Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1907, Síða 5

Freyr - 01.03.1907, Síða 5
EREYR. afskektir að þeir naumast geta með bygð tal-. ist. Yæru þar eigi hlunnindi mikil (einkum- á Dröngum) selveiði, dúntekja og viðarreki, mundu þeir fyrir löngu vera lagðir í eyði. Haglendi er ágætt í Yikursveit, víðáttu- mikið og kjarngott. Útheysslægjur eru víða góðar, en vetrarríki mikið, einkum í ísárum, þegar ekki næst til fjöruheitar, sem annars er til mikils léttis á mörgum jörðum. Flest tún eru lítil og jarðabætur litlar, enda ekki við öðru að búast í sveit, þar sem fiestir bændur eru með annan fótinn á sjónum og auk þess sumarið stutt, og því lítill timi til jarðabóta, einkum í ísárum. Fjögur tún í hreppnum eru þó algirt, og fjárbæli (nátthagar) al- menn, eins og yfir höfuð í Strandasýslu. Haíísinn er versti óvinur Víkursveitar óg þoka dóttir hans. Sé hafís nokkurstaðar við land, bregst varia að hann komi á Húnaflóa, reki jnn með Ströndum og fylli hvern vog og vík. Verstar eru þó sumarþokurnar einkum í júlí og ágúst. JÞær geta, sérstaklega þegar hafísinn er nærri landi, haldist samfleytt í fleiri vikur, svo aldrei sjáist til sólar. Hey hrekjast því oft mjög, einkurn töður. I sumar sem leið náðust þær t. d. ekki fyr en seint í ágúst, og þá stórskemdar. Engar verulegar til- raunir hafa þó verið gjörðar með súrhey eða sætheysgjörð, og er ilt til þess að vita, þar sem slægjur eru viða nógár, og allar skepnur væuar. Seinustu 20 árin hafa víða verið bygðir reisulegir torfbæir. Sá galli er þó á, að þeir eru ójárnvarðir, en í öðru eins illviðraplássi og Yikursveit er, ætti ekkert hús að byggja nema undir járnþaki. Bezt er áð tyrfa utanyfir járn- ið, einkum þar sem veðrasamt er, og ætti að bika það fyrst beggjavegna með koltjöru. Skeþnur eru í færra lagi í Strandasýslu, en vænar. Sauðfé mun vera þar jafn vænna en í nokkurri annari sýslu landsÍDS. I Strandasýslu er fé ekki vigtað alment á fæti, og er mér því ekki vel kunnugt um lifandaþuDga þess. Veturgamalt fó mun vera 100—130 pd., meðalþyngd líklega umllOpd., og er þó svo að segja alstaðar fært í'rá. Kví- ær flestar vigta yfir 100 pd. Væuleiki fjár er 2& mjög misjafn eftir érferði, einkum í norðursýsl- unni. — Jafnvænt mun féð vera í Kirkjubóls- hreppi og Bæjarhreppi, en lakast i Kaldrana- hreppi. Eg set hér nokkur dæmi um punga á sauðfé, og eru þau öll írá bændum, er fremur hafa orð á sér fyrir vænt fé. Finnur Jónsson bóndi á Kjörseyri fargaði fyrir nokkrum árum rúmum 30 gendingum, ó- völdum, og vógu þeir 115 pd. að meðaltali- Ragúel Olafsson í Guðlaugsvík seldi haustið 1903 rúman helming af veturgamla fénu (30— 40), það vænsta aí geldingunum og rýrustu gimbrarnar, og vó það að m. t. 117 pd., léttasta gimbrin 106 pd. og þyngsti geldingur- inn 134 pd. Bæði Finnur og Ragúel færa frá. Haustið áður átti Ragúel tvílembda á, er gekk með dilk, og vó hún 137 pd. og dilkarnir 75 og 80 pd. Jósep Jónsson á Melum lætur gaDga með1 dilk, og vega vænstu dilkarnir um og yíir 100' pd. I íjrra. haust átti hann veturgamla gimb- ur, er vó 138 pd. SigurðurMagnússon í Broddanesi slátraði í fyrra haust 8 veturgömlum hrútum. Þeir voru ekki vigtaðir lifandi en meðalvigt þeirra á blóðvelli var: 63 pd. kjöt, ll1/* pd. mör og gærur 14 pd. Þyngsti kroppurinu vó 73 pd. og gæran af þeim hrút vel þur 17 pd. Hrút- arnir voru hafðir í ey, nokkrar vikur eftir að þeir komu af fjalli, og hafa óefað batnað nokk- uð við það. Hustið 1904 átti Jón bóndi í Tröllatungu 5 veturgamla hrúta, og vógu þeir frá 136— 151 pd., meðalþyngd 142 pd. 1 fyrra haust cigtaði hann 10 dilka, og voru þeir 70—98 pd., meðalþyngd 831/,, pd. Sama haustið vigtaði hanti 10 fráfærnalömb og var meðalþyngd þeirra. 76 pd., léttast 72 pd., þyngst 82 pd. Halldór Jónssou bóudi i Miðdalsgröf skar í fýrra haust 9 hrúta veturgamla, og var með- alþyngd þeirra á blóðvelli: kjöt 55 pd., mör 8 pd. og gærur 11 pd. Haustið áður skar hann 6 hrúta veturgamla og var meðalþyngd kjöts 57 pd., mörs 8 pd. og uliin rúm 6 pd. A Tindi í Miðdai hjá ísleifi oddvita Jóns- syni vega kvíærnar 100—120 pd., og hrút- lömbin (hagfæringar) 80— 90 pd. Kjötið af

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.