Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1911, Blaðsíða 7

Freyr - 01.12.1911, Blaðsíða 7
FREYE. 133 skoðun inn kjá almenningi, þá þurfi að berja liána blákalt áfram í tíma og ótíma, þagna aldrei á fienni fyr en árangurinn er orðinn sæmilegur, en öðrum virðist réttara að fara að öllu með hógværð og varast að gera menn leiða á því umtalseíni sem mikils er um vert. Á þá skoðun mun sóra Björn Haldórsson í Sauðlauks- dal fiafa verið kominn á efri árum. í „Gras- nytjum“ sínum tilfærir fiann þetta máltæki, í kafla þeim sem ræðir um kál: „Allir filutir verða leiðir, sem of mjög er troðið upp á menn.“ — Eg fiefi heyrt það utan að mér, að eg skrif- aði fielzt til lítið um garðyrkju. Mætti reyna að bæta ár því; en þá kemur vandinn sá, að þreyta ekki lesendurna; getur orðið full örðugt að synda fyrir það sker. Matjurtir getum vér ræktað fiér á landi og það þurfum vér líka að gera; fivorttveggja er jafn víst. .Þetta fiefir oss verið sagt og sýnt altaf við og við síðan á dögum Vísa-Gíala, en hvernig er ástandið nú i byrjun 20. aldar? Á flestum bæjum á Suðurlandi eru garðar, og á sumum þeirra allmyndarlegir, svo er fyrir að þakka, en í hinum landsfjórðungunum er viða engin garðfiola, einkanlega fyrir norðan og austan. Þegar litið er á það fivað ræktað er í þess- um görðum, þá er varla teljandi annað en kartöflur og gulrófur. I>að er auðvitað sjálf- segt að leggja langmesta stund á þessar garð- jurtir, þær eru arðsamari en nokkurar aðrar. En svo er á fiitt að líta, að kartöfluræktin getur brugðist í mörgum sveitum þessa lands þegar illa árar og það veldur því, að þær eru tiltölu- lega fásénar í þeim fiinum sörau sveitum þó vel láti í ári. Aftur á móti geta gulrófur við- ast sprottið til mikilla muna ef rétt er að farið. Eg ætla nú að nefna nokkrar matjurtir enn, i þvi trausti, að aldrei sé góð vísa of oft kveð- in. Sumar þeirra geta sprottið ágætlega norð- ur i Grímsey, auk fieldur annarstaðar fiér á landi. Byrja eg þá á káltegundunum. f>ær eru nokkuð margar káltegundirnar, sumar vaxa fiér vel, en sumar miður vel. Grœnkálið er ógnarlega fiarðgjört og auð- ræktanlegt, engu viðkvæmara en gulrófur. Það þolir að standa úti fram á jólaföstu að minsta kosti. f>ví er viðbrugðið fyrir hollustu. En það þykir ef til vill ekki nógu „fint“; menn vilja fá eittfivað annað og þá stundum helzt það, sera ekki getur sprottið. Þá er toppkál og blööritkál, hvorttveggja nær allgóðum þroska, gróðursett úr vermireit. Þau eru bæði saðsöm og Ijúffeng; mesta fyrir- tak í súpur. Með sæmilegri meðferð spretta þau svo vel, að þau gefa jafnmikið búsilag og gulrófur af jafnstórum bletti. Blómkáliö vex prýðisvel ef því er sómi sýndur. Það þykir alstaðar fierramannsmatur. Allar þessar káltegundir, nema ef til vill grænkálið, á að ala upp í vermireit um vortím- ann og gróðursetja svo úti á bersvæði, þar sem blasir við sólu og skjólgott er. Grænkálið sprettur auðvitað fyr og meir ef það er alið upp í vermireit. Yermireit þurfa allir húsfeð- ur að eiga, þeir sem nokkurn jarðarskika hafa. Um fyrirkomulag vermireita fiefir vfða verið skrifað og þar á meðal í H. árg. „Freys“, og læt eg í þetta sinn nægja að vísa til þess. Salat sprettur vel þó til þess sé sáð á ber- svæði. Má fara að borða blöðin 9 vikum eftir að sáð fiefir verið. Réttast væri að sá salati í svolítinn blett í vermireitnum til borðunar i júní og júlí. Það afbrigði þess, sem nefnist fiöfðasalat, er fieldur matarmeira og fult svo gott sem blaðasalat. Blöðin hrá, fieil, eða skor- in, í góðri mjólk, með sykri og litlu af ediki í, eru mesta sælgæti, borðuð með kjötmeti. Spínat vex fljótt, má fara að borða það 6—7 vikum eftir sáningu, en það heldur sér ekki lengi. Þegar blómstilkarnir fara að vaxa, fara

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.