Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1906, Blaðsíða 6

Freyr - 01.05.1906, Blaðsíða 6
66 FREYR. Allur styrkurinn til búnaðarins er þá 118,600 kr. á ári eða 2,70 ki\ á hvern maun, er lifir af landbúnaði miðað við manntalið 1901. Til fiskiveiðanna er veitt á nefndum fjár- lögum: 1. Til stýrimannaskólans . . . kr. 12,000 2. Laun fiskimatsmanna .... — 4,000 3. Styrkur til skipakvíar í Odd- eyrarbót........................— 15,000 4. Styrkur til vátryggingar mót- órbáta..........................— 10,000 5. Til skipstjórafálagsins „Öldunnar“ — 2,500 6. Styrkur til að koma upp íshúsi í Þorgeirsfirði.................— 1,000 Samtals veiður þetta 44,500 kr. eða 22,250 kr. á ári. Hér við bætast árstekjur Fiskiveiða- sjóðsins 10,000 kr., sem öllum má verja ár- lega í þarfir fiskiveiðanna. Það verður sam- lagt 32,250' kr. á ári eða 1,88 kr. á hvern mann, er lifir á fiskiveiðum, miðað við áður- nefnt manntal. Landssjóðsstyrkurinn til fiski- veiða er þannið 0,82 kr. lægri á mann en til landbúnaðarins, þurfti að vera 14 þús. kr. hærri en hann er, til þess að ná 2,70 kr. á mann. Aftur á móti ætla fjárlögin fiskiveið- unum 100 þús. kr. lán, úr viðlagasjóði, en landbúnaðinum ekki nema 35 þús. kr. Þessi lán eru veitt með mjög vægum kjör- um, og því meiri hlunnindi en talsverður beinn styrkur. Því næst vil ég athuga lítið eitt tekjur landssjóðs af þessnm tveimur aðalatvinnuveg- um landbúnaði og fiskiveiðum. Tekjur landsins eru mest óbeinar, tollar, og engar skýrslur eða skilríki eru til, sem sýnir hvaða stéttir brúki mest af tollskyldum vörum. Sjálfsagt fer það aðallega eftir fólks- fjölda hverrar stéttar. Beinir skattar til landssjóðs, erálandbún- aðinum hvíla, er skattur af ábúð og afnotum jarða, tæp 18 þús. kr. á ári, og lausafjárskatt- urinn, frekar 26 þús. kr. á ári. A sjómanna- stéttinni hvílir enginn samsvarandi skattur, en þar á móti kemur útflutningsgjöld á fiski, lýsi o. m. fl., og nam það tæpum 84 þús. kr. árið 1903 (Landshagsskýrslur 1904 bls. 268). Af þessu gjaldi greiddu hvalveiðamenn frekan helming, rúm 42 þús. kr. Útflutningsgjaldið af slld var 8,5 þús kr., og munu Norðmenn hafa greitt fullan helming af því. Þá nam útflutn- ingsgjald af lýsi (öðru en hvallýsi), hrognum og suudmaga frekum 3 þús. kr. — Otalið er þá útflutningsgjald af fiski 30,5 þús. kr. Þetta gjald er 32 aur. á skippund, og þar sem verð- ið á saltfiski hefir verið frá 60—70 kr. skpd. seinustu árin, virðist. liggja nærri að álykta, að kaupmenn eigi erfitt með að taka tillit til þess, þegar þeir ákveða fiskverðið. Eg hefi minst á þetta við all-marga fiskikaupmenn, þar á meðal einn stærsta fiskikaupmann landsins, sem verzlað hefir mjög mikið með saltfisk mörg undanfariu ár. Þeim hefir komið saman um, að þeir tæku ekkert tillit til útflutningsgjalds- ins þegar þeir ákvæðu fiskverðið. Óhætt mun því að fullyrða, að megnið af útflutningsgjaldi af fiski, ef ekki alt gjaldið, beri að skoða sein gjald á verzlunum, sem allir viðskiftamenn þeirra borga að réttri tiltölu, miðað við verzl- unarmagn þeirra hvers um sig. Eg vona að það, sem hér er sagt, nægi til að sýna, að ekki er hægt að segja með sanni, að löggjafarvaldið hlynni stórkostlega að land- búnaðinum en vanræki sjávarútveginn eða beiti sjómannastéttina rangindum. Allar stað- hæfingar um það hljóta að vera sprotnar af misskilningi eða vanþekkingu. Eg hefi hér að framan leitast við að gefa yfirlit yfir atvinnuvegi vora, og jafnframt skýrt frá hvernig þeir horfa við framtíðinni frá min- um sjónarhól. Einnig hefi ég minst lauslega á afskifti löggjafarvaldsins af landbúnaði og fiskiveiðum. En áður en ég lýk máli mínu vil ég fara nokkrum orðum um innbyrðis viðskifti land- búnaðarins og fiskiveiðanna, þessara tveggja aðalatvinnuvega vorra. Báðir atvinnuvegirnir styðja hvor annan stórkostlega. Sjómannastétt- in fær mikið af sínum helztu lífsnauðsynjum hjá sveitamönnum: mjólk, smjör, kjöt, tólg, skinn, fatnað, garðávexti o. s. frv., og sveitamenn fá frá sjónum allskonar fiskmeti, sem er holt oggottog tiltölulega ódýrt viðurværi. Hvorstétt- in um sig fær þannig markað hjá hinni, og gjöri ég ráð fyrir að þau viðskifti jafni sig nokk-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.