Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1926, Blaðsíða 16

Freyr - 01.09.1926, Blaðsíða 16
84 FRE YR Einu varanlegu súrheystóftirnar eru þær steinsteyptu. En þær eru dýrar, og þar sem ekki fæst steypuefni í nánd, svo sem í Fióanum, og víðar, hafa bændur hingað til orðið að notast við torfgryfjur. í ferð minni erlendis sá ég nýjung á þessu sviði, þar sem nú er farið að byggja súrheystóftir úr járnþynnum. Nákvæma lýsingu get ég því miður ekki gefið, enda er það tæplega hægt fyr en reynsla er komin á hvort slíkar súrheystóftir eiga við hér á landi eða ekki. En það er trúa mín, að þær eigi hér við, og fullyrt er að þær séu ódýrari en steinsteyptar og hefi ég það eftir ekki lakari manni en prófessor Isaksen, á Ási. Súrheystóftir þessar eru sívalningslagað- ar. Gólf er úr steinsteypu. Veggirnir eru úr járnþynnum um 2 mm. þykkum. Stærð þynnanna er um ^/2 á breidd (á hæð í vegg) og um 2Va m. á lengd. Raðir hverrar þynnu eru vinkilbeygðar út og í gegnum þær eru stöppuð göt fyrir skrúf- nagla. í veggnum eru þynnurnar skrúfað- ar saman. Lágréttu samskeytin eru í beinni línu en þau lóðréttu mætast ekki, heldur koma undan miðri þynnu er skrúfuð er ofan á 0. s. frv. Þynnurnar eru rauðmál- aðar og auk þess er súrheysgryfjan bikuð innan. Engar styttur eða bönd eru höfð. Dyr eða lúkur eru á hliðinni og opnast inn. Yfirleitt tel ég vandalítið að byggja slíkar súrheysgryfjur. Ef til vill þykir það óhentugt að hafa súrheystóftir ofanjarðar, nema svo hagi til að þær séu bygðar við hliðina á keyrslu- brúnni upp í hlöðuna. En óvíða er bygt þannig hér á landi. Að mínu áliti er ekk- ert til fyrirstöðu, að grafa megi þessar súrheystóftir niður. Flydedokken í Kaupmannahöfn býr til þessar þynnur, en best og heppilegast tel ég að Búnfél. íslands hafi forgöngu í þessu máli og geri tilraunir þar að lútandi. Súrheysverkun er svo þýðingarmikil hér á landi, að við þurfum að nota öll þau meðul, sem finnast til að gera hana viss- ari og ódýrari og er það sannarlegur menn- ingarskortur að ekki skuli vera súrheys- tóft — og það fleiri en ein — á hverjum bæ. — Vonandi verður þess ekki langt að biða. Vigfús Helgason. Garðyrkjusýning. Hinn 4. ágúst siðastliðinn var haldin garðyrkjusýning i Hafnarfirði. Fyrir henni gengust félagið »Magni« í Hafnarfirði og Búnaðarfélag Garða og Bessastaðahrepps. Einar Helgasoc garðyrkjufræðingur sá um tilhögun og mat sýningarinnar og flutti þar erindi. Þarna var til sýnis: Margskonar garð- ávextir, blóm, tilbúinn áburður og garðyrkjuverkfæri. Sýnendur voru margir og margt fallegt og nytsamt þar að sjá. Einar Helgason sýndi sjálfur margt át- jurta, einkum þær tegundir, sem fólk yfir- leitt notfærir sér litið, þar á meðal voru sex káltegundir, gulrætur — mjög vænar og margt fleira. Úr Hafnarfirði var sýnd- ur fjöldi blóma svo og talsvert af káli og öðrum garðávöxtum. Einna mest kvað að því, sem þær sýndu frú Guðbjörg Krist- jánsdóttir í Fiensborg, frú Sveinlaug Hall- dórsdóttir og frú Steinunn Sveinbjarnar- dóttir, er sýndi ágætar Chilikartöflur. — Útsæðið ættað frá heimkynnum kartöfl- unnar. — Úr Garðahreppi sýndi Bjarni Bjarnason bóndi í Straumi einna bezta garðávexti. Og úr Bessastaðahreppi voru álitlegastir garðávextir sýndir frá Breiða- bólsstöðum og Bessastöðum. Einar Helga- son sýndi tilbúna áburðinn í 24 glösum.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.