Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1926, Blaðsíða 8

Freyr - 01.09.1926, Blaðsíða 8
76 FREYR Jón á Melgraseyri hefir gefið kúm sínum söl og maríukjarna í 10 ár, og reyndist það vel. Sparar hann með því um fjórð- ung gjafar, og kýrnar hafa mjólkað vel. Nokkrir hafa notað súrþara til fóðurs. Reynsla Daniels á Eiði á Langanesi o. fl. bendir ótvírætt á, að þetta geti komið að víðtækum notum. í sæþörungunum eigum vér feiknin öll af áburðar- og fóðurefnum. Það hafa rannsóknir Ásgeirs Torfasonar og Helga Jónssonar sýnt. Vér þurfum að læra að notfæra oss þessi verðmæti betur en hing- að til. Hér er eitt af verkefnum Búnaðar- félags íslands, að láta rannsaka og gera tilraunir með þetta, bæði næringargildi sæþörunga, öflun þeirra og meðferð. Hugs- um oss þessa breytingu, fóðuröflunin gæti verið bæði í sjó og á landi. Þetta-þarf náinna athugana við. Búpeuingsvæktiu. Vér höfum aðallega talað um jarðrækt- ina á Vestfjörðum, því hún er undirstaða allra búnaðarframtara. En hinu má eigi gleyma, að eigi er nóg að afia fóðurs, vér þurfum einnig að hafa búpening er breytt geti fóðrinu í sem verðmætastar afurðir. Búpeningsstofn sá, sem er á Vestfjörðum, mun góður. Dæmi eru til að kýr mjólki þar mjög vel. Sauðfé gefur þar svo mikl- ar afurðír á sumum stöðum, að jafngildir því besta sem annarsstaðar þekkist. Nokk- uð hefir verið gert að kynþótum búfjár á Vestfjörðum, og þar eru stofnuð nokkur »eftirlits- og fóðurbirgðafélög«. Þessustarfi þarf að halda áfram og vinna að því öt- ullega að bæta búpeninginn með úrvali, svo að bann fái þá eiginleika, að bann sé hæfur til að nota sem best þau skilyrði, sem hann hefir við að búa, notfæra sér fóðrið og breyta því í verðmætar afurðir. Á Vestfjörðum rækta menn aðallega sauðfé og nautpening, og hesta eftir þvl sem þörf krefur, en auk þess ætta menn að hafa svína- og alifuglarækt. í sjávarþorpunum myndi svínarækt eink- um vera arðberandi. Með mjög litlum kostnaði ætti hver fjölskylda að geta alið að minsta kosti einn gris, og af honum fást um 75 kg af kjöti þegar hann er 9 mánaða gamall, og væri það góður bú- bætir. Fuglarækt mætti og stunda, bæði með bænsn, endur og gæsir. Með aukinni um- hyggju, og ákveðnum reglum, myndi og mega auka æðar- og bjargfugla-varp. Vér höfum nú reynt í stórum dráttum að gera oss grein fyrir ástæðunum á Vest- fjörðum, og framtíðarmöguleikum búnað- arins. Oss dylst eigi, að hér eru að vísu miklir örðugleikar, en einnig miklir mögu- leikar til framfara og umbóta. Pessar um- bætur þurfa að sjálfsögðu að ganga bönd í hönd við framfarir fiskiveiðanna, sem alt að þessu, og framvegis, mun styðja sveitabúskapinn. Margir búendur hafa fengið þar mikilsverða malbjörg í búið. Þetta er sérstaklega bægt á Vestfjörðum, þar sem flest býlin liggja svo að segja á sjávarbakkanum. í sambandi við alla þessa framtíðar- drauma má eigi gleyma því, að árangur- inn er aðallega kominn undir dáð og dug bændanna. Vestfirðingar eru taldir ein- beittir og atorkumenn miklir. Pessum eig- inleikum þarf að beita í þarfir framsókn- arinnar. Góðir skólar eru líklegastir til þessa. Heydalsárskólinn og Núpsskólinn hafa unnið þjóðlegt og þarft verk, og verð- ur framhaldið vonandi ekki lakara. Oss er þörf á meiri og heilbrigðari menningu, betri samgöngum o. fl. o. fl. Ef framþróunin gengur i rétta átt, ef- umst vér eigi um, að Vestfirðir eiga fagra framtíð fyrir höndum. Möguleikarnir til lands og sjávar, eru ótæmandi í náinni framtið. Þar er verkefni hinnar uppvax-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.