Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1929, Side 12

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1929, Side 12
ljóskróna ((5. flokks) hvíla á flotliylki, cr flýtur á kvikasilfursskál, og er knúð með lóðum cins og á Reykjanesi. Með því er auðvitað núningsmótstaðan hverfandi lítil og tækin renna miklu liðugra heldur en Reykjanestækin gerðu. Var, því þessi búnaður notaður einnig á næstu vitatækjum, er sett voru upp: í Stórhöfða 1906, á Reykjanesi og Dalatanga 1908. Garðskagatækin eru enn óbreytt þau sömu og voru sett upp 1897, og liafa þvi endst i 32 ár, án þess að beri á neinu verulegu sliti. — Á Gróttu var settur upp viti með stöðugu ljósi, tvíkveikjalampi var sett- ur í 4. flokks ljóskrónuhring með catadioptriskum glerjum. Lampinn var notaður þangað til 1912, er gasblossatækin voru sett í vitann. — A Skuggaliverf- isvitann voru sett upp tæki með spegli af þeirri gerð, sem vitamálastjóri Fleischer í Kaupmannahöfn hafði fundið upp. Það var hyperparabólskur flötur, þar sem skurðarplan gegnum focus, hornrjett á miðlínu spegilsins, sker spegilfletina á hyperbólu. Þessir speglar gáfu meiri birtu heldur en ljóskrónur, en liöfðu ýmsa ólcosti, og eru ekki notaðir nú orðið. I Skuggahverfisvitanum var jafnframt sett upp snún- ingsáhald, er sneri skýlu fyrir ljósið og gaf ein- kenni. En þegar fram leið, var mjög ilt að greina ljósin frá hæjarljósunum, og var því skift um 1911, og gasblossatæki sett í staðinn. — Reykjanestækin frá 1908, sem enn eru notuð, en verða tekin niður í sumar, eru með 4. fl. ljóskrónu og þrikveilcja, jafnhæðarlampa. Tækin fljóta á kvika- silfri, en í hinum tíðu og miklu jarðskjálftum á Reykjanesi vill það oft koma fyrir, að kvikasilfrið liendist úr skálinni og þá getur vitinn auðvitað ekki starfað. Það stendur því lil á komandi sumri að setja upp ný tæki með gasglóðarljósi og láta þau snúast á kúlulegum í stað kvikasilfurs. Jafnframt þessum vitategundum voru settir upp nokkrir smærri vitar með stöðugu ljósi, ýmist með ljóskrónum eða með speglum — t. d. voru notaðir nokkrir af gömlu speglunum frá Reykjanesi í ýmsa innsiglingarvita. En i þeim öllum var notuð stein- olía, þangað til 1909, er fyrsta tilraunin var gerð hjer með gasvita. Á þeim árum var mikið unnið að því, að' nota junsar gastegundir til vitaljósa og voru þær fram- leiddar ýmist úr olíu og úr karbit sem acetylen. Olíu- gasið er mest eftir þýskum aðferðum (t. d. Blau- gas); á allra síðustu árum hefir ný gastegnd komið upp á Frakklandi, svokallað B. B. T.-gas frá verk- smiðjum Barbier, Béhard & Turenne i París. Sú aðferð að nota acetylen geymt í acetone og þjappað á flöskum, er frönsk að uppruna (Georges Claude & Albert Hess), en er sjerstaklega notuð af sænska fjelaginu Gasaccumulator og framkvæmdarsljóra þess, Gustaf Dalén. Að sjálfsögðu urðum við að kjósa einhverja aðferð og halda okkur að henni, ef liún reyndist vel, og i samráði við þáv. vitamála- stjóra Ravn í Kaupmannahöfn, var Gasaccumulator- aðferðin tekin. Iiefir það komið sjer mjög vel á ýmsan hátt. í fyrsta lagi hafa tækin reynst mjög lientug og ábyggileg. Og meðan stríðið stóð yfir hefð- um við, alls ekki getað sent þýskar flöskur út til fyll- ingar; það reyndist erfitt með sænskar! — Og ace- tylenið Iiefir þann mikla kost, að það er jafnframt mikið notað á ýmsan hátt, t. d. til logsuðu og log- skurðar og kemur sjer þvi vel fyrir öll vjelaverk- stæði að hafa greiðan aðgang að þvi. — Fyrstu gasvitarnir lijer voru smá ljósker — Stolp- fyrar — á Reykjanesi og Öndverðarnesi, og voru settir upp 1909. Þeir voru mjög einfaldir og ódýrir, en sá galli var á húnaðinum, að sjór vildi safnast í ljóskersbotninn og tæra þjettin, svo að gasið streymdi þar út og logaði. Yar þeim þvi siðar breytt, eins og Langanesvitanum, sem var af sömu gerð. Gasinu er þjappað á járnhylki, sem inniheldur um 7 kg. acctylengas með 10—12 kg. þrýstingi. Frá liylk- inu liggur leiðsla um mælir og síu inn i tækin. Þar er fyrsta áhaldið vanalegur þrýstingsjafnari, sem lækkar gasþrýstinginn og jafnar. Þaðan liggja tvær leiðslur, önnur upp í vökulogann og logar þar stöð- ugt með örlitlum loga, en hin inn á blossatækin. I þeim er töluverður útbúnaður, venllar og þynnur, sem hreyfast á víxl. Principið er það, að gasþrýst- ingurinn opnar og lokar þeim á víxl, þannig að eitt- hvert ákveðið mál af gasi hleypur upp í brennarann í einu og logar. Með þvi myndast hlossarnir. Með skrúfum er hægt að stillá ganginn og hreyla honum innan vissra takmarka. Með þessum einföldustu tækj- um er hægt að fá „einblossa“ þ. e. blossar með jöfnu millibili. En það er hægt að búa tækin út til þess að gefa blossa hvernig sem vill, 2, 3 eða 4 saman, með lengri eða styttri millibilum, og blossana má gera langa eða stutta. Jafnvel má hafa langa og stutta blossa á víxl ,eins og við höfum t. d. á Galtarvitanum, sem hefir þessi einkenni: hlossi 6 sek., myrkur 3, bl. 1, m. 3, bl. 6, m. 3, bl. 1, m. 27, samtals 2 langir og 2 stuttir blossar á víxl á 50 sek. bili. Frá blossatækjunum er leiðsla upp i brennarann, sem er opinn spiksteinsbrennari. Stærð logans má hafa eftir þörfum, við notum frá 20 lítra upp í 90 1. á klst., en þegar komið er upp yfir 30—40 lítra eyðslu, eru notaðir 2—3 brennarar saman. — Eins og gefur að skilja, eyðist ekki gas i vitanum annað en vökulogagasið, nema á þeim tíma, sem blossinn stendur yfir, og þar sem það venjulega er mjög stutt- ur tími, er gaseyðslan viðast lítil. Framan af var oft- ast notað hlutfallið y10, þannig að myrkurhilið er 9 sinnum lengra en ljósbilið. Með þvi móti eyðir t. d. 25 1. brennari og vökulogi 70 1. gas á sólarhring eða 20 tenm. á ári frá 1. ágúst lil 15. maí. Það samsvarar h. u. b. 3 gashylkjum af venjulegri særð. Nú óska sjómenn vanalega lieldur að fá nokkuð lengri blossa heldur en liægt er að fá með þessu hlutfalli, blossinn

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.