Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1929, Blaðsíða 11

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1929, Blaðsíða 11
TlMARIT V. F. 1. 1929. 7 1912. Gekk því verkið þá iniklu greiðara, enda þótt seint væri byrjað, svo að verkið tók alt liaustið og drógst fram á vetur. Við bygginguna 1907-—08 var cementið að miklu leyti flutt í pokum; það tiðkað- ist ekki þá, en var reynt vegna hinna örðugu land- flutninga og tókst vel. Menn liöfðu áður liaft ótrú á cementi i pokum, töldu liætt við að það mundi skemmast. Nú er litið öðruvísi á það. — Vitinn á Valahnúki var áttstrendur, lilaðinn úr klofnu grjóti, lagt í Esjukalk, en mjög lílið cement var notað. í vitann á Bæjarfelli var að utan hlaðið grjót, lagt i cement og fyrir innan var steypa með grjótfyllingu og jafnframt lagður hringur úr „Strek- metal“ alveg upp í gegnum turninnn. Veggurinn er afar þykkur, 3.25 m. neðst, 1.25 m. efst. Var þetta gert vegna jarðskjálftanna, til þess að fá sem mesta efnisfyld. Ráðgert hafði verið, að reisa járngrind, 20 m. liáa, og liafa ljóskerið þar efst, en sem betur fer, varð ekki úr því; jeg er alveg sannfærður um að slíkur viti hefði reynst með öllu óbrúklegur, hrist- ingurinn á svo liárri járngrind mundi liafa orðið svo mikill i jarðskjálftunum, að vitinn liefir mjög oft orðið að liætta, og jeg efast um, að grindin liefði orðið gömul. Jeg álít, eftir þeirri reynslu, sem feng- in er, að turninn sje einmitt mjög lieppilegur; i turni með þunnum veggjum úr járnbentri steypu mundu lireyfingarnar í jarðskjálftum einnig liafa orðið svo miklar, að þær liefðu orðið bagalegar fyrir ljóstækin. Vitinn er nú rúmlega 20 ára gamall, og má segja að liann liefir staðið sig vel. Að vísu hefir liann þrisvar sprungið i miklum jarðskjálftum, en þessar sprungur liafa alls ekki verið hætulegar fyrir vitann. Vitabyggingarnar voru framan af gerðar ýmist úr steinsteyiíu — Garðskagi og Grótta 1897, Stórhöfði 1906, Dalatangi og Siglunes 1908 — eða úr timbri með bárujárnsklæðningu — Arnarnes og Elliðaey 1902 —. En frá 1909 var farið að nota gasljós í vit- ana, og voru þá vönduð vitahús ónauðsynleg, Iþar sem vitaverðirnir þurftu ekki að vera i vitunmn yfir nóttina. Var þá farin sú leið að nota járngrindur, og liafa gashylkin og áhöldin í timbur- eða steypu- skúr milli fótanna í grindunum. Að eins þegar um lágar byggingar var að ræða, voru grindurnar al- klæddar timbri; sumstaðar voru þó húsin steypt, þar sem gott steypuefni var fyrir hendi. Jámgrindurnar höfum við reist i alt að 20 m. liæð. Þær eru mjög einfaldar, ferstrendar með stýfum og krossum á öllum liliðum og stiga upp utan á grindinni. Fyrstu grindurnar fengum við frá Dan- mörku og Noregi, en frá 1914 voru þær fyrstu smíð- aðar bjer lieima, flestallar á brúargerðarverksstæð- inu. Ljóskerin voru fyrst fengin frá Stockhóhni, en síðan voru tekin steypt ljósker frá Osló, en sá galli var á þeim, að plöturnar vildu brolna á leiðinni. Var því frá 1914 tekið upp á að gera ljóskerin lijer úi' stálplötum. Fyrst voru þær skrúfaðar saman, en þeg- ar logsuðuaðferðin fór að tiðkast lijer, reyndist það miklu ódýrara að sjóða plöturnar saman. Á síðustu árum liefir nokkuð verið gert að þvi, að steypa ljós- kerin bjer heima lir járni. Járngrindurnar voru mjög ódýrar, bæði i smið- urn og uppsetningu, en þegar fram leið, kom við- haldskostnaðurinn til sögunnar, og hann reyndist sumsstaðar mjög mikill baggi. Aðstaðan við að ryð- berja og mála þessar grindur er yfirleitt slæm, en flestar standa þær alveg frammi við sjó, svo að sjáf- arselta setst á þær af tíðu særoki. Það liefir því sum- staðar orðið svo örðugt að eiga við þessar grindur, að við höfum að mestu leyti liorfið frá þeim aftur, nema því að eins að við getum klætt þær alveg. Þær smágrindur, sem við höfum klætt, liafa staðið sig mjög vel. Geri jeg þvi ráð fyrir, að þær eldri grindur, sem eru opnar, verði annaðlivort klæddar eða steypt hús sett i staðinn, og að framvegis verði eingöngu notaðar grindur með klæðningu, annað- livort úr timbri, Eternit-plötum eða öðru shku efni. Á þeim stöðum, sem vitar eru bygðir, er mjög víða örðugt að ná í steypuefni, og þvi hentugt að þurfa ekki að vera bundinn við að steypa vitahúsin. Flestir gasvitar eru ógnar einfaldir, liæfilega hár turn með gashylkjaklefa neðst, og anddyri; efst er pallur með handriði og ljóskeri. Að eins þegar um stærri vita er að ræða, koma meiri háttar liúsbygg- ingar til sögunnar. Hinn mesti viti, sem kominn er hér, fram að þessu, er Dyrhólavitinn, landtökuvit- inn, sem bygður var 1927. í honum er íbúð handa vitaverðinum, 3 klefar fyrir radiovitatæki auk nauð- synlegt pláss fyrir gashylki og annað, sem vitinn þarfnast. Hann er allur steyptur. — Ljóstæki vitanna bafa orðið fyrir töluverðum breytingum, eins og við er að búast, á hinum liðnu 50 árum. Á elsta Reykjanesvitanum frá 1878 voru notaðir 15 parabólskir látúnsspeglar, liver með sínum 14’” olíulampa. Þessi tæki entust til 1897; voru þá orðin skemd og með öllu ónotliæf. Það árið voru því ný tæki sett upp á Reykjanesi um leið og nýir vitar komu á Garðskaga, Gróttu og í Skuggahverfinu í Reykjavík, og voru tækin hvert af sínu tægi. — Á Reykjanesi voru 4. flokks ljóskrónutæki og olíu- lampi með 2 liringkveikjum; tækin stóðu á borði og snerust á hjólum á hringmyndaðri braut. Voru þau knúin áfram með lóðum. Fyrsti vitinn sýndi stöð- ugt hvitt ljós, en nú var komið einkennisljós: 2 blossar á hverri mínútu. Nýju tækin voru notuð á Reykjanesi, þangað til Bæjarfellsvitinn var kveikt- ur, 20. mars 1908, en þá voru þau flutt norður á Siglunes og notuð þar þangað til 1927. Var þá gang- verkið, og sjerstaklega brautin og hjólin, orðið svo slitið, að ótækt var að nota það lengur. — Á Garð- skaga voru tækin nokltuð lík Reykjanestækjunum, nema snúningsútbúnaðurinn var hentugri: Lampi og

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.