Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1910, Blaðsíða 5

Freyr - 01.10.1910, Blaðsíða 5
FREYR. 115 en það var hin fyrstu. Allmargar nýjar grasa- tegunrlir hafa tekið sér þar bólfestu. Sumar af þeim sáðu minka eða jafnvel hverfa, en sumar aukast. Sléttunum hættir ekki mjög til að verða mosagrónum og þakka menn það meðal annars beitinni. Tilgaugurinn er lfka sá, að gera þemburnar að túnum, er síðan skuli aðal- lega nota til kúabeitar á sumrin. Ræktunarkostnaðurinn við þetta land hefir alls numið um T44 kr. á dagsláttu. Mýrar (lavmose). Jarðvegurinn í þeim er myndaður af hálfgrösum og seftegundum. Svarðarlagið í mýrunum er 2—7 fet á dýpt. í mýrajarðveginum er venjulega 3°/0 af köfn- unarefni og 4% af kalki, sumstaðar er þó kalk- ið minna. Skamt frá Herning er mýri, sem tekin hefir verið til ræktunar. Áður var hún arðlítil vegna þess hve lítið hún spratt, nú eru þar á- gætar sáðsléttur. Ræktunaraðferðin á mýrun- um er talsvert öðruvísi en á mosaþembunura, sem þegar er lýst. Mýrarnar eru plægðar og herfaðar og þeim er komið í rækt án þess að borið sé á þær sandur eða Jeir. Ræktin er byrjuð með framræslu, en eftir það getur til- högunin verið á fleiri en einn veg. Ræktunar- aðferð sú, sem notuð hefir verið á þessari mýri við Herning, hefir heppnast mjög vel; hún er á þessa leið: Plægt að hausti til 6—8 þuml. djúpt og valtað með þungum valtara strax á eftir. Síðan er herfað rækilega 3—4 þuml. djúpt. Verði því ekki komið við að herfa um haustið, er það gert soemraa næsta vor og áríðandi er að gera það vel. Það er sömuleiðis áríðandi að plægt sé djúpt, því það gerir herfinguna auðveldari. TJm haustið eða á útlíðandi vetri er tilbúinn áburður borinn á, um 80 pd. af 37°/0 kalísalti ,og 230 pd. af Thomasfosfati á dagsláttu. Þeg- ar búið er að herfa vel um vorið er sáð gras- fræi og smára, 19 pundum á dagsláttu, og jafnframt er sáð um 60 pundum af korni. f>eg- ar búið er að sá, er valtað með þungum valtara. Nú er talið áríðandi að slá korntegundirn- ar snemma, einkum ef mikill vöxtur er í þeim, annars mundu þær draga úr vexti grasanna. Þetta, sem hér er lýst, er ódýrasta mýra- ræktunaraðterðin og hún hefir gefist vel, enda nú orðið allmjög notuð. Árlega er borið á graslendið 86 pd. af 37% kalísalti og 145 pd. af 18% súperfosfati. Yfir 7 ára tímabil hefir heyið verið 22 hestar af dagsl., ef hver hestur er reiknaðar 200 pd. Mýrin hafði ekki verið þurkuð nærri eins vel og mosaþemburnar. Skurðirnir voru víð- ast í byrjun 2—2 % fet á dýpt, höfðu sömu breidd að ofan og 1 fets botnsbreidd. Bilið á milli þeirra 20 faðmar. Ræktunarmálanefnd rikisinsogverkfræðing- ur Th. Claudi Westh vinna nú orðið saman að yfirumsjón mýraræktarinnar í Danmörku. Áhrif framræslunnar á veðráttu og gróður, Eftir Per Stolpe. Kungl. landtbruksakademiens handlingar och tid- skrift 1909. Einar Helgason íslenzkaði. [Niðurl.J Þetta yfirlit yfir frostþol plantnanna getur ef til vill stutt að því, að skýra áhrif framræsl- unnar á veðuráttu og gróður. Sú reynsla, að mikið vatn í plöntunum auki frosthættuna, virð- ist mér gera það skiljanlegra að nokkru leyti, að gróðurinn er vissari á þurlendi en á.rækt- uðum mýrum; jafnvel þótt engar rannsóknir hafi mér vitanlega verið gerðar um vatnsmagn vorra ræktuðu jurta á misjöfnum jarðvegi, þá er það þó ekki ósennilegt, að jurtir þær, sem ræktaðar eru á mýrum, séu vatnsmeiri en þær

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.