Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1911, Page 11

Freyr - 01.12.1911, Page 11
FREYR. 137 vel nema í vermireit. Á bersvæði óx grænkál, spínat, kerfill, súra og salat vel en steinselja ekki ætíð. í vermireitum óx laukur og sumt af bon- um var gróðurett í garðinum, porri, skorsóns- rætur, garðablóðberg, sillari, rauðbitur, endevie, höfuðkál, rabarber, gúrkur, tómöt, kartöflur. Sillarinn óx lítið; af höfuðkálunum varð topp- kálið bezt; á tómötin komu græn ber; kartöfl- urnar urðu óétandi fyrstu árin, en þær bötnuðu seinna, þegar farið var að rækta þær í sendn- um jarðvegi. Jarðarber voru reynd í vermireit en urðu gagnslítil; sykurertur spruttu vel. Egedesminde og Godhavn eru álíka norðar- lega og Jakobshavn en þar eru skilyrðin þó miklu verri, með því þeir staðir liggja fyrir opnu hafi. í Frederikshaab, sem liggur á 62°, eða nokkru sunnar en ísland, vaxa á bersvæði grænkál, spínat, súra, hreðkur, salat, rófur, kerfill, steinselja og gulrætur. í Julianehaab, sem er nærri syðst, eru á- gæt ræktunarskilyrði. Með því að ala plönt- urnar upp í vermireitum, ná þær álíka þroska og í Danmörku. Steinselja heppnast þar ekki ætíð á bersvæði. Laukar vaxa ekki vel nema í vermireitum. Kartöflur vaxa vel ef jörðin er nægilega sendin. í vermireitum eru brúklegar hreðkur í maí, góðar kartöflur í júní, ágætar gulrætur og steinselja, stórar rauðbitur, góðar skorsónsrætur og sykurrætur. Cfúrkur spretta vel í vermireitum. Jarðaber verða sjaldan stór, sillari góður og höfuðkál sömuleiðis. í vermi- reitum vex blómkálið álika vel og á bersvæði í Danmörku, porri er tregur, tómötin hafa ekki gefið þroskaða ávexti. í héruðunum inn af kauptúninu er skjóla- samara og hlýrra. Dar spretta rótarávextirnir ágætlega á bersvæði. Þeir Grænlendingar sem þar búa selja kartöflur og smér til bæjarins. E. H. Landbúnaðurinn á Þýzkalandi. Síðastliðið sumar hefir að ýmsu leyti verið óhagstætt fyrir þýzkan landbúnað. Óvenju- miklir þurkar hafa valdið uppskerubresti. Munn- veiki og klaufa hafa valdið því, að skepnur,, einkum hestar, hafa mikið stigið í verði. Detta hvorttveggja hefir áhrif á vöruverð í Danmörku. Smjör, kjöt og kartöflur hafa hækkað í verði að miklum mun. Þetta ásig- komulag mun líka að ýmsu leyti hafa áhrif á vöruverð á íslandi. Korn, kjöt og kartöflur munu hækka þar í verði. Tollalögin þýzku vernda landbúnaðinn þar. Verðið er hátt á búsafurðum. Jarðirnar eru líka í háu verði, venjulega 3000 kr. hektarinn, eða hér um bil 1000 kr. dagsláttan. Jarðrækt- in þarf að vera í góðu lagi til þess að geta borgað rentur af landinu. Til Þýskalands er árlega flutt inn mjög mikið af matvöru, og mörgum virðist það benda á slæman landbúnað. Þetta er þó ekki ástæðan, heldur hitt, að iðn- aðurinn vex, og fólki, er hann stundar, fjölgar stöðugt. Þjóðverjar eru mjög þjóðræknir og er það orðtak hjá þeim: „Vór verðum að vera svo duglegir, að þýzk jörð geti með tímanum fætt alla Þjóðverja11. Keisarinn stóð upp, þar sem fjöldi fólks var saman kominn, og hvatti menn til að gera tilraunir. Hann hélt ræðu um mýrarækt og útskýrði hver hagnaður væri að henni. Hann hafði gert tilraunir með kyn- bætur búpenings, skýrði hann frá því í ræðu og sýndi myndir því viðvíkjandi. Landbúnaðinum þýzka er beint í þá átt,.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.