Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1910, Blaðsíða 7

Freyr - 01.10.1910, Blaðsíða 7
FREYR. 117 en ekki á hinni ræstu. £>að þarf varla að taka það fram, að tölur þessar eru valdar af katida- liófi, því menn þekkja ekkert verulega til þess livernig stendur á mismunandi þoli plantnanna eftir því hversu vatnsríkar þær eru, né um hitalækkunina, sem af áðurnefndri ástæðu get- ur orsakast af framræslunni. Auk vatnsmagnsins eru ennfremur tvær or- sakir, sem geta haft þýðingu, þegar ræða er um frostskaða á ræktuðum mýrum, en þær hafa ekki nánar verið rannsakaðar í Svíþjóð. Eins og alþekt er, þola rýrðar-plöntur frostið ver en þær, sem eru þroskavænlegar. JÞetta hefir Lidjorss skýrt með því, að vanþrifa-plöntur vanti sykur, en eins og áður er sagt ver hann plöntum frostskaða. Lidforss hefir líka drepið á það, að of mikill köfnunarefnisáburður auki að vísu vöxtinn, en dragi um leið úr frostþoli plantnanna og stafi það af því, að vegna hins mikla köfnunarefnis, þurfi svo mikið af kolvetnum til að mynda hold- gjafasambönd í plöntunum, að við það verði þurð á sykri. Þeir sem rækta sykurrófur þekkja það líka, að sykurinn verður minni ef of mikið er borið á af köfnunarefni. Mýrajörð- in er venjulega auðug af köfnunarefni, og þykir mér trúlegt, að það geti haft nokkur áhrif á frostþol plantna, sem þar eru ræktaðar. Sé svo, er framræslan varla til gagns að þessu leytinu til, heldur væri það fremur áburður beggja hinna áburðartegundanna, kalí og fos- fórsýru, til þess að halda jafnvæginu. I ýmsum öðrum löndum hafa menn komist að raun um, að þótt plönturnar hafi ekki liðið verulega beinan skaða víð næturfrost, þá hafi þær þó að nokkrum tima liðnum sýkst eða jafnvel dáið vegna sveppa, sem ná sér niðri á plöntunum fyrir það, að þær hafa særst af frost- inu1). Eins og áður er tekið fram, er sykur ') Zeitschr. fur Pflanzenkrankh. XI, 1906. Bls. 217. það meðal mót frostskaða, sem plönturnar byrgja sig sjálfar með til þess það sé til taks, og lik- lega skeður það á mjög stuttum tíma. Eg; minnist í þessu efni hinnar einkennilegu sætu lyktar, sem kemur af garðávöxtum eftir frost- nótt. En þessi sykur getur jafnframt haft ó- heppileg áhrif, með því að fiýta fyrir þróun sveppanna2). Hversu yfirgripsmikil áhrif þess- ara sveppa eru í Sviþjóð er mér ekki kunnugt. Eg hefi viljað taka það fram, að köfnunar- efnið og svepparnir, en þó einkum vatnið, eru þau atriði, sem takast verða til greina við ræki- lega íhugun næturfrostaáhrifa, og verður athug- unin að miklu ieyti að byggjast á lífeðiisfræði. Ræktuðu jurtirnar okkar eru þó lifandi verur og þær verða auðvitað fyrir miklu margbreyttari á- hrifum en hitamælirinn, en þrátt fyrir það er þó mælirinn eina áhaldið, sem hingað til hefir verið notað til að rannsaka næturfrostin og afleiðingar þeirra. Skyldi einhver vilja gera þá athugasemd, að þessi kenning um áhrif loft- rakans sé varhugaverð, þá svara eg þvi, að sú fullyrðing, sem komið hefir fram í umræðum um þetta hingað til, — þótt ekki hafi með berum orð- um verið sagt, — að loftrakinn hafi engin áhrif á plönturnar, er að mínu áliti miklu varhugaverð- ari. í sambandi við þetta væri ekki úr vegi að minna á það, hver áhrif loftrakinn hefir á menn, að því er til þess kemur að þola kulda eða hita. Jafnveí hér í Svíþjóð er mismunurinn ekki svo lítill t. d. .á hinu hreina, þurra og þægilega loftslagi á vetrum i Horðurbotnum og hinu rakasama og ónotalega kalda loftslagi á vesturströndinni. I austurhluta Síberíu er al- gengt að vetrarkuldinn sé 50 -00°, en vel þol- anlegur er sá kuldi vegna hins afar þurra lofts. Eg get vissulega ekki útskýrt það hvernig á þessu stendur, en vildi þó minna á. það, og langt um meira en mennirnir eru plönturnar háðar loftslagslaginu. *) Bot. Jahresberichten 1903. Bls. 623.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.