Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1906, Blaðsíða 10

Freyr - 01.05.1906, Blaðsíða 10
70 FREYR fram úr því, sem hér er gjört ráð fyrir, duga þessar byggingar og landinu þar með sparaður stórkostlegur kostnaður; reynist aðsóknin meiri, stendur sjálfsagt ekki á því að stækka skólana. Hvað launalækkun skólastjórans snertir, þá var nefndinni í efri deild hún ekkert kappsmál, en hún hjóst við, að ekki myndi líða á löngu, að laun þessi yrðu hækkuð, hvort sem byrjað væri með 1500 eða 1800 krónum. Ahinnbóg- inn verður að telja 1500 kr. ásamt leigulaus- um bústað ail-viðunanleg laun í sveit fyrir 6 mánaða starfstíma. Það sem einkum vakti fyrir mér persónu- lega í þessu máli, var það, að koma þessari bændaskóla-hugmynd í framkvæmd sem fyrst; þess vegna var mér ant um að málið næði fram að ganga í höfuðatriðunum; það sem áfátt kynni að verða við lögin, mátti síðar laga i hendi sér. Eg vona að heiðraðir meðnefndarmenn mín- ir í máli þessu saki mig ekki um fjölmæli, þótt, ég segi vini mínum „Erey“ það að endingu, að þessum breytingum hafi það verið að þakka, að málið varð afgreitt frá þinginu, og vonandi kemur það út af fyrir sig ekki þver-öfugt við hugsjónir okkar í þessu máli. Vigur 15. marz 1906. Sigurður Stefánsson. Þrátt íyrir ofanrituð andmæli hr. alþm. séra Sigurðar Stefánssonar, sér Ereyr sér ekki fært að taka neitt aftur af því, er hann hefir sagt um bændaskólamálið í efri deild, enda munu margir álíta að málsstaður efri deildar sé ekki góður, þar sem séra S. St. tekst ekki betur að verja hann, en raun er á orðin. Höf. átelur að vér skyldum ekki skýra betur en vér gjörðum í Erey HI. 2., í hverju „skaðsemi-1 breytinga þeirra lægi, er efri deild gjörði við bændaskólafrumvarpið á seinasta þingi, Vér álítum það hinsvegar ekki nauðsyn- legt, bæði af því að flestar eða allar breyting- arnar eru þess eðlis, að hverjum óhlutdrægum tnanni hlýtur að vera augljóst, að þær eru til skaða fyrir bændaskólana, og svo höfum vér ritað all-rækilega um málið í Frey II. 4., og furðar oss nokkuð á, að framsögumanni búnað- arskólanefndarinnar í efri deild skuli vera það ókunnugt. Þá skulum vér fyrst athuga skólasetrin. Þegar bændaskólafrumvarpið fór frá neðri deild, var ekki ákveðið hvar sunnlenzki bænda- skólinn skyldi standa, en rétt er það, að flestir munu hafa talið sjálfsagt, að hann yrði fyrst um sinn settur á Hvanneyri. Ollum, sera kunn- ugir eru, mun þó koma saman um, að bænda- skóli, fyrir suður og vesturland sé mikið betur settur í nánd við Reykjavík, t. d. á Kjalarnesi. Mikill meiri hluti pilta, er gjört er ráð fyrir að þann skóla sæki, þurfa að eyða miklum tíma og peningum fyrir það, að skólinn var settur á Hvanneyri, en ekki í nánd við Reykjavík, og allar líkur eru til að það dragi verulega úr að- sókn til skólans. Þá blandast oss eigi hugur um, að landstjórnin á mikið auðveldara með að líta eftir skóla í nánd við Reykjavik en á Hvann- eyri, og er slíkt óneitanlega all-þýðingarmikið. Loks virðist oss auðsætt, að mikill kostur sé fyrir bændaskólana, að vera þannig settir, að auðvelt sé fyrir þá að ná til fyrirlesara og auka- kennara, ef aðalkennararnir veikjast eða for- fallast á annan hátt, sem oft og einatt kemur fyrir, og allir sjá að skólar í nánd við Reykja- vik og Akureyri eru ólíkt betur settir, að því er það snertir, en á Hvanneyri og Hólum. Höf. játar að það sé efri deildar verk að setja norðlenzka bændaskólann á Hólum, en fullyrðir að meiri hluti þingsins hafi verið þvi fylgjandi. Þetta er þó efasamt, en hitt er víst að neðri deild beygði sig í þessu sem fleiru fyrir efri deild. Vér höfum lesið umræðurnar á þingi um bændaskólamálið all-rækilega, en því fer fjarri að vér finnum þar gild rök fyrir því, að bænda- skóli fyrir Norður- og Austurland sé eins vel, hvað þá betur, settur á Hólum en á góðri jörð i nánd við Akureyri. En það, sem vér sjáum á umræðunum er, að 1. þingm. Skagfirðinga hefir, eins og skiljanlegt er, beizt mjög ötullega fyrir því að skólinn yrði áfram á Hólum, og að þeir, sem vildu halda í Eiðaskólann fylgdu honum að málum, og loks að aðalhugsjón efri deildar, sparsemin, réði úrslitum málsins. Þrens- konar alveg óskyld öfl hafa þannig lagt saman

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.