Freyr - 01.10.1910, Blaðsíða 9
FREYR.
119
menmrnir engir lííeðlisfræðingar, þá væri at-
hugaverð auðn milli veðurfræðingsins og for-
manns frosttryggingarfélagsins. Eari svo, sem
vonandi verður, að mál þetta takist upp á ný,
þyrfti plöntu-lífeðlisfræðingur að verða með í
hópnum.
Nefndin átti, ef hún hefði komist á lagg-
irnar, að mæla hitann á mýrum til að rannsaka
áhrif framræslunnar á veðurhitann. Hvaða að-
ferð hafi verið hugsuð veit eg ekki, en eg leyfi
mér að benda á eina, sem ekki er margbrotn-
ari en svo, að hver áhugasamur mýraræktar-
maður getur, án mikillar fyrirhafnar, komist að
raun um hvort framræslan auki hitann. Ein
aðferðin væri auðvitað sú, að mæla hitann um
nokkur ár, t. d. 5, á óræstri mýri, ræsa hana
síðan og' mæla svo hitann jafnmörg ár. All-
mörg ár mundu augsýnilega þurfa til mæling-
anna til þess að ábyggilegt meðaltal fengist;
því yrði hitinn mældur að eins eitt ár áður en
framræst yrði, gæti svo farið, að þetta ár væri
t. d. óvanalega kalt og rannsóknin yrði þá ó-
ábyggileg.
Til þess að geta rannsakað þetta mál á
stuttum tíma, mundi mega hafa aðferð þá er nú
greinir: A mýrinni yrði settur upp lágmarks-
hitamælir og annar á hálendara svæði nálægt
mýrinni, en ékki nær mýrinni en svo, að vissa
sé fyrir ao áhrif frá henni komi ekki til greina,
en þó ekki lengra burtu en svo, að veðurbreyt-
ingar í héraðinu komi jafnt fram á báðum stöð-
um. Nú gæti farið svo, að á nokkrum haust-
nóttum sýndu mælarnir þessar tölur:
Á hærri staðnum: . Á mýrinni:
+ 3° -4- 5°
+ 1° -4- 8°
+ 4° -r- 4°
-f- 2° o. s. frv. -4- 6° o. s. frv.
Meðaltal + 2.5° Meðaltal -4- 5.8°
Mismunur hitans er þá 8.3°. Síðan er
mýrin ræst og næsta ár eru sömu athuganir
gerðar. Kæmi þá í ljós, að hita-mismunurinn
væri t. d. 8,5°, þá væri þar með sýnt, að fram-
ræslan hefði ekki haft nein veruleg áhrif á
hitastigið á frostnóttunum. Með þessu mótí
mætti á tveimur árum aðeins leysa þessa spurn-
ingu, en auðvitað væri lausnin enn þá áreiðan-
legri, ef rannsóknin tæki yfir fleiri ár.
Skýrsla
um bændaskólann á Hólum í Hjaltadal
1907—1910.
76 nemendur hafa sótt skólann þetta ára-
bil, 16 þeirra síðastliðið haust. Kennarar eru
þrír, Sigurður Sigurðsson skólastjóri, Jósef J.
Björnsson 1. kennari og Sigurður Sigurðsson
aðstoðarkennari.
Kenslugreinar eru: íslenzka, saga, stærð-
fræði, reikningsfærsla, dráttlist, eðlisfræði, efna-
fræði, grasafræði, dýrafræði, líffærafræði, steina-
fræði, jarðfræði, jarðræktarfræði, búfjárfræði,
mjólkurfræði, búnaðarhagfræði, landrnælingar,
söngur, leikfimi.
Heimilt en ekki skylt er neméndum að taka
próf, gerðu það 10 vorið 1909 og 11 vorið
1910.
Verklega námið hefir aðallega farið fram
í gróðrarstöðinni á Akureyri; vanalegur náms-
tími eru 6 vikur að vorinu. Þar hafa 31 Hóla-
sveinar stundað nám þessi ár. 23 hafá stund-
að verklegt nám á aukatilraunastöðvum, hjá
búnaðarfélögum og bændum víðsvegar ura
Norðurland. Námslimi flestra 6—8 vikur, en
nokkrir hafa þó stundað verklegt nám þvínær
alt sumarið.
Síðastliðinn vetur var öllum bændum úr
Akrahreppi boðið að Hólum, dvelja þar tvo
daga, hlýða á fyrirlestra og taka þátt i umræð-