Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1929, Blaðsíða 16
12
TlMARIT V. F. I. 1929.
kostnaðarins. Jafnframt er ríkisstjórninni heimilt
að ábyrgjast alt að 320000 kr. lán til hafnargerðar.
En ríkisstjórnin má, þegar hún telur að ástæður rík-
issjóðs leyfi, verja alt að 50000 kr. úr ríkissjóði gegn
tilsvarandi (alt að 75000 kr.) framlagi úr hafnar-
sjóði Skagastrandar; ríkisstjórninni er heimilt að
áhyrgjast alt að 75000 kr. lán handa hafnarsjóðnum.
Nýtt frumvarþ lá fyrir um hafnarlög fyrir Hafn-
arfjörð og var það samþykt. Úr ríkissjóði veitast alt
að 330000 kr. gegn tvöföldu fjárframlagi úr hafnar-
sjóði kaupstaðarins, og stjórninni heimilað að ábyrgj-
ast fyrir liönd rikissjóðs alt að 667000 kr. lán.
Frumvarp lá einnig fyrir lil laga um hafnargerð
á Sauðárkróki,. Ætlast var til, að ríkissjóður leggi
íram % kostnaðar (250000 kr.) gegn % hlutum frá
hafnarsjóði Sauðárkróks, og jafnframt rikissjóðs-
ábyrgð á 370000 kr. En frumvarp þetta varð ekki
útrætt.
Frumvarp til iaga um lendingabætur í Þorláks-
höfn var samþykt, og má samkvæmt þeim verja til
þessara lcndingabóta kr. 80000 úr ríkissjóði, þegar
fje er veitt til þess á fjárlögum, gegn jafnmiklu til-
lagi annarsstaðar að, og jafnframt má lána Árnes-
sýslu 80000 kr. úr viðlagasjóði til fyrirtækisins.
Mikil þörf er orðin á því, að landið eignist dýpk-
unarskip. Mjög viða er bagalegt, og gerir í raun og:
veru allar framkvæmdir á þessu sviði ómögulegar,
að ekkert hentugt skip sje lijer til taks til dýpkunar.
Var þvi i fylsta máta tímabært, að þingsálylctun var
samþykt um það, að ríkisstjórnin undirbúi kaup á
dýpkunarskipi, sem hentugustu til notkunar við liafn-
arbætur landsmanna, og leita samninga um þátttöku
í kaupum við þá kaupstaði, sem mesta þörf liafa
fyrir afnot skipsins. —
Lög voru samþykt um lendingar- og leiðarmerkí
og viðhald þeirra (stjórnarfrumvarp), og er tilgang-
ur laganna að tryggja viðhald þeirra merkja sem eru
licil og endurreisa þau, sem hafa verið, en hafa eyði-
lagst.
Lög voru samþykt um breyting á lögum um vita,-
sjómerki o. fl., nr. 23, 11. júli 1911 (stjórnarfrum-
varp). Breytingin er fólgin i því, hvernig kostnað-
inum við að nema burt farartálma, skuli skift millí
rikissjóðs og idutaðeigandi hafnarsjóðs.
Frumvarp lil laga um forkaupsrjett kaupstaða og
kauptúna á hafnarvirkjum o. fl. var ckki útrætt.
Hið sama frumvarp var flutt á þingi 1927 og þá vís-
að til stjórnarinnar. Th. K.
Frh.
ÍOO ára afmæli Fjölvirkjaskóians í Kaupmannahöfn.
Eins og getið var um i tímaritinu í fyrra verður ald-
arafmæli fjölvirkjaskólans i Kaupmannahöfn lialdið
hátíðlegt dagana 28.—31. ágúst n. k. á þann hátt að
efnt verður til norræns verkfræðingamóts.
Forsæti mótsins er skipað 5 mönnum, einum frá
hverju landi, eru það þeir:
Holger Neergaard, verkfræðingur, formaður verk-
fræðingaf jelagsins danska, er hann aðal forseti. Hugo
Malmi, verkfræðingur og forstjóri frá Finnlandi,
Geir G. Zoéga, vegamálastjóri, formaður verkfræð-
ingafjelags íslands, Fríman Dahl, verkfr., formaður
verkfræðingafjelagsins norska og Sigurd B. Nau-
choff, forstjóri, formaður verkfr.fjelagsins sænska.
Auk þessara manna eru 8 hciðursforsetar, alt mik-
ilsmetnir menn í Danmörku á verklegu sviði.
Þar fyrir utan er 23 manna forstöðunefnd til þess
að annast allan undirbúning.
Mótinu er skift í 9 fagdeildir: Iðnaðarþróun, vjel-
smíði, skipasmíði, efnaiðja, vega- og brautalagning
og skipulag bæja, brýr og vatnavirki, heilbrigðis- og
húsaverkfræði, raffræði, bifreiða- og flugvjelagerð.
Á einum fagdeildafundinum flytur Jón Þorláks-
son, verkfr., fyrirlestur um hagnýtingu jarðhita.
Þátttakendur í mótinu aðrir lijeðan verða Geir G.
Zoéga, vegamálastjóri, Th. Krabbe vitamálastjóri og
Helgi H. Eirílcsson, skólastjóri.
Samtímis móti þessu og að nokkuru leyti í sam-
bandi við það, verður haldið norrænt náttúrufræð-
ingamót í Kaupmannaliöfn, er endar með ferðalagi
um Norður-.1 ótland.
Nýip verkfpædingar,
útskrifaðir frá f jölvirkjaskólanum í Kaupmannahöfn
síðastliðinn vetur voru þeir
Helgi Sigurðsson, Jónssonar bókbindara i Rcykja-
vík, tók liann fullnaðarpróf í heilbrigðisverkfræði,
og Jakob Gíslason, læknis Pjeturssonar á Eyrarbakka
með fullnaðarprófi í rafmagnsverkfræði. Helgi er
kominn liingað til Reykjavíkur og hefir fengið at-
vinnu iijá bænum — við landmælingar. — Jakob
hefir síðan hann lauk prófi, haft atvinnu hjá rafvjela-
smiðjunni Titan í Kaupmannahöfn.
F j elagsprent smiðj an.