Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1926, Blaðsíða 15

Freyr - 01.09.1926, Blaðsíða 15
FRE.YR 83 vel á næsta vetri og komast í heyfyrning- ar eða halda þeim við. Heyfyrningar eru það forðabúr, sem engin sveitbóndi getur án verið. Allir bændur búa enn að hey- leysisvorinu 1920. Rað er reynsla hins nýrri tima þegar heyþrot verður: útlenda fóðrið dýrt og reksturskostnaður búanna svo mikill að fjöldanum af bændum er ókleyft að stækka búin. Má þá nærri geta hver afdrifin verða, ef skerða verður bú- fjárstofninn á þann hátt, að borga með honum útlendt og aðkeypt fóður. Lífs- spursmál sveitabændanna er því fyrst og fremst það, að þeir séu grónir í heyjum. Það hefir alt af verið svo, en þó hefir hættan aldrei verið eins mikil, ef heyleysi verður, eins og nú á þessum tímum. Hinn mikli heyfengur er raunar ekki ein- göngu árferði að þakka. Retri nýting áburðar eykst hröðum fetum, sem eílaust má mik- ið þakka Ræktunarlögunum. Notkun til- búins áburðar vex og árlega. Enda þótt hann sé keyptur frá útlandinu, verður hann í ílestum árum til mikils hagnaðar. Einn poki af saltpétri með venjulegum á- burði á túni — sem er alt af of lítill — gef- ur að minsta kosti 6—8 hundruð punda töðuauka á dagsláttu, auk þess sem hann þéttir gróður, eykur ræktun þess lands, sem hann er borinn á. Mikið framboð er nú á heyi til sölu víða um land og verðið telst ekki hátt, þar eð græn og góð taða hefir jafnvel far- ið ofan í 8 aura x/2 kg. Retta getur raun- ar ekki talist mjög hátt verð, þegar taðan er góð. Kýr i hárri nyt þarf ekki nema 30 Va kg. á dag og kostnaðarverð á töðu getur farið upp í 5—7 aura V* kg. En það fyrir sig er nú mjög misjafnt. Innlenda verslunin með heyið gengur miklu tregara vegna hins mikla innflutn- ings á heyi frá Noregi. Fjöldi kaupenda vilja nú ekki íslenskt hey. Pessi innflutn- ingur vex hraðfara, landbúnaði vorum til hins mesta meins. Pað má nærri geta, hvort það dregur ekki til þess, að minna sé ræktað og heyjað, ef haldin eru stór gripabú á tómu útlendu fóðri. Nú er það jarðræktin, sem fyrst og fremst verður að fleyta okkur fram. Nú sem stendur er eiginlega ekki hægt að flytja ínn hey nema frá Noregi. Sá flutningur getur og líka stöðvast og gæti það stofnað þeim í hættu, sem hafa gripi sína á því fóðri og or- sakað mjólkurskort í kaupstöðum. Að öllu leyti væri hollast og best að nota innlent hey. í þessu máli vill »Freyr« leggja það til að lög yrðu sett um innflulningstoll á hey er næmi t. d. 5 aurum á kg. og að inn- lent hey yrði matið á sölustöðum í hend- ur kaupenda, svo að fyrirbygt yrði að hrakið og illa þurt hey yrði selt eða keypt fullu verði. J. H. P. Súrheystóftir úr járnþynuum. Á siðari árum hefir verið mjög mikið rætt og ritað um súrheysverkun og þýð- ing hennar. Öflast er umtalið mest þeg- ar óþurkar hafa gengið yfir lengri tíma, en svo gleymast erfiðleikarnir, að minsta kosti hjá sumum, þegar styttir upp. — Bændur ráðgera að byggja súrheystóftir, en framkvæmdirnar verða minni. En í óþurkatíð um hásláttinn eru lítil tök á að bæta úr vöntun súrheystóftanna. t*ó hafa ýmsir grafið ofan í öskuhauginn, þegar öll von virtist úti um þurk á töðurnar. Upp á von og óvon hafa ýmsir keyrt töðum sínum i slíkar gryfjur og hepnast vel. En slíkar gryfjur eru ekki varanlegar, enda þótt þær séu hlaðnar úr streng. Með góðri hirðusemi geta þær enst nokkur ár.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.