Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1910, Blaðsíða 8

Freyr - 01.10.1910, Blaðsíða 8
118 FREYR. Þótt álit annara en sérfræðinga í þessari grein hafi ekki svo mikla þýðingu, leyfi eg mér iþó að halda því fram, að eg efast alls ekki um að næturfrostin orsakast mjög af því, að kalda loftið safnast í slakkana. Yegna þeirra, sem efast kunna um þetta, vil eg tilfæra dæmi frá öðrum löndum um það, hvernig gróðurinn van- þrifst og veikbygðar jurtir alls ekki geta vax- ið. — Eina maínótt 1894 kom mikið frost á Englandi. Eins og menn vita er askur við- kvæmur fyrir frosti, og um morguninn voru allar askplöntur i daldragi nokkru helfrosnar, en þær sem uxu í brekkunum voru óskemdar og grænar, og frostið hafði ekki náð til þeirra sem uxu upp á hálsunum1) í djúpum dal ein- um í Austurriki, þar sem framrás vantar fyrir hið þunga loft, hefir gróðurinn raðað sér öfugt við það sem á sér stað í fjalllendi, harðgerð- ustu plönturnar vaxa niðri í dalbotninum en þær viðkvæmari hærra í hlíðunum. Beykið vex efst í brekkunum, grenið þar fyrir neðan, og neðan við grenið vaxa engin tré, heldur hin- ar algengu fjallaplöntur.2) í suðurhluta Michi- gan i Norður-Ameríku er ræktað mikið af fersken- trjám á tveimur hæðadrögum, en sneitt er hjá dalnum á milli þeirra, því þar verður gróðurinn lélegri, ávextirnir seinþroskaðri og næturfrostið meira þar en hærra uppi3). Þetta er því ekk- ert einkennilegt viðbrigði hér í Svíþjóð, heldur almennur veðurfræðislegur viðburður, sem sjálf- sagt mætti skýra með dæmum frá hvaða landi sem vera vill, þar sem temprað loftslag er og mishæðótt landslag. En með þessu er þó alls ekki leyst úr frostskaðamálinu, því hugsanlegt er að eitthvað megi gera til að draga úr frost- hættu í dældum, t. d. með því að minka loft- rakann. Quarterly Journal R. Meteor. Soc. XXI. bls. 214. 2) V. Beck: Sitzungsber. d. Wiener Akad. 1906. 8) Americ. Meteor Journal. Vol. 1. bls. 467. Við það að lesa ýmislegt af þvf, sem komið hefir fram um frostskaðamálið í umræðum út af uppástungu konungs á ríkisdeginum 1908, þar sem hann vildi fá þetta upplýst, furðar mann á þvf, hversu skoðanirnar eru hver á móti annari og það þótt þær komi úr þeirri átt, þaðan sem fullkomlega hefði mátt vænta ábyggilegra og samkvæmra athugana. A aðra hliðina létu þeir í ljósi prófessorarnir Arrhenius, Hamberg, Hilde- brandsson og Höglom og dr. Ekholm sem sam- eiginlegt álit sitt, að frostnæmið minkaði ekki að neinum mun við framræslu mýranna, hvorki í landinu yfirleitt, né á þeim sömu stöðum, sem framræslan væri gerð. A hina hliðina hélt konunglega landbúnaðarmálastjórnin þvf fram, að framræslan hefði bætandi áhrif á loftslagið, „það væri i verkinu sýnt og sannað af mönn- um, sem færir væru um það að dæma, og það ekki á skömmum tíma heldur á löngu árabili og þær hinar sömu athuganir gerðu menn enn þá daglega í framræsluhéruðum.11 E>að væri sjálfsagt ástæða til að efast um, hversu færir þessir menn væru að dæma um þetta, en af því að þessi reynslá kvað vera svo almenn, liggur það nær að ætla að mótsagnir séu ekki eins miklar og útlit er fyrir í fljótu bragði. Þessvegna hefi eg hér að framan reynt að gera grein fyrir því, að minkun frosthættunn- ar þarf ekki endilega að stafa af auknum hita. í nefnd þeirri, sem átti að fjalia um frost- skaðamálin, ef ríkisdagurinn hefði veitt hið um- sótta fé til hennar, áttu að vera „formaður veð- urfræðisstofnunarinnar og með honum annar veðurfræðingur og jarðfræðingur, landbúnaðar- maður og skógræktarmaður og auk þeirra að öllum líkindum formaðurinn fyrir frosttrygging- arfélaginu. Nefndin átti svo að útnefna ein- hvern vísindamann til að hafa á hendi yfir- stjórn með rannsóknum hennar.“ Slík nefnd sem þessi mundi varla hafa verið vaxin sínu starfi, því væru landbúnaðar- eða skógræktar-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.