Freyr - 01.10.1910, Blaðsíða 6
116
FREYR.
sem ræktaðar eru á liarðvelli, sbr. áðurnefndar
kollutilraunir Kihlmans. Og eg vil minna á
það, að svo lítill vatnsmunur í plöntunum, sem
aðeins nam nokkru broti úr hundraðasta hluta
af vatnsmagni þeirra, hafði mikil áhrif á þær,
ef þær voru settar út í kulda. Mér virðist því
sennilegt, að gróður á ræktuðum mýrum verði
dálítið harðgjörðari eftir að þær hafa verið
ræstar vel. En slíkt er ekki hið sama sem að
frostnæmið minki, eða með öðrum orðum: þar
er ekki að ræða um breytta veðráttu, heldur
aðeins um harðgerðari gróður. Og þetta skýrir
því síður þá staðhæfingu, að frostnæmið verði
minna kringum mýrarnar eftir að þær eru ræst-
ar fram. Hér verður því, að leita að öðrum á-
stæðum, er reyna skal að samrýma fullyrðingar
veðurfræðinganna og jarðyrkjumannanna.
Hversu mikið vérhöfumí peningabuddunni
fer ekki eingöngu eftir því hve mikið kemur í
hana, heldur og jafnframt eftir því, hve mikið
er úr henni tekið. Þannig er því og varið með
vatnið í jurtunum; vatnsmagn þeirra fer ekki
eingöngu eftir því, hve mikið vatn þær
fá úr jarðveginum, heldur og jafnframt
eftir því, hversu mikið vatn gufar upp
frá þeim. Útgufunin er mjög breytileg og þar
um veldur raki loftsins meðal annars. Útguf-
unin er mikil í þurru lofti, en lítil í röku lofti,
og sé loftið mettað vatnsgufu, þá á sér engin
útgufun stað. Loftrakinn fer meðal annars
eftir raka jarðvegarins og er, eins og kunnugt
er, meiri yfir rökum jarðvegi en þurrum. Með
skurðum má þurka mýrarnar, við það verður
ekki eingöngu það loft þurrara, sem er beint
yfir þeim, heldur líka óefað loftið í næstu grend-
inni. Það er spursmál hversu langt þau áhrif
ná og verður því ekki svarað með neinum al-
mennum reglum. Vér erum þá komnir að þeim
orsökum og afleiðingum, sem flokka má á þenn-
an hátt: Vatnsmiklar plöntur verða viðkvæm-
ari fyiir frosti en þær sem þurrari eru. Vatns-
magn plantnauna eykst ef útgufunin minkar.
Útgufunin er minni í jöku lofti en þurru. Loft-
ið verður rakt yfir rökum jarðvegi. Rakan
jarðveg má þurka með skurðum. Afleiðingin
er sú, að skurðir draga úr frosthættunni. Þetta
er niðurstaða, sem liggur nærri, en þó verður
hún ekki fyllilega bygð á því, sem sagt hefir
verið. Það er sem sé hugsanlegt, að framræsl-
an verki á sama tíma í gagnstæða átt, eða sé
til tjóns t. d. með því að draga úr hitamagni
jarðvegarins og hitaleiðslu svo mjög, að það'
vegi ekki einu sinni á móti því hagræði, að
loftið var orðið rakaminna, heldur komi skað-
leg áhrif í Ijós. Eg hefi viljað halda fram þeim
afleiðingum framræslunnar, er mér virðist ekki-
nægilegur gaumur bafa verið gefinn, en sem
— svo framarlega sem ekki verður alt of mjög
úr þeim afleiðingum dregið með áhrifum í aðra
átt — gæti breytt veðurlaginu til batnaðar, svo-
jurtunum yrði ekki eins frosthætt, án þess þó
að lofthitinn aukist. Það sem tekið var fram í
byrjun, ósamræmi milli veðurfræðinga og jarð-
yrkjumanna, gæti bara sýnst svo og báðir máls-
aðilar hefðu þó á réttu að standa.
Sumir munu halda fram gagnstæðri skoð-
un við það, 3em eg hefi tilfært hér að framan-
og segja, að raklendi dragi úr frosthættu af því
að hiti sá, sem framleiðist við það að vatnsgufa
breýtist í þoku, dögg eða hélu, verði til þess að-
kuldans gæti minna. Úr þessu verður að skera
með þvi að rannsaka hvort þyngst sé á met-
unum; það er hugsanlegt að þolaukning plantn-
anna megi sin rneir en hitaaukningin. Hugsum
oss tvær mýrar, yrktar með sömu korntegund;:
önnur þeirra er vel ræst og plönturnar á henni
frjósa ekki fyr en við -5- 5° en hinni við -f3°.
Nú kemur frostnótt og á ræstu mýrinni fellur
hitinn niður í —í—4,5°, en á hinni fellur hitinn
aðeins niður í -f- 3,5°; meira fellur hann ekki
þar, vegna þess hita, sem framleiðist við dögg-
myndunina, og þó frýs kornið á þeirri mýrinnir