Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.03.1907, Qupperneq 8

Freyr - 01.03.1907, Qupperneq 8
32 FRE YR. of þröDgur, til þess að hann geti fullnægt sanngjörnum kröíum. Skólinn er vel sóttur, enda forstöðumaður hans, gagnfræðingur Sigur- geir Asgeirsson, lipur kenuari. I Strandasýslu athugaði eg ábúð jarða, fekk upplýsingar um það hjá áreiðanlegum mönnum í hverjum hrrppi. I sýslunni eru alls 132 bygðar jarðir, þar af landssjóðs eign, 32‘/2 kirkjujörð og 82 einstakra manna eignir. Af þeim seinast töldu er sem svarar 33 í sjálfs- ábúð en 49 í leiguábúð. Likt þessu mun það veru í öðrum héruðum iandsins — þrír fjórðu hlutar allra bœnda leiguliðar! Hér er því um mjög alvarlegt þjóðarmein að ræða, en von- andi bæta lögin frá seinasta þingi um sölu þjóðjarða og forkaupsrótt leiguliða nokkuð úr, og á næsta þingi verða væntanlega samin lög um sölu kirkjujarða. Sá agnúi er þó á, að Ræktunarsjóður Islands hefir alt of lítið, fé til þess að geta ýtt nokkuð verulega undir sjálfs- ábúðina. Til þess að verulegt skrið geti kom- ist á hana, þyrfti landssjóður að hlaupa undir bagga með Ræktunarsjóðnum, og láua houum svo sem 20—30 þús kr. á ári næstu 10 árin með góðum kjörum, og ættu bændur að ræða það mál á þingmálafundum í vor. Rjómabú í öórum löndum. Elestir munu að líkindum skilja, hver er munurínn á rjómabúum og mjólkurbuum. En þvi til skýringar vil eg þó geta þess, að rjómabú eru þau bú uefnd, er aðeins veita rjómanum viðtöku til smjörgerðar. Mjólkin er þá skilin lieima, og undanrenningunni haldið eftir, en rjóminn sendur til búsins. Aftur á móti er mjólkin óskilin flutt til mjólkurbúanna og sltilin þar. Undanrenuing- in síðan send heim eða seld. Stundum er hún og notuð til ostagerðar á búinu. Rjómabúin eða mjólkurbúin eru laDgflest félagsstofnanir, og víðast hvar samvinuu og sameignarbú. — I öðrum löndum, þar sem þessi félagsskapur á sér stað, eru flest búin mjólkur- bú, og sumir hér á landi hafa enda ímyndað sér, að hvergi væru til rjómabú nema hér. Þessu er þó eigi þann veg háttað. — Rjóma- búin hafa verið og eru miklu víðar en hér. Þau eru helzt i þeim sveitum og héruðum, þar sem strjálbygt er og erfiðar samgöngur. Skal hér nú stuttlega skýrt frá rjómabúum annars- staðar. Um siðustu aldamót voru i Danmörku 8 rjómabú. Eyrirkomulag þeirra var mjög svip- að því, sem gerist hér á landi. Munurinn á staffseminni aðallega sá, að rjóminn var hitaður upp í 85° C. — Eitt af þessum búum tók á móti rjóma úr 600 kúm frá rúmum 100 félagsmönnum. Elest búin kostuðu með öllu tilheyrandi 10,000—14,000 kr. Nú er þessum búum öllum, nema ef til vill einu þeirra, breytt i mjólkurbú. I Danmörku þykja mjólkurbúin borga sig betur, enda er þar þéttbýlla og fólksfleira en hér á landi, auk þess, sem vegir og samgöngur eru þar miklu betri. A jÞýzkalandi eru nokkur rjómabú eða hafa að minsta kosti verið til skamms tima. Mjólk- in skilin heima og rjóminn aðeins sendur til búsins. — Margir fátækari bændur eiga ekki skilvindu, en fá svo mjólkina skilda hjá ná- granna sínum og borga fyrir það ‘/4 eyrir á hvern pott. I Hollandi eru kýr góðar og ruikil mjólk- urframleiðsla. Þar voru, eftir skýrslum frá 1903, alls 705 samvinnu og sameignarbú; þar af voru rekin með gufuafli 247, en 458 með handafli. — Auk þess voru þar 229 önnur bú, rjómabú og ostabú; þar af rekin með gufuafli 177, en 52 með bandafli. Búin eru því raörg fremur lítil, og ganga sum þeirra aðeins að sumrinu líkt og hér. Kýr mjólka óvíða jafmnikið einsogáHoll- andi. Árið 1904 er getið um 2 kýr, sem tald- ar voru beztar’ þar á landi. Önnur þeirra mjólkaði 16,460pd.yfir árið, og úr þtsirri mjólk fengust. 530 pd. af smjöri. Hin kýrin mjólkaði 18,548 pd. yfir árið. Eitumagn mjólkurinnar var 3,8°/0 til jafnaðar og úr árs- nytinni fengust 560 pund af smjöri. — Á ein- urn bæ þar er getið um 20 kýr, er mjólkuðu til jafnaðar 8396 pd. yfir árið. Smjörið varð 281 pd. td jatnaðar undan kúnni.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.