Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1910, Blaðsíða 10

Freyr - 01.10.1910, Blaðsíða 10
120 FBEYR. um um búnaðarmál. 12 bændur þágu þettaboð og dvöldu við skólann 17.—19. marz. 1 fyrir- lestur var fluttur um áburð, 2 uni búfé, 1 um garðyrkju, 1 um vinnu og fram- leiðslu, 1 um búreikninga. Auk þess hlýddu gestirnir á kenslu í skólanum nokkrar stundir. TJmræðufundir voru haldnir tvær stundir hvern d^g. Námsferðir til að kynna sér jarðvegsmynd- un, jarðrækt, búpeningsrækt og aðra búnaðar- háttu í nágrenningu hafa kennarar og nemend- ur farið á hverju skólaári, vanalega í október. Gróðrarstöð var komið upp á Hólum árið 1905 og er hún rekin þar síðan. Landið rúm- ar 7 dagsl. Ætlast et til að 2—4 nemendur geti fengið vinnu við hana að vorinu. Matarfélag hafa allir kennarar og nemend- ur skólans haft með sér þessi ár. Bústjóri hefir á hendi matreiðslu og þjónustu og borgar hver félagi honum fyrir það 30 kr. um veturinn.. Útlendar vörur eru allar pantaðar beint frá út- 'löndum. Innlendar vörur keyptar á staðnum. Eyrir matvöru hefir hver félagsmaður, sem dvalið hefir 7 mánuði við skólann, orðið að horga um 120 kr. (fjald þetta þarf að greiða í október ár hvert. Framkvæmdir og stjórn félagsins er falin þrem mönnum, sem félags- menn kjósa til þess. Málfuudafélagi, bindindisfélagi og glímu- fólagi halda nemendur og kennarar uppi. # Búreikningur. Það ei að vísu reikningur yfir danskan búskap, sem sýndur er í eftirfylgjandi línum, en það er gaman samt og fróðlegt að athuga hann. M. P. Blem, sem nú er bankastjóri við sameignarbanka í Danmörku, lét mér hann í té. Reikningnrinn er um búskap bróður hans P. Blem á Vermelandsgaard á Borgundarhólmi. Land þeirrar jarðar er 72l/, dagslátta. Áhöfn- in er 4 hestar, 26 kýr, 13 kálfar, 51 svín, 300 hænsni og 15 bíflugnahús. Verð sel(Ira aíurða: Mjólk................6185 kr, Svín................. 4447 — Nautgripir til slátrunar . 676 — Egg og hænsni. . . . 890 — Hunang............... 100 — Rófnafræ............. 700 — Alls 12998 kr. Frádregst fyrir kraftfóður 4410 — Tekjur alls 8588 kr. Af þessum hálft 9. þúsund krónum, sem fæst fyrir seldar afurðir búsins, þarf bóndinn að borga vinnulaun og annað er þarf að kaupa til búsins, fyrir utan kraftfóður, sem áður er dregið frá. E. H. Stararstrá. 57 þumlunga langt — rótin ekki með tal- in — var Búnaðarfélagi íslands sent nýlega. Dað var sprottið í sumar á Víkinga- vatni. „Litið sýnishorn þess, hvað íslenzk jörð getur framleitt á stuttum tíma, 3—4 vikum,“ segir sá er sendi, Benedikt prófastur Kristjáns- son á Húsavík. 57 þumlunga! Býður nokkur betur? Leiðrétting. I greininni um súrheysverkun í 7. blaði „Freys“ þ. á. hafa fallið í burtu, á eftir setn- ingunni „að hver mjólkurkýr þurfi 20 pd. af þurkaðri, góðri töðu á dag“ þessi orð: og 20 pd. af súrheystöðu í viðbót. 4 41/ 1SI 25/ Verðlag smjörmatsnefndarinnar. s '10. Bezta smjör 94 kr. 100 pd. 8 8 8 9 9 95 — — — 97 - — — 99 — — — 98 — — _ 98 — — _

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.