjátri og lítið sem ekkert einangraðar, áður en

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.