Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1930, Side 10
64
TI M A R IT V. F. I. 1930,
mannafrumvarp, og frumvarp um viðauka við lög
nr. 7, 15. júní 1926 um raforkuvirki, en hvorugt
þeirra var útrætt. Aftur á móti voru samþykkt lög
um stofnun rafmagnsdeildar við Vélstjóraskólann,
staðfest sem nr. 23, 19. maí 1930, og er þar með
tekið mikið og þarft spor til þess að koma raf-
magnskennslu af stað hér á landi.
3 hafnargerðarlög lágu fyrir, með sama lagi og
eldri lögin á Skagaströnd og Ólafsvik, en þau voru
fyrir Sauðárkrók, Dalvík og Akranes, þingmanna-
frumvörp sem ekki voru útrædd. Aftur á móti var
þingmannafrumvarp samþykkt um Vestmannaeyja-
höfn, 110000 kr. fjárveiting úr ríkissjóði til dýpkun-
ai innsiglingar, fullnaðarviðgérðar hafnargarða og
nauðsynlegustu mannvirkja innan nafnar, gegn
tvöföldu framlagi úr hafnarsjóði Vestmannaeyja-
kaupstaðar.
Af öðrum frumvörpum, sem ekki voru útrædd,
má nefna frumvarp til laga um heimild fyrir ríkis-
stjórnina til þess að láta leggja járnbraut frá
Reykjavík til Ölfusár, um breytingu laganna um
skipulag kauptúna og sjávarþorpa, um breytingu á
lögum um sundhöll i Reykjavik og um breytingu á
lögum frá 1927 um iðju og iðnað. Voru þau öll
þingmannafrumvörp.
Yfirleitt má því segja, að lítið gerðist á verklega
sviðinu fram yfir það sem i fjárlögunum er fólgið.
Th. K.
*
Ymislegt.
Laus jarðvegur steingerður.
í Þýzkalandi eru verkfræðingar teknir upp á
því að steingera lausan jarðveg, eins og t. d. möl
og sand, með því að blanda hann ýmsum efna-
samböndum. T. d. má nota kisilsýru og aluminium-
sölt og ennfremur öll þau efnasambönd (A), sem
steingera jarðveginn, við það að blandast öðrum
efnasamböndum (B) og á sér þá líkt stað og þeg-
ar sandur hreytist i sandstein við það að kisilsýran
losnar einhverra liluta vegna.
Nú á að steingera jarðlag og eru þá reknar nið-
ur i það 1%” pipur og fyrra efnasambandinu (A)
þrýzt niður um þær um leið; siðan eru þær dregn-
ar upp og hinu efnasambandinu (B) dælt niður
um þær og liarðnar þá jarðlagið jafnóðum. Til þess
að fá samfelda klöpp, á þennan hátt, má millibil
milli pípnanna ekki vera meira en 0.5—1.0 m. Jarð-
lagið þarf að vera rakt eða vott því að öðrum kosti
verður efniseyðslan of mikil.
Aðferð þessi hefir verið notuð með góðum árangri
víðsvegar um Þýzkaland, til þess að þétta leka og
tryggja grundvöll undir mannvirkjum í vatni.
Vatnsaflsvirkjun í Færeyjum.
G. Sætersmoen verkfræðingur hefir verið í Fær-
eyjum að athuga þar skilyrði fyrir stórri vatnsafls-
virkjun til þess að veita raforku um 3 stærstu eyj-
arnar, Ströymöy, Eysteröy og Vágöy. Hefir hann
komist að þeirri niðurstöðu, að næga orku muni
hægt að fá úr stöðuvatni við Eide og úr fossunum
við Vestmannhavn. Fulltrúar héraðanna á svæðinu
virðast vera málinu fylgjandi. Sagt er að firmað
Siemens-Schuckert muni koma upp fyrirtækinu og
lána fé i það, en áætlað er að það muni kosta 3
millj. kr. Líklegt þykir að Thorsliavn taki raforku
þaðan, en nú liefir bærinn ljósastöð með olíuvél.
Ein vatnsaflsstöð er á Færeyjum, sem reist var
fvrir 12 árum við Vaag á Suderöy.
(Telmisk Ukeblad).
Félagsmenn.
Vitamálastjóri sigldi þann 24. sept. til Lissabon
á vitamálaráðstefnu, sem þar er haldin. Hann mun
væntanlegur heim í desember.
Steingrímur Jónsson, rafmagnsstjóri er nýkom-
inn úr siglingu. Fór hann, ásamt tveimur bæjar-
stj órnarfulltrúum, til að ráðgast við þá verktaka,
sem gert liöfðu tilboð í Sogsvirkjunina.
Þeir Finnbogi R. Þorvaldsson og Árni Pálsson
verkfr. dvelja sem stendur erlendis til að kynna
sér nýjungar á sviði verkfræðinnar. Munu þeir
væntanlegir lieim upp úr áramótunum.
Þegar skýrt var frá skipun raforkumálanefndar-
innar i síðasta töluhlaði, láðist að geta eins nefndar-
manna, nefnilega Sigurðar Kristinnssonar fram-
kvæmdarstjóra. Nefndin, sem hefir skrifstofu í Hafn-
arstræti 17 (sími 1407) hefir ráðið sér til aðstoðar
Erling Ellingsen verkfr.
Iðnbókasafnið
í Iðnskólanum (uppi) er opið á miðvikudögum
og föstudögum kl. 6—7 e. h.
Fj elagsprentsmiS j an.