Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.03.1907, Qupperneq 12

Freyr - 01.03.1907, Qupperneq 12
36 PREYR þyrftu að eyða í til fóðurs 10—15 krónura ár- lega,? Þar, sera þetta áminsta fjárkyn erupp- runnið, er þyDgd þess auðvitað meiri, en ekki er það rétt að nota þunga fárra einstaklinga sera agn fyrir áhugamáli sínu, þó að það kunni að láta vel í eyrum. Ekki útlend fjárkyn inn í landið, bætum heldur vort eigið sauðfé, það mun verða hændum og búalýð notadrýgra. „Holt er heima hvað“ segir máltækið. Eg hef minst á þennan þunga, sem féð á Hadne hefir fyrir þá orsök að hér þarf ekki annað en benda til hinna betri landkostasveita vorra, að það þykir þessi þungi lítill, og eftir hverju er þá verið að sækjast? Eitt af því, sem hlýtur að hafa mjög mikla þýðingu fyrir sauðfjárrækt vora í framtíðinni, eru sýningarnar. Þangað ættu fjáreigendur að, reka sitt bezta fé, ekki í því skyDÍ að fá það verðlauDað, heldur til að bera það saman við hið verðlaunaða fé. Þá veita menn því betri eftirtekt en nokkursstaðar annarsstaðar, ! hverju því er ábótavaut, og fá áhuga fyrir að bæta úr göllunum; það getur„komið að betri notum en verðlaun. Því er enn þá mjög ábótavant við hirðingu fjár hér á landi, hvað óvíða fóður þess er vigtað, því er gefið eitthvað af handa- hófi eftir ónákvæmri mælingu; af þessu leiðir að stundum er gefið ofraikið, aðra tíma oflítið og áraDgurinn verður sundurgerð i fjármensk- unui. Bændur kvarta yfir dýrum og ónógum vinnukrafti; þeir mundu geta sparað mikla vinnu og peninga með því að vigta fóður handa gripum sínum, auk þess semþað er mjögvirð- ingarverð búregla, að geta séð hvað fóðureyðsl- an er mikil á hverju ári. Bót í Hróarstungu. Þorst. Guðmúndsson. Sláttuvélin. í ágúst hefti „Ereys“ þ. á. er stuttlega skýrt frá hvað margar sláttuvélar séu, nú í ár notaðar hér á landi, og hverjir notendur þeirra eru. Jainframt þvi er hvatt til þess að notendum þeirra fjölgi óðum, þá inDlend reynsla sé fengin fyrir gagnsemi þeirra, sem „Ereyra muni síðar geta skýrt frá nánar. Af því að mín er þar getið sem eins not- anda bæði sláttuvélar og rakstrarvélar (hest- hrífuj, og sérstaklega af því að eg vildi eg gæti hvatt til útbreiðslu á notkun hentugra og nyt- samra vinnuáhalda, vil eg hér með skýra frá minni reynslu á þessum áhöldum. Siðastliðið sumar (1905) sá eg fyrst Her- kúles-sláttuvélina og leizt þá strax mikið vel á hana, svo að eg hugsaði þá um að kaupa hana hjá B. H. Bjarnasyni kaupm. í Reykjavik, en af. því mér þótti hún dýr, og einkum þötti mér borgunarkostir ekki aðgengilegir til að byrja með þá nýjung, þá varð ekkert úr kaupum á henni í það skifti. Siðar um sumarið var hún reynd jafnfrarat. tveiraur öðrum sláttuvélum : „Deering“ og „Ti/rf- ingia og hefir dómnefnd, sem kvödd var til þess að dæma um þær, birt þann dóm sinn, sem kunnugt er. Nú í ár hafði Sturla kanpm. Jónsson í Reykjavik hana fyrir nokkuð lægra verð en var á henni í fyrra, og hjá honum fekkeg hana. — Vegna sérstakra orsaka komst vélin ekki heim til mín fyrri en nokkru eftir að sláttur varbyrjaðurhjá mér, og var eg því búið að slá með orfi og 1 já nokkuð, sem slá má með vélinni en sem eg hugði að hún gæti ekki slegið, en sá, þegar eg var farinn að reyna hana,. að hún getur slegið. Næsta ár og framvegis get eg því, ef lifi, notað . hana með meiri hagnaði en var í suraar, sér í lagi þegar vel vorar og snemma sprettur; gott að geta þá, á örstuttum tíraa, slegið með henni bezt sprotnu flatirnar jafn fljótt og skegja keraur á þær fyrst, og svo hána, því þegar háin er vei sprott- in slær véiin hana vel. Og það er mjög lík- legt að þegar snemma og vel vorar, megislá þri- svar á sumri vel ræktaðar sléttur á góðum jarðvegi, þegar slegið er með vél, þvíháin sprett- ur mikið fljótar, jafnar og betur, þar sera sleg- ið ■ er raeð vél, heldur en þar sem slegið er með ljá; því þar sem slegið er með ljá, er gengið svo nærri grasrótunum, að þær særast oft mikið, og þurfa því nokkuð langan tiraa

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.