Freyr - 01.12.1911, Blaðsíða 4
130
FfiEYR.
veldlega út frá þeim sem sjúkar voru um
kaustið.
Nú heíir í stuttu máli verið skýrt frá gangi
veikinnar og verður því auðveldara að skilja
þau ráð, sem mönnum hefir hugkvæmst til að
að sporna við veikinni.
Það sem allra sjálfsagðast er til þess að
draga úr sýkinni er það, að viðhafa alla vand-
virkni við útsæðisvalið, tína grunsamlegu kar-
töflurnar frá, bæði um haustið og vorið. Þótt
ekki só hægt að gera þetta svo vel að ekki
sjáist yfir eitthvað af sjúkum kartöflum, þá er
það þó mikil vörn. Sömu varúðar þarí auðvit-
að að gæta við allar þær kartöflur sem geyma
skal yfir veturinn, þótt ekki séu þær ætlaðar til
útsæðis. Að því er þetta snertir, má fara að
húa í haginn fyrir sór um leið og tekið er upp
eða jafnvel áður en farið er að taka upp. Kar-
töflurnar geta hæglega sýkst á meðan verið er
að taka upp. Ef sveppurinn er til staðar á
annað borð, og kartöflugrasið er liíandi, geta
frjókornin hæglega borist á kartöflurnar, bæði
af grasinu og úr jarðveginum, meðan verið er
að taka upp. Só kartöflugrasið gjörfallið viku
áður en tekið er upp, þá eru öll frjókornin dauð,
önnur en þau sem búin eru að hitta fyrir sér
kartöflur og festa sig í þær, því talið er að
fjókornin geti ekki lifað lengri tíma í moldinni
eða ofan á henni. En nú er því svo varið hér
á landi að grasið fellur varla af öðrum ástæð-
um en af frosti eða af sýki, og gjörfellur það
sjaldnast af henni, verður því að taka annað
til bragðs ef sjáanlegt er að töluverð sýki sé
f kartöflunum, og það er, að slá grasið ogláta
svo líða að minsta kosti viku þangað til tekið
er upp.
3?aö er varla gjörlegt að taka neitt til út-
sæðis af þeirri kartöfluuppskeru sem sjúk er
að miklum mun, verður maður þá heldur að
leita fyrir sér með útsæði annarstaðar og treysta
því að það reynist betur.
Kartöfluafbrigðin eru misjöfn að því hversu
móttækileg þau eru fyrir sýkina. Eljótvaxnar
kartöflur eru yfirleitt næmari fyrir en hinar
seinvaxnari.
Áður var getið um það, að veikin magnað-
ist meira í vætutíð, einkum seint á sumri, en
líka hefir jarðvegurinn áhrif á þetta. I send-
inni jörð grípur sýkin ekki eins um sig eins
og í leirmiklum eða myldnum jarðvegi.
Eitt ráðið til að draga úr sýkínni er þaðr
að hreykja moldinni upp að kartöflunum svo
að skarpur hryggur myndist og grasið standi
upp úr miðjum hryggnum. Þetta er þvi að
eins hægt, að sett só í raðir með jöfnu og
hæfilegu millibili og það ættu menn ætíð að
gera, einkum þar sem kartöflurækt er að nokkru
ráði. Erjókorn þau, sem falla á jörðina, berast
þá fremur niður eftir hryggnum og niður í
lautina milli þeirra og hitta þar engar kartöfl-
ur fyrir og fara þá forgörðum. Það hefir lfka
verið ráðlagt að hreykja svo mikilli mold yfir
kartöflurnar að það verði um 4 þunfl. þykt
moldarlag ofan á þeim; verður það til þess að
mikið af frjókornunum deyr í moldinni, en aft-
ur á móti gerir þetta þykka moldarlag það að
verkum, að undirvöxturinn verður ekki eins
mikill; af þeirri ástæðu hlifast menn við að
hreykja svo hátt. Enníremur hefir verið stung-
ið upp á þvi, að haga hreykingunni þannig, að
kartöflugrasið hallaði til annarar hliðarinnar,
svo að frjókornin falli fremur niður í lautina,
en slíkt verður erfitt að framkvæma svo að-
gagni komi.
Eitt ráð til að tryggja með útsæðið er þaðr
að hita það svo að sveppurinn drepist. Kar-
töflurnar eru haíðar í 4 klukkutíma í þurrum
hita, er talið hæfilegt að hitinn á þeim só 40
—47° C. Má gera þetta á þann hátt, að láta
útsæðið niður i blikkfötu, sem svo er látin nið-
ur í ker með heitu vatni í. Þetta ráð er talið
óyggjandi, en menn nota það ekki alment og