Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.03.1907, Qupperneq 13

Freyr - 01.03.1907, Qupperneq 13
FREYR. 37 til þess að sárin grói, áður en blöðin fara að spretta, nema nokkur blöð, sem bezt hafa slopp- ið fyrir ljánum, og þaðjafnvelþegarhagstæðast viðrar til þess að háin spretti; en þar sem slegið er með vél, særast grasræturnar ekki neitt og grasvöxturinn getur því haldið þar áfram hindr- unarlaust. Ef þeir, sem hafa ekki séð hvernig vélin slær, ímynda sér að hún slái svo loðið að til skaða sé, þá segi eg þeim, að það, sem hún skilur eftir í fyrra slætti, margborgast i því, hvað háin verður betri eftir vélarslátt en ljós. Og grannar mínir, sem komu hér í sumar til til þess að sjá slátt vélarinnar sögðu flestir: „Það er fullvel slegið þetta; eg hélt hún slæi illa“. „Elýtinn tala eg ekki um“. (,Það borgar sig að fá sér þetta verkfæri11. Eáeinir fundu það að slætti hennar, að hún slái loðið og það var það eina, sem þeir gátu fundið að. En sú aðfinning sannar ekki annað en það, að sumir menn virðast skoða það skyldu sínu að reyna að hafa eitthvað á móti því, sem óvana- legt er eða þeir hafa ekki vanist, jafnvel þó ný- ungin haíi mjög þýðingarmikla yíirburði og kosti fram yfir vanalega „gamla lagið“. Já, það er satt, sláttuvélin borgar fljótt verð sitt með sparaðri handvinnu til sláttar, þar sem dálítið er af svo sléttu landi að henni verði komið við, og auðvitað því fljótar sem meira er til af því á hverjum stað; handvinn- an er nú orðin svo torfengin til heyskaparvinnu og dýr, að það er mikil þörf á að geta sparað hana, og við bændur ættum að taka fegins hendi og fagnandi hverri góðri bendingu til þess. Og því til sönnunar að sláttuvélin spari mikið handvinnu, þar sem henni verður komið við, get eg sagt það ákveðið af minni reynslu, að á túni sló eg stykki, sem er full dagslátta á 2 kl.st. og 15 min., og þó eru á því nokkr- ar ójöfnur sem heldur töfðu, þvi eg varð að láta hestana stöðvast snöggvast þrisvar eða fjórum sinnum þess vegna. Hestanna vegna þurfti þess ekki, þeir voru ekkert móðir. Og á engi (harðvelii) sló eg 986 Q faðma á 2. kl. st. og 20 mín. Blettirnir eru afmarkaðir og auðmældir hvor á sínum stað, og eg var frá- tafalaus við að slá þá. Annars ér verkdrýgra að hafa fyrir stærri stykki i einu, þar sem því verður komið við. Á rótmjúkri jörð slær vél- in svo vel sem bezt getur verið slegið. Eyrst er eg fór að slá með vélinni beitti eg einungis einum hesti fyrir hana, og var honum ekkert erfitt að draga hana, þar sem hallalítið er; en þar sem halllent er, er hún of erfið einum hesti móti hallanum, eins þar sem mosi er mikill eða mjög mjúkt undir. Tveim- ur hestum er auðvelt að draga hana. En útbún- aðurinn, sem hún hefir til þess að tveimur hest- um verði beitt fyrir hana, er ekki svo góður sem æskilegt væri. Það er ilt að gæta þess að hestarnir liafi báðir jafnt erfiði við að draga hana áfram, og ómögulegt annað en að hest- urinn, sem gengur til hægri hliðar, hafi einn fyrir að breyta stefnu (snúa við) og ýta vélinni til baka (afturábak) þegar þess þarfj .en það kemur oft fyrir; þeim útbúnaði þarf að breyta til bóta, svo að hestarnir hafi báðir jafnt fyrir við allar hreyfingar með vélina, og er líklega ekki torvelt né kostnaðarsamt fyrir verksmiðj- una að gjöra það; en ekki líklegt að það verði gjört hér jafn vel og kostnaðarlítið sem verk- smiðjan getur gjört það. Svo hygg eg að ann- að sé, sem betra væri að breyta dálítið fyrir okkar íslenzku ástæður; það er grindin (eða kjálkarnir, dráttartaumarnir), sem hún er fest við aktýgin með. Af því að okkar hestar munu vera nokkuð minni en þeir hestar, sem vélin er gerð fyrir, verður átakið eða stefnan frá vélinni að okkar hestum neðar, lægri en til er ætlast og vélin þess vegna meira grúfandi en á að vera; eg byggi þetta álit mitt á því, að þegar eg ók henni á hallalausu, hallaði fram úr sætinu á henni, og þó hafði eg fyrir henni hest, sem er með stærstu hérlendum hestum; en það á ekkiaðhalla fram úr sætinu, þegar hún gengur, það á að vera hallalaust. Til að fá þetta lag- að fyrir okkar ástæður, álít eg að það þurfi að gefa verksmiðjunni upp meðal stærð íslenzku hestanna svo hún geti eftir því búið vélina út svo að hún hafi rétta stefnu við jörðina, þegar okkar litlu hestar ganga fyrir henni; eg álít að það hafi talsverða þýðingu. Eg óska og vona að þeir, sem flytja vélina hingað til lands- ins framvegis, hlutist til um að þetta tvent, sem eg hefi bent á, verði endurbætt, fyrir okk-

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.