Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1926, Blaðsíða 14

Freyr - 01.09.1926, Blaðsíða 14
82 FRE YR Fréttabr. úr sveitunum. Frá ísaíj arðardjúpi. Veturinn frá nýári góður og gjafaspar. Heyfyrningar miklar viða, í sumum hrepp- um 30—40 kýrfóður og það mest taða. Búpeningur gekk óvenju vel undan. Bráðapest gerði vart við sig víða í sýsl- unni, þrátt fyrir það þó bólusett væri. Vorið var fremur kalt og þurkasamt; með Jónsmessu brá til vætu og hlýju, og fór þá fyrst að spretta fyrir alvöru, og nú með slætti eru tún víða vel sprottin. — Engjar sömuleiðis og garðar gefa von um góða uppskeru. Mikill áhugi er nú vaknaður meðal bænda fyrir allskonar búnaðar-framkvæmdum. Fyrirmyndarbýlum og byggingum fjölgar og túnin stækka og batna. Búnaðarfélag Nauteyrarhrepps keypli Fordson dráttar- vél í vor og gefst hún vel. Siðar mun birt skýrsla um vinnumagn hennar o. fl. Á þessu vori hefir verið unnið mikið að girðingum í Inndjúpinu. Girtir bæði búfjárhagar og nýrækt. Girðingar þessar munu vera um 20 km. á lengd samanlagt. Miklum óhug sló yfir bændur er sú fregn barst að sljórn Búnaðarfél. íslands hefði svift búnaðarmálastjóra stöðu sinni. Bændum finst búnaðarmálastjóri Sig. Sig- urðsson svo nátengdur þeim margvíslegu framförum og umbótum í landbúnaði vor- um, og að hann beint og óbeint, með sinni öflugu trú og góðu áhrifum sé þeirra faðir og vendari, svo ekki geti komið til mála að hann sleppi hendi sinni af þeim nýgræðing að sinni. Bændur hljóta því að krefjast þess af næsta Búnaðarþingi, að Sigurður Sigurðs- son taki við embætti sínu aftur. Frá Eyjaiirði er skriíað: Sauðfjárbúið á Leifsstöðum hefir notið styrks frá Búnaðarfélagi íslands og sýslu- sjóði Eyjafjarðarsýslu næstliðin 15 ár, og er því elst þeirra sauðfjárræktarbúa á landinu, er styrks njóta af opinberu fé. Skilyrði fyrir þessari styrkveitingu er, að það sauðfé sem búið hefir, og þarf ekki til viðhalds eða aukningar á búinu, sé selt við opinbert uppboð, svo að allir hafi jafnan aðgang að kaupa það. Hafa þannig á þessum 15 árum verið seldar 195 kind- ur, eða 13 kindur að meðaltali á ári. Þar af eru 50 hrútar veturgamlir og eldri og 48 lambbrútar. Hafa þessar kindur farið allvíða, þar á meðal vestur á Arnarfjörð og Önundarfjörð og austur á Norðfjörð, auk þess sem þær hafa farið víðsvegar um Eyjafjarðar- og Suður-Þingeyjarsýslu. Eins og eðlilegt er hafa ekki allar þess- ar kindur reynst jafn vel, alveg eins og kaupendurnir hafa verið misjafnir og skil- yrðin, sem kindurnar hafa hlotið, hafa verið mismunandi. Óhætt mun þó að full- yrða, að mikill meiri hluti þessara kinda hafa reynst sérlega vel, og þá einkum þær, sem hafa hlotið betrí skilyrði, sérstaklega betri landkosti, þvi á Leifsstöðum er land- létt og lítil vetrarbeit fyrir sauðfé. Nú í haust verða boðnar upp nokkrar kindur frá búinu, þar á meðal 3—4 hrút- ar veturgamlir. H. E. Hey og heyverslun. Þrátt fyrir fremur óhagstæða tíð í sum- ar, munu hey vera óvenjulega mikil á þessu hausti. Grasspretta hefir verið mikil um land alt og heyfyrningar mjög miklar á næstliðnu vori. Jafnvel þótt talsvert af heyjum séu meira og minna hrakin, hafa bændur þó nú góða aðstöðu til að fóðra

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.