Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1926, Blaðsíða 5

Freyr - 01.11.1926, Blaðsíða 5
Búnaðarmálablað. Utgef. og ritstj.: Jón H. Þovbergsson bóndi Bessastöðum °g Sigurðuv Sigurðsson búnaðarmálastjóri. cTreyr Afgreiðslumaður og gjaldkeri: Sveinbj. Benediktsson ritari Búnaðarfél. ísl. Pósthólf 131. Árg. blaðsins kostar 5 kr. Gjalddagi 1. júlí. XXIII. ár. Reykjavík, nóvember — desember 1926. Nr. 11 — 12. Fólksstraumurinn úr sveituuum. Framh. Horfur. Landshagsskýrslur 1703—1903 bera það með sér að býlum hefir mjög fækkað í sveitum landsins. Síðan 1903 hafaogmörg býli lagst í eyði, en mér vitanlega, eru engar skýrslur til um hvað mörg hafa eyðst síðan. Mörg þessara býla hafa að sjálfsögðu verið ýmsum annmörkum bund- in. Sumt verið grasbýli, önnur legið illa, verið inn til heiða og afdala, harðinda- söm og ill til samgangna og aðdrátta. Nokkur hafa eyðst af völdum náttúrunn- ar. Margir einstakir menn hafa lagt undir sig jarðir, auk ábýlisjarðar, og gert að eyðibýlum, að því er virðist, oft mjög að óþörfu. Höfuðástæðan fyrir því að jarðir hafa lagst í eyði er hve mjög fólkið hefir flutst burt úr sveitunum. Nú er ekki nóg með það að jarðir hafa farið í eyði, held- ur bætist þar við að á fjölda jarða, sem að áður fleyttu um 20 manns og þar yfir er nú einyrkjabúskapur eða því sem næst. Mannmörgu heimilin áður reyndust oft að vera aðalmáttarstoð sveitanna, bæði til úr- ræða í daglegum viðfangsefnum og sem stöðvar fyrir íslenska sveitamenningu. Á þessum heimilum voru oft sömu hjúin ár eftir ár og á meðan gátu haidist við rót- grónar venjur og dygðir, svo sem iðni, reglusemi, hófsemi, gott siðferði og höfð- ingslund. Mannmörgu heimilin í sveitun- um, sem nú mega heita horfin, voru oft hinn notadrýgsti skóli bæði fyrir heima- menn og nágranna. Með hvafi þeirra hefir því sveitamenningin tapað mjög miklu. Nú er það svo á mannmörgum heimil- um, þar sem margt fólk er utan skyldu- liðs, að glundroðinn er þar mestur og þau ekki framar neinar menningarstöðvar, nú er þar aðallega unnið með kaupafólki er dvelur 10—26 vikur á sama stað, með mörgu slíku fólki verður skiljanlega mjög erfitt að halda föstum heimilisvenjum, t. d. reynist það nú nær ómögulegt að halda þeirri gömlu góðu sveitavenju að einn lesi upphátt fyrir alla á kveldavökum. Fetta er breyting sem er mjög áberandi, en telja má víst að hennar gæti minna á smærri heimilunum þar sem fátt er um kaupa- fólk. Undirstaðan fyrir góðum búskap og heimilisskipulagi er fyrst og fremst að all- ir láti sér ant um þá hluti, sem tilheyra búinu, hvort þeir eru dauðir eða lifandi og þyki vænl um bújörðina. Sé þetta feng- ið þarf ekki að efa áhugann fyrir dagleg- um störfum. Ef samhliða þessu ríkir á heimilinu fullkomin sanngirni og fróðleiks- leit er öllu vel stefnt. Hér er raunar sú kjölfesta, sem okkar sveitamenning bygg-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.