Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1929, Blaðsíða 13

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1929, Blaðsíða 13
TÍMARIT V. F. í. 1929. 9 verður mjög snöggur og ilt að átta sig eftir lionum- Áður var talið, að svo framarlega sem ljóstíminn væri minst % sek., væri hann nægilega langur til þess að verka fyllilega á augað eins og stöðugt ljós með sama ljósmagni geri, en nýjustu athuganir sem gerðar liafa verið, sjerstaklega í Hollandi, hafa sýnt, að það er skakt, ljóstíminn þarf að vera mun lengri. Til þess að fullgilda ljósmagni stöðugra ljósa, þarf hlossinn að vera 1,2 sek., en 0,8 sek. blossi samsvar- ar 90% ljósmagni, 0,55 sek. samsvarar 80%; 0,3 sek. blossi 60% o. s. frv. Meðfram vegna þessa og jafnframt til þess að geta fengið nógu mismunandi einkenni, hefir verið hreytt frá því og er nú oftast notaðir tillölulega lengri blossar, svo að hlutfallið verði t. d. 1 : 8, 1 : 5 eða jafnvel 1 : 2 eftir ástæðum. Með þessum gasblossatækjum eru notaðir ljós- krónuhringir, ýmist dioptriskir, sem brjóta ljósið eða catadioptriskir sem brjóta það og endurkasta. Við höfum notað hringi alt að 800 mm. þvermáli og 800 mm. hæð, en jafnvel með 90 1. brennara fæst ekki meira ljósmagn í þeim en 2800 kerta sem, samsvarar 17,3 sm. sjónarlengd. Upp yfir það er ilt að komast nema með mjög mikilli gaseyðslu. Má því segja, að þessir vitar sjeu ágætir upp að 17—18 sm. sjónar- lengd, ódýrir, einfaldir og ábyggilegir. En þar sem meira ljósmagns er nauðsyn, eru þeir ekki hentugir. Það var því mikil framför, þegar verksmiðjunni tókst að gera glóðarnet, sem nota mætti með gasi. Hreint acetylen er þó ekki hægt að nola, það sótar netin, en með því að blanda það lofti í vissu hlut- falli tókst að láta glóðarnet af sjerstakri gerð glóa, og gefa þau þá afarmikla birtu. Þeir opnu brennarar, sem við notum, hafa skærleilc 6—9 kertaljós á crn2, en glóðarnetin með 25—75 lítra hrennara liafa frá 50 upp í 75 kertaljós á cm2. Olíulampi með 2 lcveikj- um liefir aðeins 5 kertaljós á cm2. Gasið nýtur sín því miklu betur í þessum nýju brennurum. Tækin eru eins og í eldri áhöldunum nema að í þessum er bætt einu álialdi við, sem blandar gasið lofti. Það er gert á svipaðan hátt og í blossatækjunum, með ventlum og þynnum sem opnast og lokast á víxl. Blöndunartækin eru nokkuð viðkvæm; loftið þarf að vera þurt, er það því leitt gegn um klorcalcium sem telcur rakann, og síðan þarf blöndunin að vera mjög nákvæm, annars vill brennarinn sóla og Ijósið sloknar. Ef t. d. lítil ögn lendir á ventilsæti, svo að ventillinn ekki lokar alveg, verður blöndunin skökk og ljósið sótar. Þessi tæki eru þvi ekki notuð nema þar sem hægt er að liafa stöðugt eftirlit með vitan- um. Fyrslu tækin af iþessari gerð voru sett upp á Gróttu og á Akranesi 1918. Þar voru fyrst notuð 10 1. brenn- arar, en síðan liefir verið skift um og eru nú hvergi notaðir minni brennarar en 25 1. Eftir fenginni reynslu á þessum stöðum var haklið áfram með þessum áhöldum þar sem mikils ljóss þarf með, og nægileg gæsla er fáanleg. Ljósmagnið verður miklu meira heldur en með opnum brennurum, t. d. gefur 90 1. glóðarnetsbrennari í 800 mm. ljóskrónu um 10000 kl. alt að því 4 sinnum meira en opni brenn- arinn. I sambandi við þessi vitatæki má liafa ýms sjerstök áhöld, og er eitt þeirra sólventillinn. Það er upp- íinning Gustaf Dalén’s, og er liún bygð á því, að Ijósgeislar liafa söinu álirif á stengur eins og liita- geislar, stengurnar lengjast við álirif ljósbirtunnar eftir þvi hvernig yfirborð stanganna er. Alialdið er þannig, að 3 gljáandi stengur og' ein svört, allar úr sama efni, vinna sainan í glerhylki. Yegna dagsbirt- unnar lengist svarta stöngin meira heldur en liinar — það munar í áhöldum 0,0016 mm. — og þennan mismun gat Dalén með vogstöngum stækkað svo, að gasventill ýmist opnaðist og lokaðist. Við liöfum notað eitllivað af þessum tækjum lijer, á vitum sem eyða miklu gasi, en eingöngu á þeim stöðum, sem liægt er að liafa auga með vitanum, því að álialdið er eins og gefur að sldlja mjög viðkvæmt. Þó liefir það yfirleitt reynst vel. En það er nokkuð dýrt og borg- ar sig því ekki að nota það nema við mikla eyðslu. Annað áliald, sem notað er með glóðarnetstækj- um, er til jþess að skifta um glóðarnet. Markmiðið er, að ganga þannig frá vitunum að þeir sjeu sem trygg- astir og þurfi sem minsta gæslu, og er eitt, sem get- ur orðið að, að glóðarnet bili. Ef það skyldi koma fyrir, hittir loginn á spýtu, sem brennur sundur og með því losnar gormur sem heldur úrverki í skefj- um. Þegar gormurinn losnar, fer úrverkið af stað og færir næsta glóðarnetið upp að brennaranum og það tekur þar til starfa. Einnig þetta áhald liöfum við notað nokkuð, en eftir fenginni reyslu talið það ó- þarft. Netin endast mjög lengi, og það kemur tæp- lega fyrir að nokkurt net hafi farist, án þess að gat eða sprunga liafi komið á það fyrst og vitavörður- inn þá skift um. Síðustu vitatækin, sem við höfum tekið upp, eru snúningstæki með gasglóðarnetjum. Var það fjæst tekið upp á Siglunesi 1927, þegar skift var um ljós- tæki. Þar eru notuð blöndunartæki og glóðarnet, en blossatækin eru engin, þar sem stöðngt logar og blossinn myndast með þvi að ljósgeislinn snýst í lcring. Ljóstækin hvíla á kúlulegum og gasþrýsting- urinn knýr tækin i kring. Samskonar útbúnaður er í landtökuvitanum í Dyrhólaey en miklu stærri. Með |þvi að setja sólventil og glóðarnetsskiftara i samband við slík tæki, væri vel liægt að gera jafnvel stóra vita sjálfvirka, kveikja og slökkva eftir birt- unni og skifta um glóðarnet eftir þörfum. Gasliylki má setja í samband eins mörg og vill, svo í raun og veru er ótakmarkað, hve lcngi menn vilja láta slíka vita ganga. En það mun varla verða framlcvæmt lijer, a. m. k. ekki fyrst um sinn. Við höfum fasta gæslu við báða þessa snúningsvita, og jeg býst við

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.