Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1930, Qupperneq 6
60
T í M A R IT V. F. I. 1930.
undrast gáfur þeirra manna, sem geta sannað það,
að Oddur Sigurgeirsson sé kominn af Upplendinga-
konungum, en geta iiinsvegar ekki leitt nokkur
skynsamleg rök að því, að talan 6 gangi upp í pró-
dúkt þriggja talna, sem standa saman í talnaröð-
inni — sem virðist þó vera svo miklu auðveldara
en liitt.
Meiri fornfræði og fleiri mál. Ég hef verið þar
sem saman voru komnir tíu fullorðnir menn, eða
fleiri, og ræddu um þarfir Menntaskólans. Hnigu
tillögurnar lielzt að þvi, að bæta við þremur mál-
um, grísku, spönsku og sænsku. Þetta mála-delirí-
um er ólæknað enn, sem sjá má af því, að bætt
hefir verið við máladeildina fjórum tímum á viku
í frönsku, til þess að láta það eitthvað heita nú, þeg-
ar stærðfræðinni er sleppt og þar með svo mörgu
öðru, því að það er ekki nema nafnið, að greinum
eins og eðlisfræði og stjörnufræði sé haldið i skól-
anum, þegar stærðfræðin er farin. Skilningurinn
á öllu slíku verður henni áreiðanlega samferða.
Annars vil ég ekki láta skilja mig svo, að eg sjái
eftir stærðfræðinni úr latínuskólanum eingöngu
vegna hinna annara námsgreina, sem með lienni
hljóta að hverfa. Ég sé eftir lienni vegna liennar
sjálfrar. Mér sárnar að inenn hér heima á íslandi
skuli öðlast stúdents-nafnhót, án þess að vera svo
mikið sem gatistar í þeirri máttugu fræðigrein,
hvað þá lieldur meira, það setur svo mikinn skræl-
ingjasvip á skólann. Það er nú að vísu svo um
mathematikina — og hefir vist verið svo frá alda
öðli* — að liún skilur sauðina frá höfrunum, hún
* í mínum gamla latneska Euklids-doSranti stendur (á
eftir reglunni, að hornalína og hlið í kvaðrati séu ekki „sam-
mælanlegar“) þessi klahsa: Celebratissimum est hoc theo-
rema apud veteres Philosophos, adeo ut qui hoc nesciret,
eum Plato non hominem esse, sed pecudem diceret.
setur mennska menn i klassa fyrir ofan liúsdýr og
semínarista, asnarnir geta ekki lært hana, en þeir
eiga ekki heldur að verða stúdentar, það ofhýð-
ur minni akademisku sál! Náttúrlega er nytsemi
stærðfræðinnar, eða réttara sagt nauðsyn, hafin
yfir allan efa, allra mest vegna liennar sjálfrar.
Hérna er citat, sem ég rakst á fyrir nokkru, úr
hréfi frá Jacobi til Legendre: „11 est vrai, que M.
Fourier avait l’opinion que le hut principal des
mathématiques était Tutilité puhlique et l’explica-
tion des phénoménes naturels; mais un philosophe
comme lui aurait dú savoir, que le but unique de
la science c’esl l’honneur de l’esprit humain, et que
sous ce titre une question de nombre vaut autant
qu’une question du systéme du monde.“ Ég þegi
nú bara sjálfur.
Máladeildin liefir sett ofan við það að sleppa
stærðfræðinni, þeir vita það, sem að henni standa,
nemendurnir hygg ég að viti það, að minnsta kosti.
Það er ekki víst, þegar allt kemur til alls, að mála-
deildar-stúdentar verði svo miklu betur að sér í
málum lieldur en liinir. Þeir eru það líklega í
fyrstu, en trúað gæti eg því, að stærðfræðideildar-
stúdentar læsu fullt svo mikið á útlendum málum
þegar fram i sækir, margir hverjir. Hinir hafa sem
sé ekkert fengið í veganesti frá latínuskólanum, að
heitið geti, nema eintóman málagrautinn, óbættan.
Og svo koma þessir málastúdentar, þessir semínar-
istisku gæsalappa-„stúdentar“ ofan í innréttinguna
við Austurvöll og fara að lesa íslenzku, fara nú að
stúdera „íslenzku“, sem þeir læra þó aldrei á við
meðal-Þingeying, taka svo eftir hæfilega mörg ár
próf í Símoni Dalaskáldi, já, og lifa síðan langa
æfi og deyja í þeirri trú, að þeir hafi verið mennta-
menn. Ætli þeir verði sáluhólpnir upp á liana?
Ólafur Daníelsson.
Yfirlit yíir helstu mannvirki á íslandi 1929.
Húsabyggingar.
Árið 1929 hafa eftirtalin verk verið framlcvæmd
á kostnað ríkisins, aðallega:
1. Haldið áfram byggingu Lands-
spitalans ..................... kr. 325300.00
2. Lokið við byggingu geðveikra-
hælisins á Kleppi ................— 156900.00
3. Byggt læknishús á Kleppi........— 21400.00
4. Aðgerð á Eiðaskóla...............— 7000.00
5. Byrjað á byggingu þjóðleikhúss — 8500.00
6. — - — Arnarhvols. — 115000.00
7. Fullgert fjós í Reykholti .........— 700.00
8. Aðgerð á Bókhlöðunni ............— 4300.00
9. Aðgerðir á Menntaskólanum ... — 37300.00
10. Aðgerðir á Kennaraskólanum . . — 9500.00
11. Byrjað á byggingu fjóss og hlöðu
Hvanneyri .......................— 60500.00
12. Aðgerð á Alþingishúsinu .........— 3800.00
13. — Ráðlierrabústað ..........— 5300.00
14. — - Kirkjustræti 12 ......— 8900.00
15. — - Dómkirkjunni .........— 8100.00
16. — - Hegningarhúsinu .... — 8200.00
17. — - Laugarnesspitala .... — 2200.00
18. — - Vallanesprestssetri .. — 6900.00