Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1926, Blaðsíða 13

Freyr - 01.09.1926, Blaðsíða 13
FRE YR 81 Að fóðra féð vel, er og mikil vörn. í*að ráðið að drepa ormana í fénu með meðulum, getur haft mjög mikla þýðingu. Það er atriði sem verður að taka til langt um rækilegri íhugunar, en gert hefir verið. Menn hafa reynt margt við veikinni og þeir, sem um hana hafa ritað hafa talið upp margar tegundir meðala. Magnús Ein- arson ráðleggur tóbak við ormum í melting- arfærum. (Ég álít þá enn skæðari en lungna- orma) og það mun vera mest notað. Oft gengur illa að lækna með tóbakinu, auk þess sem það er bæði fremur dýrt og ó- þægilegt í notkun og mjög af handahófi hvernig það er notað. Jón Pálsson skýrir í Morgunblaðsgrein sinni frá tilraunum er hann hefir gert, til að drepa orma í lung- um með innsprautingu. Til þess telur hann best joð- joðkalium upplausn(2 : 10 : 100) með terpentínuolíu og bómolíu í hlutföll- unum 1:1:2. (Recp. jod.gr. 2 joðct. kalic. gr. 10, Aqvae destill. gr. 100 Ætherol.tere- binth. gr. 112 01. olivae gr. 224). Af þessu hefir hann notað 8 bólusetningarskamta, er hann sprautar í einu inn í barkakind- anna með tveggja til þriggja daga milli- bili og notar til þes's venjulega bólusetn- ingarsprautu. Fleira mætti telja sem ráð- lagt hefir verið til að drepa ormana í fénu. Ég tel ekki svo nauðsynlegt að geta þess frekar hér. Hitt tel ég nauðsynlegra að gerðar séu ítarlegri tilraunir með orma- veikt fé, til þess að komast að fullkomn- ari niðurstöðu um það, hvaða meðul séu best til að drepa ormana og hvernig að- ferð menn skuli nota við lækninguna. Hér verða allir dýralæknar landsins að láta til sín taka með rannsókn á veikinni og lækningatilraunum, með meðulum. Leyfi ég mér, sem einn fjáreigandi að skora á alla dýralæknana að hefjast vel handa í þessu máli, nú á næsta vetri. Ég elast ekki um að með rannsókn og tilraunum megi fá bentugri meðul við veik- inni, heldur en mönnum hér eru nú kunn- ug og sérstaklega mundu menn þá eiga kost rækilegri upplýsinga og ákveðnari aðferða um lækninguna. Hér er um svo þýðingarmikið mál að ræða, að hinar litlu aðgerðir til þess að ráða bót á því (finna bestu lækningarað- ferð) eru algerlega óþolandi. Helst þarf þetta að komast í það horf að meðulin, sem best reyndust til lækn- inga, fengjust í lyfjabúðum, á hverjum tíma, og svo ættu fjáreigendur að gefa fénu inn eða nota meðulin samkvæmt til- vísun dýralækna að haustinu um það bil er vetrarfóðrun byrjar eða í október, hvort sem mikið þarf að gefa af heyi eða ekki. Þessi aðferð ætti að koma í veg fyr- ir það að eytt yrði meira fóðri í féð vegna orma í því, eða verða til þess að drepa þá orminn í fénu, svo að hann gæti ekki gert eins mikið tjón er á veturinn liði. Nú hefir verið votviðrasumar vfðast um land og hey ef til vill talsvert skemd, nú má búast við mikilli ormaveiki í fé á næsta vetri. Ég ætla mér að reyna í haust að gefa öllu minu fé tóbak. Býst við að gefa munntóbak, læt 6 þml. spotta ofan íhverja fullorðna kind og 5 þml. ofan í lambið. Ætla mér að hafa aðferð Sigurgeirs Jóns- sonar, bónda á Helluvaði við Mývatn. Rekja tóbakið sundur, vefja blöðunum saman i kúlur og troða þeim niður í kok kindanna, svo að þær verði að kingja þeim, án þess að lyggja. Óskandi er að fleiri vildu láta til sín heyra um þetta mál. J. H. P. ffifSjr* Kaapendur ,,Freys“ tilkynni í tíma, ef vanskil verða á blaðinu, og skat pá úr því bœtt, svo fljótt sem unt er.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.