Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.03.1907, Qupperneq 15

Freyr - 01.03.1907, Qupperneq 15
I’REYR. 39 Lítil athugasemd, í 20. árg. Búnaðarritsins, bls. 184—217, rit- ar hr. Hallgrímur JPorbergsson grein um sauð- fé. Margt í ritgerð þessari er sjálfsagt gott og eftirbreytnisvert; bún lýsir áhuga höfundarins á sauðfjárræktinni samfara allgóðri þekkingu og á hann því þakkir skyldar fyrir hana í heild sinni. JÞað er nú ekki ætlun mín að fara að rita hér itarlega um þessa grein, endaereg ekki fær til þess, en litla athugasemd vildi eg mega gjöra við eitt atriði í henDÍ. Höf. heldur því fram, að réttara muni og meiri hagsmunavon að þvi, að selja dilka að haustinu en að setja þá á vetur, og hygst að sanna þetta með dæmum, sem hann setur upp í reikningsformi. Enginn vafi er á því að í aðalatriðinu hefir hann rétt fyrir sér, en af því að reikningurinn er ekki réttur, þá tekst honum ekki að sýna gróðamismuninn eins og hann er í raun og veru. Skekkjan liggur í pví, að höf. telur ásetnings-lömbin tekjumegin, sem vafalaust eiga að teljast gjaldamegin. Það liggur í augum nppi að það er beint tekjutap að setja lömbin á vetur, í stað þess að selja þau strax að haustinu, og til uppbót- ar þeim halla fær maður ekki aunað en vetur- gömlu kindurnar næsta haust, sem —• eftir verði því er H. Þ. reiknar — eru að eins kr. 2,50 verðhærri en dilkarnir, o: borga ekki nema hálft fóðrið, auk ullarinnar, sem oft er litið meiri en fyrir vanhöldum. Því enga skyusamlega ástæðu get ég séð til þess að meta sláturs- eða söludilkana á kr. 11,50 ■en hina, sem á vetur eru settir, að eins á 4,00; allir eiga þeir að sjálfsögðu að verð- setjast eins og liægt er að fá fyrir þá. Eg skal nú til skýringar setja upp dæmin eins og ég álit að þau eigi að vera, og til þess að samanburður á dæmum okkar H. Þ. sé auðveldari, held ég mér við sama verðlag og sömu afurðir og hann gjörir, þó það komi ekki i alla staði heima við mina reynslu. Dilka þá, sem á vetur eru settir, tel óg þó samkvæmt framanrituðu í sama verði og aðra dilka og vanhöld reikna ég á annan hátt heldur en H. I>. gjörir í dæmum sinum. Eyrsta dæmið: dilkar settir á vetur. Útgjöld: 45 ærtóður kr. 5,00 kr. 225,00 45 lambf. kr. 5,00 og 2 hrútaf. kr. 10,00 — 245,00 Hagaganga og gangnaskil kr. 0,75 á kind . —. 69,00 Reutur af verði fjárhúsa og viðhald — 48,00 Rentur af verði fjárins .... — 55,00 45 dilkar til ásetnings á kr. 11,50 —- 517,50 Vanhöld á öllu fénu kr. 1,00 á k. — 92,00 Samtals kr. 1251,50 Tekjur: Ull af 92 kindum, 2 pd. afhverri á kr. 0,80 ........ 147,20 7 ær til slátrunar á kr. 11,50 . . — 80,50 45 kindur veturgamlar kr. 14,00 . — 630,00 54 dilkar á kr. 11,50. .... — 621,00 Samtals — 1478,70 Erádregin gjöld — 1251,50 gróði kr. 227,20 Meðaltal á kind kr. 2,47. Síðara dæmið: dilkar seldir eða slátrað. Útgjöld: 75 ærfóður á kr. 5,00 .... kr. 375,00 14 lambafóður kr. 5,00 og2hrúta- fóður 10,00 — 90,00 Hagaganga og gangnaskil* . . — 69,00 Rentur af verði fjárhúsa og viðhald — 48 00 Rentur af verði fjárins .... — 55,00 14 lömb til ásetning kr. 11,50 — 161,00 Vanhöld kr. 1,00 á kind . . . — 91,00 Samtals kr. 889,00 Tekjur: Ull af 91 kind 2 pd. af hverri á kr. 0,80 145,60 14 ær á kr. 11,50 til slátrunar . — 161,00 89 dilkar á kr. 11,50 .... — 1023,50 Samtals kr. 1330,10 Frádregin gjöld — 889,10 Gróði kr. 441,10 Meðaltal á kind kr. 4,85. * Sami kostnaður og í fyrra dæminu þó 1 kind sé hér færra.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.