Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1906, Blaðsíða 11

Freyr - 01.05.1906, Blaðsíða 11
FREYR 71 til þess að hindra að bændaskólimi yrði settur við Eyjafjörð, og er það síður en ekki sönnun fyrir að hann sé betur settur á Hólum., Bændaskólarnir eiga að vera 2 vetra skólar með fjölda nemenda. Gjöra má ráð íyrir að ílestir þeirra fari að heiman og heim haust og vor. Eerðalög á landi eru erfið á þeim tíma árs, svo mikið ódýrara og hagkvæmara ætti að vera fyrir mikinn meiri hluta nemendanna að sæta sjóferðum, en aðalskilyrðið fyrir því að það só hægt er, að skólasetrið sé nærri góðri höfn, sem hefir góðar samgöngur. — Kolkuós er næsta höfu við Hóla. Sauðárkrókur er dag- leið frá Hólum og yfir ferjuvatn, ógreiðfæran háls og fremur vonda á (Kolku) að fara. Til þess að sýna samgöngurnar við Akur- eyri og Ivolkuós, höfum vér athugað ferðaáætl- anir strandferðaskipanna hér við land fyrir yfirstandandi ár. Skip sameinaða gufuskipa- félagsins eiga að koma 28 sinnum á Akureyri og 8 sinnum á Kolkuós (19 sinnum á Sauðár- krók.) Skip Thorefélagsins eiga að koma 30 sinnum á Akureyri en aldrei á Kolkuós (19 sinn- um á Sauðárkrók), og loks koma skip Wathnes erfingja 25 sinnum á Akureyri en aldrei á Kolkuós (6 sinnum á Sauðárkrók). Alls eiga þá strandferðaskip að koma á ár- inu 83 sinnum á Akureyri og 8 sinnum á Kolkuós (34 sinnum á Sauðárkrók). Hegar við þetta hætist, að Akureyri er ágæt höfn, sem mjög sjaldan teppist af is, en Skagafjarðarhafnirnar eru mjög vondar, oft ómögulegt að komast þar ár landi eða i að haustinu vegna óveðurs, og að hafís hindrar ósjaldan skipaferðir að voriuu, ætti öllum að vera auðsætt að bændaskóli fyrir Norður- og Austurland, er ólikt betur settur að þvi er samgöngurnar snertir, í nánd við Akureyri en á Hólum. Iioks verðum vér að álíta all-þýðingar- mikið fyrir bændaskólann norðlenzka að vera í nánd við gróðrarstöð Ræktunarfélagsins á Akureyri. Vér sjáum aftur á móti ekkert, sem mæl- ir sérstaklega með bændaskólasetri á Hólum, að undanskildu skólahúsinu. í>að var ætlað handa 20 nemendum auk kennara og heimilis- fólks, og fyrir fieiri er ekki pláss, ef sæmilega á að fara um þá. Sama er að segja um hús- ið á Hvanneyri. Þar er að eins pláss fyrir 20 pilta auk kennara og heimilisfólks. Auðvitað má hrúga fleira fólki í bæði skólahúsin, þegar hvorki er tekið tiliit til almennra heilbrigðis- reglna né þæginda manna. — Torfbærinn á Hól- um er bæði gamall og lélegur, og önnur hús þar hvorki meiri eða betri en alment gjörist á bændabýlum. Vor háttvirti andmælandi læst ekki skilja, að bændaskóli með 40 nemendum sé líklegur til að gjöra minna gagn, en annar með 60 nem- endum „að öðru jöfnu.“ T>ví þá að haí'a nem- endurna fleiri en 20 eða þaðan affærri? Ann- ars er þetta svo einfalt mál, að óþarfi er að deila um það. Þá er fækkun kennaranua úr 3 í 2 við hvorn skólann. Höf. telur það sjálfsagða af- leiðing af fækkun nemeudanna. Sé það rétt, ætti að mega komast af með einn kennara, ef nemenduuum væri fækkað niður í 20! Skólarnir eiga vera 2 vetra skólar, og verður nemendunum því að sjálfsögðu skift í tvær deildir, yugri og eldri deild. Kenslan verður því sú sama, hvort sem nemeudur eru 20 eða 30 í bekk. Bæði höf. og öðrum, sem fjallað hafa um bændaskólamálið, hefir komið saman um, að kenslan við bændaskólana ætti aðallega að fara fram í fyrirlestrum, vera sem mest vekjandi. Nú vita allir, sem nokkuð þekkja til skóla- mála, að þannig löguð kensla er mikið erfiðari en keusla með gömlu aðferðinni — eftir bók- um. JÞað verður því saunarlega meira en með- almanns verk að kenna 5 stuudir á dag við bændaskólann att skólaárið og uppfylla þær kröfur, sem 2. þingm. Isfirðinga gjörði til kensl- unnar í framsöguræðu siuni. Og ef annarhvor kennarinn forfallast, verður helmingur kenslunn- ar að falla niður á meðan, þar sem kennararn- ir eiga ekki að vera nematveir. — Undanfarna vetur hafa 4 kent við Hólaskóla, föstu kennar- arnir 2 og bústjórinn á Hólum og presturinn í Viðvík. — A meðan norðlenzki gagnfræðaskól- inn var á Möðruvöllum, var þar að eins pláss fyrir 40 nemendur, en þó þótti sjálfsagt að hafa 3 fasta kennara. Þar var þó fullur helmingur kenslugreinanna mál og stærðfræði, kenslu-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.