Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1906, Blaðsíða 15

Freyr - 01.05.1906, Blaðsíða 15
FREYR 75 eða belti við eða krÍDgum byggingarnar, bæði til skjóls og prýðis. Þetta beíir mikið bjálpað til að útbreiða ýmsar trjátegundir, því að oft voru það útlendar eða fágætar trjátegundir, sem til þessa voru valdar. Og þegar vaxtar- skilyrðin voru svo góð, að trén báru fullþrosk- uð fræ með tíð og tíma, þá dreifðist nýi gróð- urinn út frá þessum fáu trjám, og ruddi sé til rúms meira eða minna eftir því, sem gróðr- arkröfunum var betur eða ver fullnægt. Á. þenna hátt geta örfá tré nægt til þess að inn- leiða nýjar trjátegundir, sem smátt og smátt laga sig eftir þeim vaxtarskilyrðum, sem fyr- ir bendi eru, og með tíð og tíma orðið inn- lendar. Auðvitað tekur þetta langan tíma, þar sem vaxtarskeið hvers einstaklings er svo langt, og ýms tré bera ekki fullþroskað fræ fyr en þau eru fleiri áratuga gömul. Enda þótt þannig löguð græðsla beyri ekki undir skógrækt í strangasta skilningi, þá er bún að Dokkru leyti fyrsti vísirinu til skógræktar, og ýmsar trjátegundir hafa útbreiðst á þenna bátt eins og eg befi drepið á bér að framan, og er því ekki bægt að ganga fram bjá benni, þrgar um skógrækt er rætt. J?ó að skógarbögg sé gamall atvinnuveg- ur, þá er skóggræðsian tiltölulega mjög ung, og befst ekki fyr en á átjándú öld, fyrst á Englandi, Þýzkalandi og Erakklandi, og nokkru seinna í Danmörku, eða á árunum 1763—1770. Þó komst ekki gott lag á skógræktina fyr en um aldamótin 1800, en síðan liefir bún tekið stórstígum framförum, einkum þó síðari hluta aldarinnar sem leið. Eyrst framan af sóttu Danir mikið af sinni skógfræðisþekkiugu til annara landa, einkum Þýzkalands, og þaðan fengu þeir marga ágæta skógræktarmenn um fyrri aldamót. En nú er talið að Danmörk standi í fremstu röð, að því er skógrækt snert- ir; og nú miðla Danir drjúgum þekkingu sinni til annarra landa, einkum Norðurlandanna og þá sérstaklega til Noregs. I Noregi byrjar skóggræðsla ekki að marki fyr en um eða eftir miðja síðastliðna öld, og enn va'ntar rnikið á að húu sé komin í svo gott lag, að jafnmikill skógur sé græddur og böggvinn, sem þó hlýtur að vera það takmark, sem nauðsynlegt er að ná innan fárra ára, ef skógarnir eiga ekki að ganga saman og rýrna til mikils skaða fyrir landið í framtíðinni. Að sið.ustu komum vér til Islands, f skóg- ræktarmálum erum vér eins og í svo mörgu öðru eftirbátar flestra annarra þjóða; vér byrj- um ekki á skóggræðslu fyr en um aldamótin 1900, og það í mjög smáum stíl, sem rétt er, meðan alla reynslu vantar í þeim efnum. En samt sem áður eigum vér bæði runna og trjá- tegundir, sem eru innlendar, og þær viturn vér þó með vissu að geta þrifist bér. J?ær væri hægt að planta og rækta við hús og bæi, til ómetanlegs gagns og gleði fyrir eftirkomend- urna, en ánægju og sóma fyrir oss sjálfa. Eyrsta sporið til skóggræ.ðslu hér á landi er að fá beztu bændur landsins til þess að friða dálítinn blett við bæina hjá sér, og gróðursetja þar nékkur tré til skjóls. og prýð- is. Dessi tvö atriði, skjólið og prýðin, sem trén veita, eru svo mikils virði, að það væri ekki úr vegi að athuga þau lítið eitt nánar. Skjólið muDU flestir kannast við að sé mikils vert, bæði fyrir menn og skepnur. Þau bús, sem eru blý og súglaus, eru svo mörgunx sinnum vistlegri, þægilegri og skemtiiegri en hin, sem svo má að orði kveða um, að standi opin fyrir öllum stormum, að slíkt verður ekki tölum talið. Auk þess er það fleira en búsin, sem tré og runnar skýla; þau skýla jarðveg- inum og jurtagróðrinum, svo að margar gagn- jurtir, sem. ekki geta þrifist á bersvæði, geta náð allgóðum og jafnvel ágætum þroska. í skjóli trjánna. I góðu skjóli er jarðvegshitinn oft belmingi eða þrisvar sinnum meiri en á bersvæði, og er þvi auðskilið að margar gagn- jurtir, sem ómögulegt er að rækta á bersvæði, geta gefið áiitlegan arð, ef þær eru ræktaðar í góðu skjóli. Trjá- og runnaiækt getur á þenna bátt. aukið hagsæld og jafnvel auðsæld í landinu. enda þótt alveg sé gengið fram hjá beinum afnotum trjánna, sem með tíð og tíma geta orðið mikils virði, þar sem trjáviður og eldiviður er jafn dýr og bér á landi. Skjólgarðar og skjólbelti úr lifandi trjám og runnum ryðja sér einatt meira og meira til rúins við allskonar garðrækt, og það í löndum, sem hafa mikið hlýrra loftslag eu ísland. Og ef garðræktin bér á landi á nokkurntíma að ná

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.