Freyr - 01.10.1910, Blaðsíða 3
Mýraræktin viö Herning.
Eftir Einar Helgason.
Heiðafélagið danska hefir unnið einna mest
i grend við Herning á Jótlandi. í>ar eru margir
skóggræðslureifir og mikið er þar um mýra-
rækt.
Yfirumsjón með mýrarækt Heiðafélagsins
hefir verkfræðingur Th. Claudi. Westh, en for-
maður gróðrarstöðvar þeirrar, sem er rétt hjá
Herning, heitir Basmussen. Þegar eg var þar
á ferð í fyrra sumar tók hann mér tveim hönd-
um og útskýrði lyrir mér ræktunaraðferðina.
Ræktunaraðferðin er misjöfn, eftir þvíhvern-
ig jarðvegurinn er, en honum má aðallega skifta
í tvent: mosaþembur og mýrar. Báðar þessar
jarðvegstegundir eru skamt frá Herning, en
nokkurt hil er á milli þeirra.
Mosaþemburnar nefna Danir „höjmose“
vegna þess að þær eru hæztar um miðju, en
heldur lægri utan til. Myndun þeirra getur
hafa verið með ýmsu móti, en talið er líklegt
að þar sem mosaþemban er nú við Herning
hafi verið stöðuvatn fyr á tímum. Gróðurinn í
vatninu hafi smámsaman komið upp úr og orð-
ið samfeldur. Mosinn hefir síðan náð yfirhönd
yfir öðrum gróðri, þótt að vísu einstaka plönt-
ur aðrar vaxi ú þessum mosaþerabum, en sum-
staðar hefir beitilyngið náð yfirráðum yfirmos-
anum og þannig var því varið hér á Pontoppi-
dan-stöðinni, svo nefnist gróðrarstöð þessi. Ber
hún nafn Pontoppidans rœðismanns, er lagði fram
fé til stofnunar hennar.
Þar sem gróðrarstöðin er nú, voru breiður
af beitilyngi á þófakendum, ljósleitum sverði,
sem ofan til er myndaðar af hvítmosa og fífu-
trefjum, en neðar var svörðurinn dekkri og
meir myndaður af fífu. Hér og þar eru vatns-
pyttir og alt er þetta kviksyndi. Jarðvegurinn
er seigur og þófakendur. Hann er þess eðlis,
að hann sýgur í sig rnikið af vatni og heldur
því í sér; getur það verið 70—90°/0 af þyngd
jarðvegarins.
Þessu landi hefir verið komið i góða rækt
án þess það hafi verið hreyft með plógi.
Byrjað er á því að þurka landið, bæði til
þess að gera það fært yfírferðar og eins til
þess að koma á stað rotnun eða efnabreytingu
í jarðveginum. Nokkrum árum áður en byrja
skal á ræktuninni, eru gerðir mjóir skurðir 3
feta djúpir; við það þéttist jarðvegurinn og sýg-
ur hér um bil 1 fet. Þegar byrja skal á rækt-
uninni eru þessir skurðir breikkaðir og gerðir
4 feta djúpir. Spildurnar á miili þeirra eru
jafnaðarlegast 14 faðma breiðar, en taka vil eg
það fram, að það er ósannað að skurðirnir þurfi
að vera svona þéttir ef gras skal rækta.
Næsta verkið er það, að kveikja ílynginu
og brenna það upp; þá eru stærstu þúfurnar
skornar upp og hvolft niður i helztu lægðirnar
og ruðningnum frá skurðunum er jafnað yfir.
Eitt af því sem einkennir þennan jarðveg
er það, hve lítið er í honum af kalki. Til þess
nú að flýta fyrir efnabreytingunni er brent kalk
(kalkmól) borið á landið, þegar búið er að jafna