Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1930, Page 5

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1930, Page 5
Tí M ARIT V. F. I. 1930. 59 að hann hafi í'engið laud. Reynið að spyrja mála- stúdent um terrestriska kóordínata, um það, livað átt sé við með lengd staðar eða breidd; hann veit það ekki i níu tilfellum af tíu og tæpast i því ti- unda heldur. Og þó að hann kynni að nefna gráð- ur eða stig, eða eitthvað þess háttar, mundi liann enga hugmynd tengja við orðið. Veggir máladeild- arinnar eru impregneraðir með „bókmenntum", þeir eru orðnir ísólerandi, þeir hindra aðstreymi af þekkingu. Það var að vísu ofurlitill gluggi á máladeildinni, þar sem mathematíkin var, en það er búið að byrgja liann. Nú týrir þar á kvæða- og smásögu-rusli. Máladeild menntaskólans hefir frá því 1908 og þangað til nú fyrir fáum árum, verið ein um að útskrifa íslenzka stúdenta, og væri þá ekki úr vegi að gera sér grein fyrir því, hvernig hún hafi leyst af hendi þetta ábyrgðarmikla hlutverk. Að vísu treysti ég mér ekki til að gefa neina lieildar- lýsingu á íslenzkri menntamannastétt, en þó eru ýms fyrirbrigði, sem naumast orka tvímælis og benda eindregið i lakari áttina. Ég á hér lielzt við blöðin. Skynbærum mönnum ber nokkurn- vegin saman um, að þau séu vond, verri en við þyrfti að búast, og að tónninn í blaðadeilunum sé ekki menntuðum mönnum samboðinn. Flest tímaritin eru fábreytt og ófróðleg. Þau byrja oft- ast með kvæði. Svo kemur kannske grein eins og „Trúarhugtakið“, svo aftur kvæði, líklega eftir Vestur-íslending, svo smásaga, sem heitir „í rökkrinu", svo enn kvæði: „Stúlkan brjóstveika“ o. s. frv. Þetta er alveg satt, þessar fj'rirsagnir standa virkilega i timaritsræksni, sem ég fann í bókarusli inni í skáp —. Eitt er enn, sem bendir til þess, að íslenzkir menntamenn séu ver upp- lýstir en sæmilegt má kalla. Það er hin feykilega trúgirni, þeir eru um það eins og Bjarni á Leiti, þeir trúa bezt öllu þvi, sem vitlausast er. Það eru ekki til svo fáránleg hindurvitni, að þau eigi sér ekki forsvarsmenn meðal menntamanna þjóðar- innar. Þetta er alveg alkunnugt og sannanlegt. Það þarf ekki annað en minna á fjárdrápið norður i Húnavatnssýslu, liérna um árið, sem fjöldi mennt- aðra mánna kenndi draugum eða huldufólki, já, eða furðuljósin, sem blöðin sáu tvisvar í viku, og draugaflugvélarnar, því að nú eru draugarnir liættir að ganga sig upp að linjám, eins og í gamla daga, þeir þeytast nú í flugvélum landsliornanna á milli, og helmingur skólagenginna manna trúir á þá. Það væri synd að segja, að þeir séu krít- iskir, okkar yngri menntamenn aif máladeildar- kynslóðinni, þeir eru lýriskir í staðinn, en ég ætla nú að lála lýrikina i friði i þetta sinn. Onei annars, ég læt liana ekkert i friði, úr því ég minntist á hana á annað borð. Lýrikin okk- ar er eitt auðvirðilegasta fyrirbrigði andlegrar starfsemi. Hún er ger af IV hlutum: Af músík villimannsins og af vísindum þess þekkingarlausa og af list klaufans og af heimskingjans filósófi. Hún eitrar málið, gerir það óskýrt og lieimskt og loðið og teygjanlegt og mér fjandsamlegt, liún vel- ur orðin eftir því, á hvaða staf þau byrja, eða eftir því, livernig endasamstöfur þeirra eru, en skiftir sér miklu siður af hinu, livað þau þýða, já og stundum er hún hara endileysa, bara gal- tóm langavitleysa, alvizkuhlutfallahljómur! Þetta snilldarorð er eftir liann Matthías gamla, hann her upp tvær gátur i sömu andránni: Hvað þýða höpp og fár? Hvað eru þúsund ár? Nú skyldi maður halda, að ráðningarnar væru tvær, sín á hvorri, þvi að liöpp og fár þýða vissulega allt annað en þúsund ár. En það er bara ein ráðning: Alvizku- lilutfallahljómur. Það er billegt að vera spekingur á Islandi. Svo á maður að hampa dellunni á tung- unni og velta vöngum yfir kúnstinni: AI—vizk—u —lilut—fall—a—hljóm—ur. „Andríki", segja þeir, „fegurð“! Ætli það sé ekki nóg að kalla það „heg- urð“, það er orð, sem þeir á Akureyri liafa búið til. „Megurð“ er aftur á móti klassiskt. Já, ég segi það satt, þeir eru brjóstumkennanleg- ir aumingj arnir, sem eru fordæmdir til þess að lifa alla sína æfi á tómum dömulitteratúr. Svo verða þeir að halda þessu á lofti, eins og það væri eitt- hvað, já meira að segja eins og það væri það eina sáluhjálplega, þeim fer líkt og Skrælingjunum á Grænlandi, sem kalla sjálfa sig „innuk“, það kve þýða „mannkynið“, ég liefi lesið það í einhverri bók. „Við erum innuk“, segja þeir, mannkrílin. Jæja, svo að ég slcppi nú skáldskapnum okkar og „bókmenntunum“ og því öllu, þá er meira en grátlegt til þess að vita, að við, sem gjarnan viljum láta kalla okkur menntaþjóð, skulum standa svo lágt, að eiga „lærðan“ skóla, þar sem ekki er minnst á megin-fræðigreinar nútímans lieldur • en þær væru ekki til, já og „háskóla“ lika, það mátti ekki minna vera. Aðrir eins skólar ern víst ekki til meðal hvítra manna, og naumast þó að viðar væri leitað. Því er nú mjög haldið á lofti, að þeim skjátlist þeim lærðu, alþýðuhyggjuvitið setji þá i gápastokk- inn. En ef lærdómurinn dugar ekki, þá verður að læra meira. Ég býst ekki við að neinn annar veg- ur sé fær, sízt sá, að setja lærdómsstimpilinn á þá ólærðu og láta eins og visindin séu viðfangs- efni útlendinga og komi okkur ekki við. Nú stend- ur yfir öld skjótra breytinga og stórstígra fram- fara, mannvitið ryður nýjar brautir til meiri þekk- ingar og lífsþæginda, en skólarnir okkar draga sig þegjandi út úr, snúa rassinum i framfarirnar og kenna mál og fornfræði. Nú er rnest þörf fyrir sögu Rómverja, svo skildist mér á stúdentinum i Morg- unblaðinu um daginn, mest þörf á dálítið meiri latinu og meiri fornfræði. Ég hef annars ætíð

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.