Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1926, Blaðsíða 6

Freyr - 01.09.1926, Blaðsíða 6
74 FREYR Jarðvegurinn er góðnr. Möguleikar til að ná í jarðbætandi efni og áburð eru mikl- ir, sem siðar skal bent á. Engjar liggja víða upp um fjöll og firn- indi á Vestfjörðum, á víð og dreif innan um haglendið. Víðast liggja engjarnar til lítilla umbóta. Á Rauðasandi og í Önund- arfirði eru áveituengjar. Engjarnar á Saurbæ á Rauðsandi eru sérstæðar í sinni röð, skal því nánar á þær minst. Á Rauðasandi er undirlendi mikið (um 570 ha.), en bogamjmdaður hamraveggur (300—450 m. hár) með bröttum fjalls- hlíðum liggur fyrir ofan undirlendið, en sandar miklir fyrir framan. Með flóði flæðir yfir sandana. Fyrir ofan þá taka við sandbakkar með valllendisgróðri. Gegn um bakkana liggja siki, en mýrar fyrir ofan, og voru þar lélegar slægjur. Á árun- um 1906—1907 voru gerðar uppistöður á Saurbæjarengjum, hlaðið upp i síkin svo uppistaða varð á stóru svæði. Til áveitu var ei annað en uppspreltuvatn undan fjallshíðinni. Síkisdrögin liggja upp um mýrarflóana, svo mikill hluti þeirra þorn- ar þá hleypt er af. Hér hefir myndast ein- hver hinn frjósamasti og gróðurríkasti engjablettur á landi hér. Störin 40—80 cm. há með smágresi inn á milli. Spretta hefir eigi brugðist síðan áveitan byrjaði. Menn hefir deilt á um það hver væri orsök hins mikla gróðurmagns. Nokkrir þakka það vatninu, sem í sér feli frjóefni. Við athugun kom það í ljós, að frjó- semi þessara engja er eingöngu að þakka skeljasandi, sem borist hefir af sandinum fyrir framan upp yfir mýrarnar og bland- ast jarðveginum. í skeljasandinum er kalk. Af jarðvegssýnishorni sem tekið var þar sem spreltan var best, reyndist að vera 2.57°/o kalk af þurefninu. Far sem sprett- an var rýr reyndist mjög litið af kalki. Skeljasandurinn virðist því hafa þau á- hrif, þar sem hann er blandaður mýra- jarðvegi og framræsla er sæmileg, að hann leysi hin torleystu efnasambönd mýranna, svo þar myndast þroskamikill jurtagróður sem getur haldist í tugi ára. Ef til vill er það einnig aðallega kalk jökulvatnsins sem hefir lík áhrif á jurtagróðurinn á þeim áveituengjum. Bithagar eru víða ágætir á Vestfjörðum, svo leitun er á öðrum betri á landi hér, sérstaklega i daladrögum þeim sem liggja upp af ísafjarðardjúpi. Á Ströndum eru og ágætis hagar. í þessum beitilöndum liggja mikil auðæfi, þá ræktun vex og búpen- ingi fjölgar, -enda eru möguleikar til að gera á þeim töluverðar umbætur, einkum með girðingum og framræslu, með því notuðust beitilöndin betur, og mýrarbreytt- ust smátt og smátt í mólendi. Garðrœkt mætti stunda mun meira en nú er gert á Vestfjörðum, og er rófna- ræktin aðalatriðið. Far sem kaldara er þarf að nota vermireiti. Á hlýrri stöðun- um er hægt að rækta jarðepli og fleiri garðjurtir í stórum stíl, ef samgöngur væru svo hægt væri að selja afurðirnar. Á nokkr- um stöðum eru mjög fallegir trjá- og blómgarðar. Á Laugabóli er fagur blómagarður, hjá frú Höllu Eyjólfsdóttir, og eru þar nær 100 blómategundir, flestar innlendar, og er snildarlega fyrir komið. Far eru einnig nokkrar trjátegundir. Fessi blómagarður er einstæður í sinni röð á landinu. »Skrúður« séra Sigtryggs Guðlaugssonar á Núpi við Dýrafjörð, er einkar fagur trjá- og blómagarður, með reglulegum trjáröð- um, fossum, gosbrunni, steinhæð, blóma- beðum og laufskálum. Byrjað var að rækta »Skrúð« 1909. Nú vaxa þar um 14 trjá- og runnategundir. Reynitré 3—4 metra há. Auk þess er í garðinum fjöldi blóma og ýmsar mat- jurtir.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.