Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1926, Blaðsíða 11

Freyr - 01.09.1926, Blaðsíða 11
FRE YR 79 inum, að gómfyllan hafi flosnað öll frá beini og dottið sundur. Af fjórum lömb- um, sem hér hafa farist úr þessari veiki, hafa tvö verið búin að fá þessa spillingu i góminn. Lömbin, sem eg veit um með þessa veiki, hafa öll verið undan ágætum ám á besta aldri. Hafa allar ærnar, sem þau voru undan verið prýðisvel fóðraðar og með lömbin hafa þær gengið á þurri jörð og hin mesta sæld og framför verið i lömbunum áður en þau veiktust. Lömb- in hafa flest verið einlembingar og ýmist hrútar eða gimbrar. Lœkningatilraunir. Um það Ieyti, sem ær voru reknar á fjall í fyrravor, var veiki þessi að byrja í tveimur úrvals-lambhrútum hér. Símaði eg þá til dýralæknis Magnúsar Einarson- ar. Lýsti eg veiki þessari við hann. Vissi þá ekki að hún kæmi nema í klaufir. Við spillinguna i munninum varð eg ekki var fyr en síðar. Þá heyrðist mér á dýralækni sem hann þekti vel þessa veiki. Sagði hann ég myndi geta læknað lömbin með »joði« og réði mér að bera það vandlega á þau. Ég fylgdi þessum læknisráðum dyggilega nokkra daga. En það kom strax i Ijós að »joðið« var áhrifalaust að öðru en því, að auka á kvalir lambanna. Engu hefir dýralæknirinn kostað til, að upplýs- ast frekar um þessa veiki hér; en með linum þessum get eg látið hann vita að veikin læknast ekki með »joði«. Tilgátar um veikina og tilraunir til upplýsinga. Ég lýsti þessari veiki einhvern tíma við Pál Zóphóníasson skólastjóra á Hólum. Hann hafði þá hvergi heyrt hennar getið. En Páll lætur ekki slikt, sem vind um eyrun þjóta, án þess að leita að upplýs- ingum. Hann skrifar mér frá Kaupmanna- höfn í vetur og meðal annars minnist hann á þessa veiki. Hann getur þess til, að hér sé um sama sjúkdóm að ræða og í Skotlandi þekkist i unglömbum og nefn- ist þar »Örf« eða líka Black Muzzle. Nú þráir Páll að fá að vita um það hvert tilgáta hans er rétt. Hefir hann beð- ið Porstein son minn, sem dvaldi fyrir nokkrum árum í Skotlandi, að skrifa nú þangað og leita eftir upplýsingum um þessa veiki. Porsteinn hefir nú orðið við tilmælum Páls og skrifað ritstjóra búnað- arblaðsins »Skotski bóndinn« og beðið hann að leita upplýsinga um veiki þá, sem Páll minnist á. Enn fremur biður hann um svör við ýmsum spurningum þar að lútandi. Fái Þorsteinn nokkur svör, sem á er að græða, verða Freyr send þau til birt- ingar. Um uppruna og útbreiðslu veikinnar veit ég það eilt, að nú fyrir sex árum varð hennar fyrst vart á Hamri í Pverár- hlíð. Par hefir hún endurtekist i fjögur vor, þó með eins árs millibili. Par hafa nú drepist úr henni ellefu lömb. Þorsteinn bóndi á Hamri leitaði ráða dýralæknis og fékk þar hin sömu ráð og ég. En það kom fyrir ekkert. Lömbin fóru að síðustu að skriða á hnjánum og urðu þar skinn- laus. Ekki segjast þeir Hamarsfeðgar hafa veitt því athygli, að veikin komi í munn lambanna, en telja það samt vel geti ver- ið. Munn þeirra hafa þeir ekki athugað. Við þessa veiki hefir nú orðið vart á sex bæjum, sem mér er kunnugt. Veit ég til þess, að úr henni hafa drepist milli 20 og 30 lömb. Ekkert lamb hefir tekist að íækna, sem veikst hefir af þessum sjúk- dómi hér. Alt bendir til þess, að lömbin veikist á vissu aldursskeiði. Flest hafa þau verið frá 4—6 vikna er þau hafa tekið veikina. Ekki hafa orðið lakari heimtir á á haustin frá þeim bæjum, sem veikin er komin á og ekki veit eg til þess, að henn-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.