Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1907, Blaðsíða 11

Freyr - 01.03.1907, Blaðsíða 11
FÉEYR 35 Hugleiöingar um sauðfé vort. Þó ýmsir ai atvinnuvegum vorum hafi breyzt nokkuð til batnaðar nú á síðustu árum, þá eru þær breytingar svo hægfara, að sumir þeirra standa nær því í stað frá elstu tímum. — Það er ekki ætlun mín með línum þessum, að fara að rita um atvinnuvegi vora yfirleitt beldur að- eins einn þátt þeirra, sauðfjárræktina. Því verður ekki neitað, að meðferð sauð- fjárins befir tekið dálitlum framförum á siðari árum og liggur það aðallega í því, að fénu er ætlað meira og betra fóður, en áður var, og vantar þó mikið til þess að fóður þess sé full- nægjandi. Skoðanir manna eru að breytast á því, að það sé ekki aðalatriðið, að bafa féð svo margt, að það rétt aðeins dragi fram lífið, heldur að það gefi þann arð nokkurnveginn, sem því er ætlað að veita. — Sú skoðun á erfiðara upp- dráttar, að ekki sé hægt að láta sömu sauð- kindina veita afurðir í margar stefnur og það í ríkulegum mæli t. d. að ær geti auk afkvæm- is framleitt mikla mjólk, ull og kjöt. Einstöku bændur bafa sýnt lofsverðan á- buga á því að bæta sauðfé sitt, en þær tilraun- ir bafa verið á reiki og svo óákveðnar, að lítill árangur sést af þeim. — Þó margt megi finna að fé voru sem bverju öðru óbættu fjárkyni, þá er það þó tilfinnanlegast af öllu hvað það er kynfestulaust, t. d. bjá sama fjáreigandanum er sumt féð hyrnt, annað kollótt, sumt snögt í framan annað með brúska; undan góðri mjólkurá kemur ef til vill ær, sem ekki mjólkar afkvæmi sínu nóg, en safnar miklu kjöti; algengt er að dökk og mislit lömb fæðast af hvítum foreldrum, og svona mætti lengi telja. Allir sjá að þetta má ekki svo til ganga, það verð- ur að laga þá ágalla, sem nú eru á sauðfé voru svo það verði meira arðberandi, en nú er. Bændurnir gengju þýðingarmikið framfaraspor ef þeir reyndu hver um sig að koma á sam- eiginlegum einkennum í sinni björð, það hlyti að létta svo mikið undir með starfsemi kynbóta- búa tyrir sauðfé sem þegar eru farin að ryðja sér til rúms á stöku stöðum, og í fram- tíðinni bljóta að verða ein af aðallyftistöngum til umbóta sauðfé voru. Þó kynbótabúastofn- anir þessar séu ungar og ekki ennþá komnar til fullkominnar starfsemi, eru þær þegar búnar að sýna að stórkostlegar umbætar má gjöra á sauðfé voru, séu þær stundaðar af þekkingu með þeim áhuga og nákvæmni, sem það starf krefur. Til þess að koma kynbótabúum á fót, liggur beinast fyrir að gefa út hlutabréf til stofnunarfyrirtækjanna fyrir ákveðinni fjárbæð. Líklegt er að ýms félög sem stofnuð eru og stofnuð kunna að verða til eflingar landbúnað- inum, mundu styrkja þau að nokkru, svo og sýslusjóðir. Kynbótabú þurfa mikið fé, einkum i fyrstu, til þess að geta leyst úr þeim spurn- ingum, sem fyrir þau eru lagðar, en þegar fram líða stundir og álit fer að koma á þau, eiga þau að geta borið sig fjárhagslega, þá er hægt að selja og lána dýr til undaneldis. — Búin þurfa að vera vel sett í sveit, svo fjáreigendum gefist sem beztur kostur á að kynna sér fyrir- komulag þeirra og þær tilraunir, sem þar eru framkvæmdar. — Ekki má hafa kynbótabúin í beztu landkostasveitunum, því ef flytja á fó frá þeim til lakari staða, er bætt við að til- raunirnar mishepnist. Vér hötum ekki enn þá nema óljósa bug- mynd um bvað sauðfé vort getur gefið mikið af sér, ef það er bætt og liggur það nær að mínu áliti, að rannsaka það og vinna að þvi, en fara að kaupa útlent fé til kynbóta bér á landi, og það fjárkyn, sem reynist ekki vel á erlendu kynbótabúi. Vér þurfum ekki að vera neitt hrifnir af árangri þeim sem komið befir í 1 jós á Sauðfjárbúinu á Hodne með Cbeviotféð1), þar sem öll möguleg nákvæmni er viðböfð og ekkert til sparað. — Búið befir starfað síðan 1890 og árangurinn er þessi: Haustið 1903 vega fullorðnar ær, þyngst 114 pd., léttast 86 pd. meðalþungi 106 pd., veturgamlar ær þyngst 94 pd., léttast 82 pd., meðalþungi 88 pd. Lömb 7 mánaða gömul frá 84 niður í 60 pd. Hver skyldi þyngdin verða í þessu fé, þeg- ar það væri búið, vera hér nokkur ár að og hvað skyldu íslenzkir bændur segja um fé, semþeir !) Sbr. Sauðfjárbúið á Hodne. Búnaðarrit 18. ár 4. hefti.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.